Greinasafn

2019
 »maí

 »apríl
 »mars
 »febrúar
 »janúar
2018
 »desember
 »nóvember
 »október
 »september
 »ágúst
 »júlí
 »júní
 »maí
 »apríl
 »mars
 »febrúar
 »janúar
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008

Articles in English

6.5.2015
My dear Erin Olivia.

Read more

3.3.2015
Mi querida Andrea.

Read more

29.5.2014
DE PROFUNDIS : THE VOICE OF ANDALUCIA

Read more

23.4.2013
Curriculum BS

Read more

Greinar júlí 2018

31.7.2018
SAGAN EINS OG HÚN BLASIR VIÐ ÚT UM GLUGGA SÍBERÍUHRAÐLESTARINNAR
Ferðasaga Bryndísar og Jóns Baldvins. Þessi ferðasaga er tileinkuð gestgjöfum okkar,
Gunnari Snorra Gunnarssyni í Beijing og Mörtu Snæfríðardóttur Brancaccia í Berlín.

I.

Jón Baldvin:

Það eru 22 ár frá því við vorum seinast i Kína. Það var árið 1996. Við heimsóttum ellefu borgir á þremur vikum, fórum þvers og kruss um þetta meginland, sem Kína er. Þegar Mao skildi við, árið 1976, eftir rúman aldarfjórðung við stjórnvölinn, voru lífskjör í Kína svipuð og í Bangladesh, ca. 160 dollarar á mann á ári, segir Alþjóðabankinn.
Þegar við vorum hér þá, hafði Deng Xiaoping verið við völd í hálfan annan áratug. Umskiptin voru þá þegar sýnileg í helstu borgum og sveitahéruðum, sem brauðfæddu borgirnar. Opnun Dengs – virkjun markaðsafla undir styrkri stjórn – er stórtækasta og hraðskreiðasta þjóðfélagsbylting, sem sagan kann frá að greina. U.þ.b. 700 milljónum manna (af þessum 1.3 milljarði) hafði verið lyft upp úr miðaldaörbirgð til mannsæmandi lífskjara á undraskömmum tíma. Á liðnum árum hef ég reynt að lesa mér til um þessa super-byltingu af öllum tiltækum gögnum, en vissi þó, að þekking mín var gloppótt.
Vissi varla á hverju ég átti von.

Bryndís

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta stóð sem hæst. Jafnvel í Máraþorpinu okkar, efst á þessum hvíta kletti við hafið í Andalúsíu, var allt á öðrum endanum. Karlar á öllum aldri, sem annars virðast aldrei eiga erindi út fyrir hússins dyr – jafnvel konur og börn – þyrptust inn á torgið, þegar leið á kvöldið. Það var búið að koma fyrir stórum sjónvarpsskjá framan við nýja barinn, sem heitir reyndar Boteka, af því að þarna stóð einu sinni apótek. Það var á þeim tíma, sem þorpið á klettinum var og hét.

Lesa meira