Greinasafn

2019
 »maí

 »apríl
 »mars
 »febrúar
 »janúar
2018
 »desember
 »nóvember
 »október
 »september
 »ágúst
 »júlí
 »júní
 »maí
 »apríl
 »mars
 »febrúar
 »janúar
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008

Articles in English

6.5.2015
My dear Erin Olivia.

Read more

3.3.2015
Mi querida Andrea.

Read more

29.5.2014
DE PROFUNDIS : THE VOICE OF ANDALUCIA

Read more

23.4.2013
Curriculum BS

Read more

25.2.2013

Mary Poppins: Áhorfendur blístruđu – görguđu bókstaflega – af hrifningu

Söngleikur byggđur á sögum P.L. Travers og kvikmynd frá Walt Disney
Leikstjórn: Bergur Ţór Ingólfsson
Leikmynd og myndband: Petr Hlousek
Hljóđhönnun: Thorbjörn Knudsen
Sýningarstjórn: Pála Kristjánsdóttir
Danshöfundur: Lee Proud
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Leikgervi: Árdís Bjarnţórsdóttir
Ađstođarmađur danshöfundar: Anthony Whiteman
Tónlsitarstjórn: Agnar Már Magnússon
Lýsing: Ţórđur Orri Pétursson
Ađstođarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson
Ađstođ viđ leikgervi: Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir


Mary Poppins


Ég er af ţeirri kynslóđ dansara, sem var upp á sitt besta á sjötta og sjöunda áratugnum (ţann áttunda var ég flutt vestur á Ísafjörđ). Guđlaugur Rósinkranz, (Vestfirđingur međ meiru og hiđ mesta ljúfmenni), réđ ríkjum í Ţjóđleikhúsinu, og ţađ var hann sem fann upp ţađ snjallrćđi ađ setja á sviđ amríska söngleiki og laufléttar óperettur í lok hvers leikárs – sem gerđu slíka lukku, ađ fjárhag hússins var borgiđ langt fram í tímann. Ég man ţćr varla upp ađ telja – Nitouche, Káta ekkjan, Sumar í Tyrol, Kysstu mig Kata, My Fair Lady, Stöđviđ heiminn, Táningaástir… Gleymi ég kannski einhverri? En ţetta var dásamlegur tími (ţrátt fyrir prófannir í MR og víđar). Fullt hús á hverju kvöldi.

Fagnađarlátum ćtlađi aldrei ađ linna. Ćfingar hófust á ţorranum, og sýningum lauk um ţađ leyti sem sólin rétt tyllti sér viđ ystu sjónarrönd. Ég man enn, hvađ ţađ var nautnafullt ađ stíga út í sólbjarta sumarnóttina ađ lokinni sýningu, nýkomin úr sturtu, enn í sćluvímu, sem smám saman rann af mér á leiđinni heim. Nú er kannski tími söngleikjanna runninn upp aftur.

Einhvers stađar segi ég í bók um ţessi ár í Ţjóđleikhúsinu: „Tekist var á viđ viđamikla söngleiki og óperur, kannski stundum meira af vilja en mćtti – en alltaf af mikilli gleđi“. Í atvinnuleikhúsum nútímans vill gleđin oft týnast í rútinunni, ég tala nú ekki um í vinsćlum, efnisrýrum söngleikjum, sem ganga kvöld eftir kvöld mánuđum saman og verđa endanlega bara ađ vana.

Ţess vegna er svo gaman ađ geta sagt frá ţví (og ţá ţarf ég í rauninni ekkert ađ segja meira), ađ Mary Poppins í Borgarleikhúsinu hefur ekki bara viljann – heldur líka máttinn. Ţessi uppfćrsla hefur bćđi til ađ bera fagmennsku af fyrstu gráđu og smitandi gleđi, sem er ekki gefiđ, ađ fari alltaf saman. Hún er hnökralaus, ţ.e.a.s. Professional, frá upphafi til loka, ţađ klikkar ekkert, hvorki í leik, söng, dansi, tónlist né í mjög svo flókinni tćkni. (Ţeir eiga mikil lof skiliđ ţessir töframenn baksviđs, sem leikarar verđa ađ treysta á hundrađ prósent). Og ţađ var ţess vegna sem áhorfendur tókust á loft ađ loknu hverju atriđinu á fćtur öđru, blístruđu – görguđu bókstaflega – af hrifningu, sem jókst eftir ţví, sem á sýninguna leiđ.

Leikmyndin – og leikur Péturs Hlousek viđ myndbönd – er tćr snilld. Hann tređur okkur inn í ţröngan heim bresku yfirstéttarinnar, sem er lifandi dauđ, mótuđ af viktóríönskum móral (ţiđ muniđ Upstairs – Downstairs) – fólkiđ sem Charles Dickens fyrirleit, en gefur samt gott rými fyrir óheftan gleđidans sótaranna, sem tók af öll tvímćli: Viđ klöppuđum, ţar til sveiđ í lófana ţá.

Auđvitađ er tónlistin grunnurinn af velheppnađri sýningu. Og ţeir tóku sig vel út í lítillćti sínu, snillingarnir ellefu í glerbúrum til beggja handa viđ sviđiđ. Agnar Már Magnússon, hljómborđsleikari og stjórnandi, fór létt međ ađ lađa fram ţađ besta í hverjum og einum. Viđ dilluđum okkur í sćtunum í takt viđ alţekkt stef ţeirra Sherman og Drewe.

Í einhverju blađaviđtali sá ég, ađ Bergur Ţór Ingólfsson,(sem virđist vera flest til lista lagt), átti ekki orđ til ađ ţakka Lee Proud (og ađstođarmanni hans, Anthony Whiteman) fyrir ađ lyfta sýningunni upp í ţćr hćđir, sem hún er í. Og ţađ er rétt, öll hópatriđin og dansarnir í sýningunni eru ađ lokum ţađ sem sker úr um, hvort sýningin er fagleg eđa ekki –professional eđa púkó. Og ţađ kemur manni á óvart, hversu marga frábćra dansara (sem geta líka sungiđ) viđ eigum.

Og jafnvel Gói (Guđjón Davíđ Karlsson) dansar eins og engill. Hvar hefur hann lćrt? Hann og Hansa (Jóhanna Vigdís Arnardóttir) eru auđvitađ stjörnur kvöldsins,virđast fćdd í hlutverkin, syngja eins og englar og eru mátulega kankvís og létt á bárunni til ađ sjarmera áhorfendur, af öllum aldurshópum, upp úr skónum. Fara aldrei út af sporinu – mađur var međ lífiđ í lúkunum, á međan Hansa gekk í loftinu yfir höfđum okkar, sisona, eđa Gói klifrađi upp strompinn eins og simpansi og fór létt međ.

En ţađ er ekki nóg ađ ađalleikarar standi sig – ef einn hlekkur er brotinn slitnar keđjan. Og eins og ég sagđi, ţá klikkar enginn, jafnvel smáhlutverkin slógu í gegn: Sigurđur Ţór Óskarsson í hlutverki ţjónsins, Ţórir Sćmundsson sem gróđafíkill í lánshugleiđingum, Sigrún Edda í hlutverki hinnar ráđagóđu ráđskonu, Hanna María Karlsdóttir, konan međ hundinn, og Margrét Eir, sem fór eins og stormsveipur um sviđiđ, ţá stuttu stund sem hún stóđ viđ. Örstutt mynd af fundi bankastjórnar var aldeilis óborganleg (minnti á frćga mynd af fáráđlingum eftir Goya).

Ekki má gleyma ađ geta Halldórs Gylfasonar, sem virđist vera vaxandi leikari. Hann sýnir okkur af mikilli smekkvísi inn í sálarkima hins lífshrćdda yfirstéttardrengs, sem náđi loksins ađ ţroskast. Esther Talia er glćsileg leikkona í hálfvandrćđalegu hlutverki, sem henni tókst ţó ađ gćđa lífi – og ađ auki er hún frábćr söngkona. Börnin komu verulega á óvart (Áslaug Ragnarsdóttir og Grettir Valsson). Ţau voru aldeilis óhrćdd, međ eđlilegan talanda og gott tóneyra. Stóđu öđrum ekkert ađ baki.

Mér fundust líka búningar Maríu Th. Ólafsdóttur afskaplega spennandi, (ég hefđi gjarnan viljađ eiga einhvern ţessara síđu kjóla – alveg minn stíll). Litasamsetning var góđ, ég tala nú ekki um í hópatriđum, ţar sem listrćnt auga rćđur för. Búningar báru ţess vitni, ađ viđ ţá hafđi veriđ nostrađ og bćtt í fram á síđustu stund.

Ţetta er svo sannarlega “fjölskylduvćn” sýning, eins og ţađ heitir nú til dags. Afi og amma, pabbi og mamma, börn og barnabörn, eiga eftir ađ flykkjast á ţessa sýningu, láta heillast af dansi og söngvum, dilla sér í sćtunum – og jafnvel lćra eitthvađ af móral sögunnar. En ţađ er mikiđ á börn og unglinga lagt ađ sitja ţrjá tíma í leikhúsi - jafnvel ţótt uppnumin séu – fram yfir háttatíma. Ég er ekki frá ţví, ađ ţađ vćri til bóta ađ stytta sýninguna ögn. Ţađ er eitt og annađ, sem mćtti alveg missa sig, sérstaklega í fyrri hlutanum, ţegar dofnađi ögn yfir undirtektum. En ţađ er ég viss um, ađ leikstjórinn snjalli kann ráđ viđ ţessu.

Bryndís Schram


Deila á Facebook

Skrifa ummćli

Nafn
Netfang
Skilabođ
Skráđu inn ţetta orđ
í ţennan reit