Greinasafn

2018
 »september

 »ágúst
 »júlí
 »júní
 »maí
 »apríl
 »mars
 »febrúar
 »janúar
2017
 »desember
 »nóvember
 »október
 »september
 »ágúst
 »júlí
 »júní
 »maí
 »apríl
 »mars
 »febrúar
 »janúar
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009

Articles in English

6.5.2015
My dear Erin Olivia.

Read more

3.3.2015
Mi querida Andrea.

Read more

29.5.2014
DE PROFUNDIS : THE VOICE OF ANDALUCIA

Read more

23.4.2013
Curriculum BS

Read more

20.10.2017

Samviskubit?

Höfundur: Florian Zeller
Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir
Leikarar: Eggert Ţorleifsson, Edda Arnljótsdóttir, Harpa Arnardóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ţröstur Leó Gunnarsson
Leikmynd: Stígur Steinţórsson
Búningar: Ţórunn María Jónsdóttir
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Tónlist: Borgar Magnason
Hljóđmynd: Elvar Geir Sćvarsson og Borgar Magnason
Ţýđing: Kristján Ţórđur Hrafnsson

Mér varđ óneitanlega oft hugsađ til míns eigin föđur í gćrkvöldi, ţar sem ég sat í leikhúsinu og ýmist grét eđa hló yfir ömurlegum elliglöpum André gamla (sem er leikinn af Eggerti Ţorleifssyni) – hvernig hann smám saman gefst upp fyrir ellinni, er yfirbugađur, kominn á stofnun og hćttur ađ vera til.

Tvisvar verđur gamall mađur barn, segir máltćkiđ. „Ţú ferđ aldrei á elliheimili, ég skal passa ţig,“ sagđi ég oft viđ pabba minn á góđum stundum. Ţá var hann enn í fullu fjöri, átti heiminn, glćsilegur, örlátur og stórhuga – sterkur persónuleiki. Ađ vísu ekki verkfrćđingur, eins og André, heldur stórkaupmađur, sem átti fyrir mörgum ađ sjá. En ţrátt fyrir stór orđ og fögur fyrirheit, ţá endađi pabbi sitt líf á dvalarheimili aldrađra. Ţar sáu góđar konur – ókunnugar konur – um, ađ hann tćki lyfin sín, hreyfđi sig og borđađi reglulega. Ég var víđs fjarri, stungin af. Ég brást honum, ţegar á reyndi. Hann sem var alla tíđ svo góđur viđ mig, elskađi mig ofurheitt – en ég brást. Og ég hef aldrei fyrirgefiđ sjálfri mér.

Fallegasta senan í ţessu grátbroslega leikriti Florian Zeller, er kveđjustund föđur og dóttur (sem er leikin af Hörpu Árnadóttur). Ţau standa andspćnis hvort öđru. Hann strýkur blíđlega um andlit hennar, sem er bađađ tárum. Hann vill ekki vera vondur viđ hana. En honum er ekki sjálfrátt. Hún er um ţađ bil ađ yfirgefa föđur sinn, flytja burt, og henni finnst hún vera ađ svíkja hann – en á ekki um neitt ađ velja. Búin ađ reyna til ţrautar – en dvalarheimiliđ verđur lendingin. Fađirinn segir ekkert, horfir bara á hana, fullur af ástúđ og söknuđi eftir einhverju, sem aldrei kemur aftur. Hann grćtur líka.

Grimmd ellinnar

Ellin er grimm. Ţegar hún nćr tökum á mannskepnunni og byrjar ađ krafsa í sálina og líkamann, fćr hana ekkert stöđvađ. Líkamlegur og andlegur kraftur ţverr, hreyfingarnar hćgjast, og hugsunin slćvist. Í mínum huga eru viđbrögđ André fullkomlega eđlileg. Hann er normal – hvorki galinn né grimmur. Hann skynjar sjálfur óljóst breytingarnar á líkama og sál. Hann er einhvern veginn ađ missa sig, rćđur ekki lengur yfir sínum eigin líkama. Og ţess vegna fyllist hann öryggisleysi og ótta – bćđi viđ sjálfan sig og alla ađra. Framkoma hans breytist, Hann verđur tortrygginn og hatursfullur. Honum finnst allir bregđast sér, hann getur engum treyst – jafnvel börnin hans eru ţjófar og illmenni. Um leiđ glatar hann sinni mannlegu reisn – sjálfsvirđingunni. Hann glatar líka virđingu annarra, verđur aftur bara eins og illa uppaliđ barn – tvisvar verđur gamall mađur barn. Sú upplifun er eflaust sárust í baráttunni viđ ellina. Niđurlćgingin er fullkomnuđ. Ég grét af samúđ međ gamla manninum – sem samt var svo óendanlega fyndinn. Hvort átti ég ađ hlćja eđa gráta?

Ţegar ég kom heim og spurđi, um hvađ ţetta leikrit Zellers fjallađi, svarađi ég sjálfri mér: Ţetta er um samviskuleysi okkar hinna, eigingirni og skömm. Hvernig komum viđ fram viđ feđur okkar og mćđur ? – Fólk sem viđ einu sinni unnum hugástum og var okkur kćrara en allt annađ í lífinu. Á lokasprettinum lokum viđ ţađ inni á stofnunum, gleymum ţví jafnvel og svíkjum loforđ okkar.

En nóg um ţađ. Ţetta er tragíkómedía, eins og ţađ heitir – grátbrosleg. Hvađ eftir annađ veltast áhorfendur um af hlátri. Ţađ er kannski ósanngjarnt gagnvart gamla manninum ađ hlćja ađ honum, en hann er bara svo óendanlega fyndinn – einkum ţegar hann gerir árangurslausar tilraunir til ađ standa uppi í hárinu á unga fólkinu og sýnast eitthvađ annađ en hann er. Reynir ađ vera töff og kjaftfor. Gerir alla vitlausa. Eiginlega eru ţađ ađstandendur hans – unga fólkiđ – sem ćttu ađ fara á hćli, algerlega örmagna og vitstola eftir ţrotlaust stríđ viđ gamla manninn. Samúđ okkar er öll hans megin.

Hláturköst og grátbrosleg andlit

Ţađ er engu líkara en ađ hlutverk André hafi veriđ skrifađ međ Eggert í huga – alla vega sá Kristín ţađ strax. Honum lćtur svo vel ađ skapa samúđ međ samúrćjanum, aldrei andúđ. Hann hefur allt til ađ bera, grátbroslegt andlit, sem međ augnaráđinu einu getur lađađ fram hláturkast og međ einni handahreyfingu ţaggađ niđur í kjaftöskum.

Og sjá, hvađ hann uppveđrast, ţegar Laura – Edda Arnljótsdóttir, sem fór á kostum í hlutverki hinnar eggjandi húshjálpar – mćtti á stađinn og fór ađ gefa honum undir fótinn – bara svona óvart. Ekki aldeilis dauđur úr öllum ćđum né tuđandi gamalmenni – heldur fyrrverandi steppdansari, sem var alveg til í ađ stíga međ henni nokkur spor – og ţó ţađ yrđi eitthvađ meira.

Harpa Árnadóttir hefur veriđ ađ sćkja í sig veđriđ á undanförnum árum, bćđi sem frábćr leikstjóri og leikari. Hún er hin fullkomna metnađarfulla dóttir André í ţessu leikverki. Mjög frönsk ásýndum, fínleg en samt sterk, skyldurćkin, elskandi dóttir, sem er viđ ađ gefast upp í eilífu stríđi viđ vanţakklátan föđur og veraldlegan sambýlismann – Ţröst Leó Gunnarsson. Sambýlismađurinn heldur sig í fjarska, hefur engar sterkar tilfinningar gagnvart föđur sambýliskonu sinnar, er svo sem alveg sama – en vill samt halda sambandi viđ dótturina, sem hann elskar út af lífinu – ţrátt fyrir allt. Eitt ógleymanlegasta atriđi sýningarinnar er ástarsena ţeirra undir lokin, ţegar málin eru farin ađ skýrast og ákvörđun hefur veriđ tekin. Frelsiđ framundan. Ţau – örmagna eftir vökunótt – sitja tvö ein í tómri stofunni. Bćđi ölvuđ, međ hálftóm glös í höndunum – stjörf af óvćntri löngun hvort til annars. Hreyfingar ţeirra, látbragđ, augnatillit, fálmandi hendur, slagandi fćtur, allt svo ţrungiđ ástríđu – aldeilis ótrúleg snilld.

Annađ atriđi er líka ógleymanlegt. Ţađ er samleikur karlmanns og konu – Ólafíu Hrannar Jónsdóttur og Sveins Ólafs Gunnarssonar undir lok sýningar. Ţau tvö eru hinir óvćntu gestir, sem rugla okkur öll í ríminu – svolítiđ absúrd – ímyndun eđa veruleiki. Karl og kona, sem ćtla ađ vera honum góđ hér eftir. Hann er á ţeirra valdi og tekur lyfin sín ţegjandi. Frábćr leikur og eftirminnilegur.

Absúrd veruleiki

Ég verđ ađ minnast á leikmyndina, sem var nokkuđ sérstök – en hana smíđar Stígur Steinţórsson. Einföld, fábreytt, litlaus, gagnsć – blómavasi án blóma. Heimili fólks á faraldsfćti, eđa gamals manns, sem er löngu hćttur ađ taka eftir nćrumhverfi sínu? Tómlegt, andlaust, á hverfandi hveli. Rauđi stóllinn var eins konar hásćti. Ţar sest bara húsbóndinn – eđa ósvífnar hjásvćfur dótturinnar. Lýsingin – Halldór Örn Óskarsson – líka einföld, en nćrgöngul og miskunnarlaus, gaf sýningunni samsvarandi litleysi af ásettu ráđi.

Og svo var ţađ tónlist Borgars á kontrabassann. Merkilegt hvađ honum tekst alltaf ađ skapa rétta stemningu, sem hentar bćđi stund og stađ – seiđandi og angurvćr í senn. Mig langar líka til ađ ţakka Kristjáni Ţórđi Hrafnssyni fyrir frábćra ţýđingu verksins, sem virđist bćđi ţćgileg í međförum og leikandi létt í flutningi. Ég efast um, ađ nokkur annar leikstjóri íslenskur en Kristín Jóhannesdóttir, hefđi veriđ betur til ţess fallinn ađ stýra uppsetningu á ţessu rómađa verki hins unga franska höfundar, Florian Zeller. Ţađ hefur fariđ sigurför um allan heim og vakiđ menn til umhugsunar um lífiđ og tilveruna. Af sínu alkunna nćmi hefur hún fundiđ hverri persónu leikara viđ hćfi og öllum ţeim, sem koma ađ sýningunni. Hún virđist leggja líf sitt og sál í allt, sem hún tekur sér fyrir hendur. Hugsar djúpt, hefur samt samráđ.

„Fullkomiđ absúrdleikhús,“ segir Kristín – en er ekki raunveruleikinn stundum svolítiđ absúrd? Er gamli mađurinn farinn ađ tapa áttum, eđa er heimurinn sjálfur genginn af göflunum? Voru Konan og Karlmađurinn ímyndun eđa alvara? Viđ lifum á absúrd tímum. Stundum slá óvćntir atburđir úti í heimi allt hiđ liđna út. Ionesco, Sartre, Arrabal – ţađ sem ţeim ţótti absúrd á tuttugustu öldinni, er orđinn barnaleikur í dag.

Bryndís Schram


Deila á Facebook

Skrifa ummćli

Nafn
Netfang
Skilabođ
Skráđu inn ţetta orđ
í ţennan reit