Greinasafn

2018
 »september

 »ágúst
 »júlí
 »júní
 »maí
 »apríl
 »mars
 »febrúar
 »janúar
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009

Articles in English

6.5.2015
My dear Erin Olivia.

Read more

3.3.2015
Mi querida Andrea.

Read more

29.5.2014
DE PROFUNDIS : THE VOICE OF ANDALUCIA

Read more

23.4.2013
Curriculum BS

Read more

Greinar apríl 2018

26.4.2018
Vestfjarđagöng sálarlífsins
Bryndís Schram skrifar um leikritiđ Svartalogn sem frumsýnt var í Ţjóđleikhúsinu 27. apríl síđastliđinn.

Byggt á skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur
Leikgerđ: Melkora Tekla Ólafsdóttir
Leikstjórn: Hilmir Snćr Guđnason
Leikmynd: Gretar Reynisson
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Tónlist: Markéta Irglova og Sturla Mio Ţórinsson
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Hljóđmynd: Elvar Geir Sćvarsson og Aron Ţór Arnarsson

Ţar sem ég virti fyrir mér ţessa hógvćru og lítillátu konu, Kristínu Marju Baldursdóttur, höfund Svartalogns, ţar sem hún stóđ brosandi fremst á sviđinu, umkringd leikurum og handverksmönnum í lok sýningar, fór ég ósjálfrátt ađ velta ţví fyrir mér, hvernig henni liđi á ţessari stundu. Var hún ánćgđ? Fannst henni bókin sín, ţađ er ađ segja skilabođ bókarinnar, komast til skila í leikgerđ Melkorku Teklu Ólafsdóttur?

Lesa meira 

16.4.2018
FLÓTTALEIĐ - SÝNDARVERULEIKI
Bryndís Schram fjallar um Innfćdd í Iđnó, 16.apríl, s.l.
Höfundur: Glenn Waldron
Ţýđing: Hrafnhildur Hafberg
Leikstjóri: Brynhildur Karlsdóttir
Lýsing: Aron Martin Ágústsson
Leikarar: Urđur Bergsdóttir, Ísak Emanúel Róbertsson, Davíđ Ţór Katrínarson, Karl Ágúst Úlfsson – lesari

Um daginn var mér alveg óvćnt bođiđ á sýningu í Iđnó, einu höfuđdjásni gömlu Reykjavíkur, byggđu áriđ 1896 í nýklassiskum stíl – og friđađ fyrir löngu. Ţetta sviphreina hús var á sínum tíma Mekka leiklistar á Íslandi og hefur svo lengi, sem ég man, veriđ iđandi af lífi, gestrisni og spennandi gjörningum.

„En nú er hún Snorrabúđ stekkur“, sagđi skáldiđ Jónas. Ţađ er af sem áđur var. Og ţar sem ég geng inn um gamalkunnar dyr, lýstur ţeirri hugsun niđur í kollinn á mér, ađ líklega sé Iđnó í einhvers konar tómarúmi um ţessar mundir, hafi glatađ tilgangi sínum, og ađ framtíđin sé fullkomlega óráđin. Ţess vegna allt ţetta rú og stú – allt ţetta miskunnarlausa stílbrot og virđingarleysi fyrir sköpunarverki forfeđranna.

Lesa meira 

13.4.2018
Lúxusvandamál á fyrsta farrými
Bryndís Schram fjallar um Fólk, stađi, hluti, eftir Duncan Macmillan, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu ţann 13. apríl

Leikstjóri: Gísli Örn Garđarsson
Leikmynd Börkur Jónsson
Búningar: Katja Ebbel Fredriksen
Lýsing: Ţórđur Orri Pétursson
Tónlist: Gaute Tönder og Frode Jacobsen
Hljóđ: Garđar Borgţórsson
Leikgervi: Árdís Bjarnţórsdóttir,
Sýningarstjórn: Ţórey Selma Sverrisdóttir
Leikendur: Nína Dögg Filippusdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jóhann Sigurđsson, Björn Thors, Hannes Óli Ágústsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir

Höfundurinn, Duncan Macmillan (skoskara verđur ţađ varla) er nýjasta stjarnan á evrópska leikhúshimninum. Ţađ sem er óvenjulegt viđ eyjaskeggjann er, ađ hann hefur líka náđ fótfestu í leikhúsinu í Berlín og Vín. Verk hans, bćđi eigin höfundarverk og leikgerđ annarra höfunda, hafa fariđ sigurför um leiksviđ Evrópu. Hann var (ađ eigin sögn) misheppnađur leikari, en áttađi sig á ţví sjálfur í tćka tíđ. Ţar međ hófst frćgđarferill hans sem höfundar, leikgerđarhönnuđar og leikstjóra.

Lesa meira 

11.4.2018
FRĆGĐARFRÍKIĐ OG HIĐ FORBOĐNA
Bryndís Schram skrifar um leikhús:
HANS BLĆR eftir Eirík Örn Norđdahl
Leikhópurinn Óskabörn ógćfunnar í Tjarnarbíói, miđvikudaginn 11. Apríl, 2018
Leikstjóri: Vignir Rafn Valţórsson
Leikmynd, búningar og gervi: Brynja Björnsdóttir
Hljóđ: Áslákur Ingvarsson
Lýsing: Arnţór Ţórsteinsson og Kjartan Darri Kristjánsson
Vídeó: Roland Hamilton
Búningar: Enóla Ríkey
Guđssending: Sveinn Óskar Ásbjörnsson
Leikarar: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guđmundsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Sara Marti Guđmundsdóttir, Kjartan Darri Kjartansson

Eiríkur Örn Norđdahl er sér á parti. Engum líkur. Hann hefur sýnt ţađ í fyrri verkum sínum – jafnt í sögum sem ljóđum – ađ hann ţorir, ţegar ađrir ţegja. Hann skirrist einskis, hlífir engu. Afhjúpar og ögrar međ stćl. Ef ţér er auđveldlega ofbođiđ, er kannski best ađ halda sig fjarri. Höfundinum er nefnilega ekkert heilagt. Venjuviska og vanahugsun eru fyrstu fórnarlömb háđfuglsins. Ef ţađ er í lagi ţín vegna, ţá skaltu láta slag standa og hlusta á ţađ sem frćgđarfríkiđ (nýyrđi fyrir „media celebrity“) Hans Blćr, hefur ađ segja viđ áhorfendur í Tjarnarbíói. Ţetta er ósvikin skemmtun.

Lesa meira