Greinasafn

2018
 »september

 »ágúst
 »júlí
 »júní
 »maí
 »apríl
 »mars
 »febrúar
 »janúar
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009

Articles in English

6.5.2015
My dear Erin Olivia.

Read more

3.3.2015
Mi querida Andrea.

Read more

29.5.2014
DE PROFUNDIS : THE VOICE OF ANDALUCIA

Read more

23.4.2013
Curriculum BS

Read more

15.1.2018

Ţrotlaust útkall

Bryndís Schram skrifar um Himnaríki og helvíti, eftir Jón Kalmann Stefánsson. Frumsýnt í Borgarleikhúsinu 11. janúar, 2018.

Listrćnir stjórnendur:

Leikgerđ: Bjarni Jónsson
Leikstjórn: Egill Heiđar Anton Pálsson
Leikmynd og kvikmynd: Egill Ingibergsson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing: Ţórđur Orri Pétursson
Frumsamin tónlist og og hljóđmynd: Hjálmar H. Ragnarsson
Teikningar og kvikun: Ţórarinn Blöndal
Hljóđ: Baldvin Ţór Magnússon
Leikgervi: Helga I. Stefánsdóttir og Árdís Bjarnţórsdóttir
Sýningarstjórn: Pála Kristjánsdóttir og Vigdís Perla Maack
Leikarar:
Ţuríđur Blćr Jóhannsdóttir
Margrét Vilhjálmsdóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir
Katla Margrét Ţorgeirsdóttir
Birna Rún Eiríksdóttir
Bergur Ţór Ingólfsson
Valur Freyr Einarsson
Hannes Óli Ágústsson
Haraldur Ari Stefánsson
Björn Stefánsson
Pétur Eggertsson
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir

„Orđin okkar eru eins konar björgunarsveitir í ţrotlausu útkalli, ţćr eiga ađ bjarga liđnum atburđum og slokknuđum lífum undan svartholi gleymskunnar, og ţađ er alls ekki smátt hlutverk,“ segir höfundur í upphafi fyrstu bókar.

Sögusviđiđ er Djúp og Jökulfirđir. Ţetta er heljarslóđarorrusta umkomulauss fólks viđ náttúruöflin – upp á líf og dauđa. Ţađ hvarflar ekki ađ nokkrum manni, ađ á ţessum náströndum leynist bćjarheitiđ Unađsdalur – fegurst bćjarheiti á íslensku. Hvađ ţá heldur, ađ sjálft Nóbelskáldiđ hafi lýst ţví yfir, ađ fegursta bókarheiti á íslensku vćri: Frá Djúpi og Ströndum. Í sögum Kalmanns er nefnilega ekkert sumar.

Upp á líf eđa dauđa, sagđi ég. Á ţessum slóđum, og á ţessum tímum – undir lok nćstsíđustu aldar – var lífiđ mestan part ógćfa. Dauđinn líkn frá ţraut.

Söguţráđurinn, flókinn en einfaldur í senn, spunninn upp úr ţríleik Jóns Kalmanns: Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins – tćplega ţúsund blađsíđur.

Söguţráđurinn er einfaldur í ţeim skilningi, ađ allt snýst ţetta um stríđ mannfólksins viđ ofurefli náttúrunnar um ţađ ađ lifa af. Flókiđ í ţeim skilningi, ađ í hugarfylgsnum og sálarlífi ţessa umkomulausa fólks lifa, ţrátt fyrir allt, draumar og vonir um betra og fegurra mannlíf.

Höfundurinn, Jón Kalmann, er einn helsti galdramađur hugarflugsins í bókmenntum samtímans. Orđ hans eru eins og „björgunasveitir í ţrotlausu útkalli“, sem eiga ađ bjarga „liđnum atburđum og slokknuđum lífum undan svartholi gleymskunnar“.

Í texta höfundarins á síđum ţríleiksins gera ţau ţađ. Höfundurinn höfđar til ímyndunarafls lesandans, sem hverfur međ honum aftur í tímann og setur sig í spor ţessa örsnauđa fólks á hjara veraldar, ţar sem ţađ heyr tvísýna baráttu viđ ofurefliđ. Lesandinn nemur orđ Kalmanns stundum sem tónlist, stundum sem myndverk, en aldrei sem dauđan bókstaf. Ţetta getur gerst í hugarheimi lesandans. En er ţetta hćgt á leiksviđinu?

Ţeir fćrast ekki lítiđ í fang, listrćnir stjórnendur ţessarar sýningar, ţeir Bjarni Jónsson og Egill Heiđar Anton Jónsson. Báđir eru ţrautreyndir leikstjórnendur. Ţeir ţekkja af eigin reynslu, bćđi innan lands og utan, ţá tćkni, sem leiksviđiđ býr yfir viđ ađ koma sögu til skila í máli, myndum og hljóđum.

Kannski höfum viđ aldrei séđ annađ eins á íslensku leiksviđi. Hamslaus öldugangur á grimmu úthafi, ţar sem opin bátskel er eins og leikfang í heljargreipum hafsins. Manndrápsbylur á reginfjöllum, ţar sem snjóhengjan hótar dauđa og djöfli. Og mannskepnan reynir ađ skríđa í skjól eins og sćrt dýr. Magnađ!

Hvernig kemur mađur ţessum ósköpum til skila á sviđinu?

Til ţess ađ upplifa ţađ verđur mađur einfaldlega ađ sjá sýninguna. Í ţrjár klukkustundir sátu frumsýningargestir eins og bergnumdir inni í ţessari ógnarveröld.

Stóra sviđiđ er nýtt út í ystu mörk. Engin afmarkandi leikmynd, bara myrkriđ, gnauđiđ og óttinn, sem hangir í loftinu – og sverfur stöđugt ađ. Stundum glittir í hamingjuna, ástina. En hafiđ er ógnvekjandi – ég tala nú ekki um, ef ţú ert ósyndur og átt líf ţitt undir miskunnsemi Guđs. Í bakgrunninn er brugđiđ upp myndum af teikningum Ţórarins Blöndal, sem eru hrífandi í einfaldleik sínum en um leiđ svo ótrúlega grimmar. Búningar Helgu, lýsing Ţórđar Orra og undirliggjandi tónlist Hjálmars Helga magna upp steminguna. Mađur vill helst hjúfra sig upp ađ sessunaut. Hvađ nćst?

Ţúsund blađsíđur, sagđi ég, tólf leikarar í 23 hlutverkum í rúmlega ţrjár klukkustundir á sviđinu. Öllum liggur mikiđ á hjarta og ţurfa ađ koma skilabođum áleiđis. Allir vilja verđa ţátttakendur í sögunni – sögunni okkar. En tíminn leyfir ţađ ekki.

Ţađ er bara strákurinn, sem fćr ţann tíma, sem hann ţarf. Hann er á sviđinu allan tímann. Ţuríđur Blćr Jóhannsdóttir nýtir tćkifćriđ og slćr rćkilega í gegn í hlutverki stráksins. Hún dregur upp einlćga, sannfćrandi og kraftmikla mynd af ţessum ljúflingi, sem saknar Bárđar og er kominn í plássiđ til ađ skila bókinni. „Bárđur hugsađi of mikiđ um ljóđ, gleymdi stakknum, og heimurinn var ekki samur“, segir á einum stađ.

Sumir leika tvö hlutverk, jafnvel ţrjú – og ţađ er erfitt. Ţađ er fariđ hratt yfir sögu, brugđiđ upp myndum, en sagan ekki sögđ til enda. Ţađ hefđi veriđ forvitnilegt ađ tala lengur viđ Jens landpóst, sem fer á flug í túlkun Bergs Ţórs, eđa Andreu, sem ađ lokum flyst til Bjarna bónda á Nesi. Mér finnst Katla Margrét hafa góđa nćrveru í hlutverki Andreu, fanggćslunnar – en ţađ var svolítiđ erfitt ađ skilja á milli hennar og Salvarar, vinnukonunnar af Ströndinni.

En ţađ geta ekki allir komist ađ í svona margskiptri sögu. Hefđi ţá mátt stytta verkiđ? Ţađ hlýtur ađ hafa komiđ til tals og hefđi kannski veriđ til bóta. Ţađ vefst örugglega fyrir ţeim, sem ekki hafa lesiđ magnum opus Kalmanns ađ fylgjast međ í afkimum og undirmálum sögunnar.

Saga Geirţrúđar gćti veriđ efni í ađra leiksýningu. Geirţrúđur er burđarásinn andspćnis hinu karllćga og veitir hinum veika gróđri skjól. Hún brýtur allar hefđir og er á skjön viđ danskćttađa ţorpstilveruna. Harmur hennar ađ lokum er ógnvekjandi og minnir á hetjur grískra leikbókmennta. Margrét Vilhjálmsdóttir sómir sér vel í hlutverki Geirţrúđar, ţó svo ađ hún sé ekki svarthćrđ! Rautt er líka eggjandi, ađ sögn!

Er ţá einhver von? Ef draumur skáldsins um himnaríki á jörđu getur ekki rćst, verđum viđ ţá ađ láta okkur nćgja framtíđarsýn feminismans? Átökin milli hinna karllćgu og kvenlegu gilda standa á milli útgerđarauđvaldsins, Friđriks, sem Vali Frey Einarssyni, tekst snilldarlega ađ gera mátulega fráhrindandi, og hinna harđdrćgu sjósóknara annars vegar, og svo hins óharđnađa unglings (stráksins) í skjóli Geirţrúđar hins vegar.

Mítú-hreyfingin lćđist inn í sýninguna međ stóryrtum yfirlýsingum gegn „helvítis karlmennskunni“. Víst er kappiđ best međ forsjá (ţađ ţarf ađ hafa stakkinn međ í róđur). En hver sćkir björg í bú, ef engin er karlmennskan? Var ţađ ekki Búdda, sem leysti ţrautina og fann samrćmiđ í samhverfu andstćđnanna – yin og yang, karls og konu?

Niđurstađa – glćsileg sýning, en kröfuhörđ. Ţađ var nćstum eins og stórbrotiđ myndverkiđ kćfđi á stundum hinn ofurskáldlega texta höfundar.

Er einhver bođskapur? Hvađ segir Kalmann sjálfur:

„Ég hef heimildir fyrir ţví, ađ allt sé svo fullkomiđ í himnaríki, ađ fólk deyr ţar um aldur fram af tómum leiđindum, en ađ lífiđ og fjöriđ sé í helvíti.... Ef svo ólíklega vildi til, ađ viđ myndum ná einhverri fullkomnun, ţá vćrum viđ ekki lengur manneskjur. Heldur eitthvađ annađ“.

Og eitt, sem ég gleymdi ađ minnast á: Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir í hlutverki Lilju, litlu systur stráksins, sem honum ţótti svo vćnt um, á međan hún lifđi, fylgir honum í svefni og vöku. Segir aldrei orđ, en leikur hennar á fiđluna er ógleymanlegur – fullur saknađar, ástar og trega.

Bryndís Schram


Deila á Facebook

Skrifa ummćli

Nafn
Netfang
Skilabođ
Skráđu inn ţetta orđ
í ţennan reit