Greinasafn

2019
 »maí

 »apríl
 »mars
 »febrúar
 »janúar
2018
 »desember
 »nóvember
 »október
 »september
 »ágúst
 »júlí
 »júní
 »maí
 »apríl
 »mars
 »febrúar
 »janúar
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008

Articles in English

6.5.2015
My dear Erin Olivia.

Read more

3.3.2015
Mi querida Andrea.

Read more

29.5.2014
DE PROFUNDIS : THE VOICE OF ANDALUCIA

Read more

23.4.2013
Curriculum BS

Read more

10.8.2015

Minning: Guđmunda Elíasdóttir

Ţegar ég lít til baka finnst mér, ađ ég hafi veriđ hálfgert barn. Fylgdarsveinn minn – skáldiđ – var ađ vísu af barnsaldri, en engu ađ síđur unglingslegur og óreyndur. Hann tók starf sitt mjög alvarlega, gćtti mín af stakri samviskusemi og hvorki gantađist viđ mig né áreitti. Engu ađ síđur villtumst viđ af leiđ – og í heilan dag vorum viđ strandaglópar í New York. Ţar hafđi skáldiđ setiđ á skólabekk nokkrum árum fyrr.

Ég var berfćtt í nýjum skóm, sem ég hafđi keypt til fararinnar, og var svo sár fyrsta kvöldiđ, ađ ég vafđi blautum handklćđum um fćturna, svo ađ ég gćti sofnađ eftir langar göngur og skáldlegar lýsingar á leyndardómum ţessarar höfuđborgar heimsins.

Ţađ var á ţessari löngu göngu endur fyrir löngu, sem ég hitti Guđmundu Elíasdóttur í fyrsta sinn. Hún var einn af leyndardómum borgarinnar – gott ef skáldiđ var ekki skotiđ í henni. Hann varđ einhvern veginn bjartari og glađari í návist hennar, tók á sig nýjan svip. Gott ef ég gerđi ţađ ekki líka. Enda var hún ómótstćđileg og töfrandi í allsleysi sínu. Brosandi opnađi hún fađminn og bauđ okkur velkomin í sitt hús. Ég man sérstaklega eftir sérkennilegum augnsvipnum, dimmum og dularfullum. En samt var glettnin alltaf skammt undan. „Ég er ađ vestan“, sagđi hún, „ţrjósk og einbeitt, eins og Bolvíkinga er háttur“. Svo hló hún eins og krakki, villt og óstýrlát. Váá..., hvađ ég heillađist af ţessari konu. Og um leiđ fann ég til ţess, hvađ ég sjálf var mikiđ barn og átti margt ólćrt. Hér var engin međalmanneskja á ferđ.

Svo liđu mörg ár. Viđ kysstumst og klöppuđum hvor annarri á síđkvöldum í búningsherbergjum Ţjóđleikhússins, ýmist dansandi, leikandi eđa syngjandi. En ekkert meir. Báđar önnum kafnar, sjálfsagt.

Ţađ var svo ekki fyrr en Guđmunda fór ađ setja svip sinn á Vesturgötuna – götuna okkar – mörgum árum seinna, ađ mér gafst aftur tćkifćri til ađ sitja viđ fótskör hinnar lífsreyndu, gáfuđu og fallegu konu. Og Vesturgatan varđ aldrei söm eftir ţađ. Ţađ geislađi af Guđmundu, söngurinn barst út á götu, hláturinn yljađi ţeim sem fram hjá gengu. Dyr hennar stóđu opnar gestum og gangandi, hvenćr sem var og hvernig sem á stóđ. Blómin á tröppunum og ljósiđ í glugganum lađađi ađ. Og umrćđuefnin voru óţrjótandi. Fram á síđustu stundu var hún ađ miđla öđrum af ţekkingu sinni og dýrkeyptri reynslu á langri ćvi.

Vertu sćl, Guđmunda, og ţökk fyrir ógleymanleg kynni.

Bryndís Schram

Deila á Facebook

Skrifa ummćli

Nafn
Netfang
Skilabođ
Skráđu inn ţetta orđ
í ţennan reit