1.4.2015

Ţeir sem ţora...

Ţegar Mikhail Gorbachev komst til valda áriđ 1985 varđ umbótastefna hans til ađ blása vindi í segl sjálfstćđishreyfinga í Eystrasaltslöndunum. Alţjóđa samfélagiđ hundsađi hins vegar hjálparbeiđni ţeirra. Ţá brugđust utanríkisráđherrar tveggja smáţjóđa, Íslands og Danmerkur, sem báđir höfđu persónulegan áhuga á málefnum Sovétríkjanna, viđ neyđarkallinu og gerđust málsvarar sjálfstćđissinna á alţjóđavetvangi.

ŢEIR SEM ŢORA lýsir baráttu Eystrasaltsríkjanna, – Eistlands, Lettlands og Litháen, – í skjóli umbótastefnu Mikaels Gorbasjovs, fyrir endurreisn sjálfstćđis ţeirra árin 1986 til 1991. Myndin fangar örlagaríka atburđarás sem fór af stađ í höfuđborgum Eystrasaltsríkjanna, Vilnius, Riga og Tallinn, í janúar 1991, ţegar Sovétherinn reyndi á grimmúđlegan hátt ađ kćfa anda frelsis og ganga milli bols og höfuđs á hreyfingum sjálfstćđissinna. Á ţessari örlagastundu var utanríkisráđherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, eini vestrćni utanríkisráđherrann sem heimsótti höfuđborgirnar ţrjár og sýndi međ ţví stuđning ţjóđar sinnar í verki.


Jón Baldvin Hannibalsson and Vytautas Landsbergis

Persónuleg tengsl og sérlegur áhugi Jóns Baldvins á Sovétríkjunum voru helsti hvatinn. Hann var, ásamt danska utanríkisráđherranum Uffe Elleman Jensen, dyggasti stuđningsmađur Eystrasaltsríkjanna innan Sameinuđu ţjóđanna, Nato og fleiri stofnanna og talađi máli ţeirra á vettvangi alţjóđlegrar stjórnmálaumrćđu ţegar fćri gafst. Ţeir gerđu sér báđir grein fyrir ţví ađ alţjóđasamfélagiđ hafđi í raun lítinn sem engan áhuga á ţessum litla afkima Sovétríkjanna og voru jafnframt ţeirrar skođunar ađ innlimun Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin í seinni heimstyrjöldinni stćđist ekki lög. Vestrćnu stórveldin voru á ţessum tíma önnum kafin viđ ađ gćta annarra “mikilvćgari” hagsmuna , sem voru stríđsrekstur í Írak og sameining Ţýskalands, og ţeim var jafnframt umhugađ um ađ veikja ekki stöđu Gorbasjovs heima fyrir. Í kjölfar valdaráns í Moskvu í águst 1991 varđ Ísland fyrsta ríki heims til ađ viđurkenna sjálfstćđi Eystrasaltsríkjanna. Í kjölfariđ fylgdi hröđ atburđarás og Sovétríkin heyrđu sögunni til í desember sama ár.