Greinasafn

2019
 »júní

 »maí
 »apríl
 »mars
 »febrúar
 »janúar
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
2001
2000
1999
1998
1997
1996
1995
1994
1993
1992
1991
1990
1989

Articles in English

6.7.2018
Hvers konar kapitalismi? Hvađ eiga norrćna módeliđ og kínverska ţróunarmódeliđ sameiginlegt? Getum viđ lćrt eitthvađ af hvor öđrum?

Read more

28.6.2018
„THE MAN WHO LENT US HIS VOICE AFTER OURS´HAD BEEN SILENCED......“

Read more

2.11.2016
JBH interview Scotland

Read more

1.10.2016
Interviewed by the Lithuanian TV

Read more

14.9.2016
WHAT´S WRONG WITH EUROPE – AND WHY DON´T YOU FIX IT?

Read more

All articles in English

5.9.2008

KÓRVILLA AF VESTFJÖRĐUM

“En upp úr ţessu var Guđjóni Friđrikssyni sagt upp og hrökklađist hann ţá til Ísafjarđar. Ţar gerđi hann sé lítiđ fyrir og hóf ofsóknir á hendur Jennu og Hreiđari sem barnabókahöfundum .Ţađ voru hefndirnar.”
(úr dagbók Matthíasar Jóhannessen, skálds)

Hér er eitthvađ málum blandiđ, eins og reyndar hefur komiđ á daginn. Ţví fer víđs fjarri ađ Guđjón Fiđriksson hafi ”hrökklast” vestur á Ísafjörđ. Ég get trútt um talađ ţví ađ ég ţurfti ađ hafa talsvert fyrir ţví ađ “véla” hann vestur á sínum tíma. Í “Tilhugalífi” (útg. 2002, bls. 264) lýsi ég ţví međ eftirfarandi orđum:

“Ţađ var mikill happafengur ţegar mér tókst ađ véla Guđjón Friđriksson og ţáverandi konu hans, Ţuríđi Pétursdóttur, líffrćđing, til ađ kenna viđ (Mennta)skólann. Ég man ađ ég heimsótti ţau upp á háaloft ađ Austurstrćti 14 í Reykjavík ţar sem ţau bjuggu ţá. Ţau komu ţví beint úr hjarta borgarinnar í útlegđina vestur og reyndust bćđi prýđilega. Guđjón var ekki einasta skemmtilegur kennari í íslenskum frćđum og bókmenntum heldur líka stođ og stytta nemenda viđ útgáfustörf og reyndar einnig á leiksviđi, ţar sem hann lék međal annars á móti Bryndisí viđ góđar undirtektir. Ţuríđur var kvenskörungur mikill og var fljótlega komin á bólakaf í bćjarmálin sem frambjóđandi Alţýđubandalagsins.”

En hvađ međ meintar ofsóknir á hendur Jennu og Hreiđari sem barnabókahöfundum? Ađ ţví er einnig vikiđ í “Tilhugalífi” ţar sem fjallađ er um árin okkar Bryndísar viđ Menntaskólann á Ísafirđi. Ađalpersónan í ţví máli var upphaflega sögđ vera Sigríđur Dúna Kristmundsdóttir, doktor í mannfrćđi, síđar ţingkona Kvennalistans, prófessor viđ Háskóla Íslands og núverandi sendifrú í Osló. Sigríđur Dúna kenndi einn vetur viđ Menntaaskólann á Ísafirđi. Hún blandađist alsaklaus inn í ţetta mál eins og nánar er lýst í “Tilhugalífi” (bls. 265-66) undir fyrirsögninni “Ađ missa glćpinn.” En Guđjón Friđriksson kom ţar hvergi viđ sögu.

Ađ missa glćpinn

“Sigríđur Dúna bauđ upp á námskeiđ í íslenskum samtímabókmenntum sem valgrein. Á námskeiđinu var fariđ yfir sýnishorn af íslenskum barna- og unglingabókmenntum. Einn góđan veđurdag birtist heilsíđugrein í Ţjóđviljanum undirrituđ af nafngreindum nemendum viđ Menntaskólann á Ísafirđi, ţar sem veist var međ harkalegri gagnrýni ađ ţekktum höfundi unglingabókmennta.Í fyrirsögn var vísađ til ţess ađ taka bćri skemmdar bókmenntir af markađnum, rétt eins og skemmdar appelsínur. Ekki leiđ á löngu ţar til mér barst umburđarbréf frá menntamálaráđuneytinu út af ţessu máli. Ţví fylgdi jafnframt tilkynning og greinargerđ um yfirvofandi malshöfđun á hendur kennaranum fyrir meinta innrćtingu og jafnvel meiđyrđi um höfund unglingabókanna, sem vćri brot á lögum og reglum um óhlutdrćgni og háttvísi í kennslustofum sem reknar vćru af íslenska ríkinu.

Sjálfur var ég vel međvitađur um hćttuna á einhliđa umfjöllun og vilhallri eđa jafnvel beinlínis innrćtingu öfgaskođana, sérstaklega viđ kennslu í félagsvísindum og sögu og vissi af slíkum dćmum í einstaka skólum. Ég ţóttist hins vegar vita fullvel ađ Sigríđur Dúna vćri kvenna ólíklegust til ađ stunda slíka iđju eins og reyndar kom á daginn ţegar ég hafđi kynnt mér máliđ. Hún hafđi ekki vitađ af ţessu frumkvćđi nemenda, ađ birta ritsmíđina í Ţjóđviljanum og aldrei um hana fjallađ.

Loks barst mér stefna ásamt rökstuđningi fyrir sakargiftum frá Guđmundi Skaftasyni, hćstaréttarlögmanni, sem ég ţekkti lítilsháttar til en fyrst og fremst sem skattasérfrćđings. Ég tilkynnti menntamálaráđuneytinu ađ ég myndi verja máliđ sjálfur en ţótti eftir atvikum rétt, áđur en málflutningur hćfist í réttarsal, ađ skila greinargerđ međ málsvörn minni, bćđi tl ráđuneytisins og lögfrćđingsins.
Ég hlakkađi til ađ mćta fyrir rétti og reka ţetta mál sem mig grunađi ađ gćti orđiđ hiđ skrautlegasta, ef ekki beinlínis skrautblóm í hnappagat íslenskrar réttvísi. Ég var farinn ađ kynna mér sögufrćgan málflutning fyrir rétti í Suđurríkjum Bandaríkjanna sem spannst út af ţví ađ skólayfirvöld ţar bönnuđu ađ kenna ţróunarkenningu Darwins og kenndu sköpunarsögu bíblíunnar í stađinn.

Ég sá fyrir mér ađ ţessi málarekstur allur myndi auka mjög hróđur skólans og tryggja stóraukna ađsókn úr öllum landsfjórđungum ţví nemendur vildu auđvitađ vera viđ nám ţar sem svo alrćmdir kennarar “spilltu” ćskulýđnum og ţar sem vćri líf og fjör sem eftir vćri tekiđ. Ég hafđi dregiđ upp langan lista međ nöfnum skálda og rithöfunda, sem ég hugđist kalla fyrir réttinn, og vekja athygli á, hvernig háttađ vćri kennslu, umfjöllun og túlkun á bókum ţeirra í skólum landsins. Ţađ olli mér ţví verulegum vonbrigđum ţegar ég fékk hrađbréf í ábyrgđarpósti ţar sem mér var tilkynnt ađ máliđ vćri látiđ niđur falla. Mér leiđ eins og “manninum sem missti glćpinn.”

Viđ ţetta er svo sem engu ađ bćta. En hvernig ţessi uppákoma nokkurra nafngreindra nemenda viđ Menntaskólann á Ísafirđi á áttunda áratugnum getur orđiđ tilefni til gróusagna um Guđjón Friđriksson er mér hulin ráđgáta. Er ţađ ekki verđugt rannsóknarefni fyrir sagnfrćđinga, sér í lagi ţar sem sagnfrćđingurinn Guđjón Friđriksson kemur ţarna hvergi viđ sögu?

Jón Baldvin Hannibalsson (Höfundur var skólameistari viđ Menntaskólann á Ísafirđi 1970-79)

Deila á Facebook

Skrifa ummćli

Nafn
Netfang
Skilabođ
Skráđu inn ţetta orđ
í ţennan reit