2.5.2017

EES-samningurinn (um evrópska efnahagssvęšiš) var undirritašur viš hįtķšlega athöfn ķ Kauphöllinni ķ Oporto žann 2. maķ, 1992, fyrir aldarfjóršungi.

Fyrstir til aš undirrita samninginn voru forsętisrįšherra Portśgals, Anibal Cavaco Silva, sem var ķ forsęti fyrir Evrópubandalaginu og utanrķkisrįšherra Ķslands, sem žį var formašur rįšherrarįšs EFTA , og heitir aš eftirnafni Hannibalsson. Aš undirskrift lokinni tókumst viš ķ hendur. Meš vķsan til skyldleika nafnanna stóšst ég ekki mįtiš og sagši: „Žessar undirskriftir gefa til kynna, aš įhrifa Hannibals gętir nś langt noršur yfir Alpana“.

Hvers vegna EES? Hvers vegna gįtu EFTA-rķkin sjö – fjögur Noršurlanda og žrjś Alpalönd, Sviss, Austurrķki og Lichtenstein – ekki bara gengiš ķ Evrópubandalagiš? Fyrir žvķ voru żmsar įstęšur. Fjögur EFTA-rķkjanna voru hlutlaus (Finnland, Svķžjóš, Sviss og Austurrķki). Ašild aš Evrópubandalaginu samrżmdist ekki hlutleysisstefnu žeirra (e.non-alliance).

Innri markašur ESB

Evrópubandalagiš var fyrir sitt leyti svo upptekiš af žvķ aš undirbśa framkvęmd innri markašarins (og sameiginlegs gjaldmišils ķ framtķšinni), aš fjölgun ašildarķkja var ekki į dagskrį aš sinni. En žótt pólitķkin vęri öndverš, knśšu gagnkvęmir višskiptahagsmunir į um lausn. Žaš gat ekki bešiš. Žótt EFTA-rķkin teldust vera smįžjóšir į jašri Evrópubandalagsins, voru žęr engu aš sķšur efnahagslega sterkar. Sameiginlega stóšu žęr fyrir meiri višskiptum viš Evrópubandalagiš en Bandarķkin og Japan til samans. Žaš voru gagnkvęmir hagsmunir, aš žęr yršu fullgildir ašilar aš innri markašnum, sem var ķ smķšum.

Jacques Delors tók aš sér hlutverk brśarsmišsins. Ķ ręšu į Evrópužinginu ķ Strassbourg ķ upphafi įrs 1989 bauš hann EFTA-rķkjunum til samningavišręšna. Ķ tilboši hans fólst ašild aš innri markašnum, sem var meginmįliš. Varšandi stjórnsżslu samningsins lagši hann til tveggja stoša lausn til aš fyrirbyggja, aš lög og reglur um innri markašinn brytu ķ bįga viš fullveldi EFTA-rķkjanna. Seinna hefur veriš upplżst – m.a. ķ endurminningum Gro Harlem-Brundtland, forsętisrįšherra Noregs, aš Delors hafši undirbśiš jaršveginn meš višręšum ķ bręšralagi sócķal-demókrata ķ Skandķnavķu og Austurrķki. Eftir žęr višręšur žóttist hann viss um jįkvęšar undirtektir.

Ķ framhaldinu tók Gro frumkvęšiš. Hśn bauš forsętis- og utanrķkisrįšherrum EFTA-rķkjanna sjö til fundar ķ skķšaparadķsinni, Holmenkollen, fyrir utan Osló ķ mars 1989. Žar įtti aš leggja į rįšin um višbrögš viš frumkvęši Delors. Fyrir Ķslands hönd męttu žar Steingrķmur Hermannsson, forsętisrįšherra og undirritašur, žįverandi utanrķkisrįšherra. Af framsöguręšum forsętisrįšherranna mįtti rįša, aš undirtektir viš śtspili Delors vęru jįkvęšar. Sumir žeirra tķundušu žó meiri fyrirvara en ašrir. Žeirra į mešal var forsętisrįšherra vor. Hans fyrirvari var um fisk (og reyndar sitthaš fleira), en settur fram ķ fślustu alvöru. Viš sögšum reyndar bįšir, aš ef EFTA-rķkin tękju ekki upp frķverslun meš sjįvarafuršir sķn ķ milli (eins og išnašarvörur), og mörkušu sér sameiginlega samningsstöšu gagnvart hinni sameiginlegu fiskveišistefnu Evrópubandalagsins (sem kvaš į um ašgang aš aušlindum fyrir ašgang aš mörkušum), žį gęti Ķsland ekki veriš meš.

Frķverslun meš fisk

Fyrst ķ staš leit śt fyrir, aš samstašan gęti strandaš į žessu. M.a.s. Svisslendingar töldu sig žurfa aš vernda sinn vatnafisk. Sama mįli gegndi reyndar um Finna og Svķa. Aš lokum var žaš Ingvar Carlsson, forsętisrįšherra Svķa, sem tók af skariš. Hann beitti sér fyrir žvķ ķ einkavišręšum viš starfsbręšur sķna frį Finnlandi og Sviss, aš žeir gęfu eftir sķna fyrirvara ķ nafni allsherjar samstöšu: meiri hagsmunir fyrir miklu minni. Žaš varš nišurstašan. Ķslendingar męttu gjarnan minnast žess, aš forsętisrįšherra vor, Steingrķmur Hermannsson, hélt vel į brżnustu žjóšarhagsmunum Ķslendinga į žessum fundi. Viš skulum lķka minnast žess, aš viš įttum hauk ķ horni, žar sem Ingvar Carlsson var. Žaš į aš fara ķ sögubękurnar.

En žar meš var björninn svo sem ekki unninn. Aš loknum Holmenkollen fundinum hófust könnunarvišręšur, žar sem žetta risavaxna samningssviš var kortlagt. Sjįlfar samningavišręšurnar hófust haustiš 1989. EFTA-rķkin höfšu žann hįtt į aš skipta meš sér formennsku ķ rįšherrarįšinu. Žegar samningavišręšurnar byrjušu fyrir alvöru, var Ķsland ķ formennsku. Žaš fór hrollur um sérfręšingana ķ rįšuneytum samtarfsžjóšanna. Žaš lak śt ķ sęnsku pressuna, aš mandarķnum sęnsku stjórnsżslunnar vęri órótt. Hvernig var unnt aš ętlast til žess, aš hin örsmįa utanrķkisžjónusta Ķslands réši viš svo risavaxiš verkefni? Žetta var įšur en žeir höfšu kynnst fyrir alvöru Hannesi Hafstein, ašalsamningamanni Ķslands. Žegar upp var stašiš, var ašalsamningamašur Ķslands (og EFTA ķ upphafi, um mišbik og lok samningstķmans) rómašur sem einhver haršsvķrašasti samningažjarkur, sem hin žżsk-leidda samningavél Evrópubandalagsins hafši kynnst. Hannes fékk reyndar fljótlega višurnefniš „Herra Nei“, heišursnafnbót, sem hann bar meš rentu.

Žegar ašalsamningamašur ESB tilkynnti, aš hann hefši ekkert umboš til aš falla frį kröfunnni um ašgang aš aušlindum fyrir ašgang aš markaši, svaraši Hafstein žvķ til f.h. EFTA, aš žį vęri ekki um neitt frekar aš ręša – og strunsaši śt. EFTA hafši jś samžykkt aš gera frķverslun meš fisk aš sameiginlegu samningsmarkmiši. Į žaš var lįtiš reyna til žrautar. Nišurstašan varš endanlega sś, aš Ķslendingar (og žar meš Noršmenn og Fęreyingar) fengu žvķ sem nęst fulla frķverslun meš fisk (96.6%) fyrir lķtilfjörlegar veišiheimildir ESB, tķmabundnar. Žar aš auki fékkst undanžįga frį rétti annarra rķkja til fjįrfestinga ķ ķslenskum sjįvarśtvegi. Sś undanžįga stendur enn.

Hrakspįr

EES-samningurinn er langsamlega umfangsmesti og mikilvęgasti millirķkjasamningur, sem ķslenska lżšveldiš hefur nokkru sinni gert. Meš gildistöku hans 1994 stękkaši heimamarkašur okkar śr 300 žśsund manns ķ 300 milljónir, og sķšar ķ 500 milljónir meš stękkun Evrópusambandsins. Meš samningnum erum viš fullgildir ašilar aš innri markaši ESB – stęrsta frķverslunarmarkaši ķ heiminum. Samningurinn er sķvirkur ķ žeim skilningi, aš lög og reglur um starfsemi innri markašarins eru innleiddar ķ löggjöf ašildarrķkja jafnóšum og žęr verša til.

Fyrir gildistöku samningsins, frį įrinu 1988 til 1994, var Ķsland ķ djśpri efnahagslęgš, reyndar žeirri lengstu į lżšveldistķmanum. Žaš var langvarandi samdrįttur ķ sjįvarafla, versnandi višskiptakjör og neikvęšur hagvöxtur įr frį įri. Žetta žżddi umtalsvert atvinnuleysi. Žaš gerbreyttist eftir gildistöku EES-samningsins. Žar meš hófst öflugt hagvaxtarskeiš, uppgangur śtflutningsgreina, meirihįttar fjįrfestingar, vaxandi kaupmįttur og blómleg nżsköpun. Į skömmum tķma voru Ķslendingar komnir ķ hóp rķkustu žjóša heims.

En žvķ fór fjarri, aš Ķslendingar vęru į einu mįli um įgęti EES-samningsins. Sjįlfstęšisflokkurinn var į móti samningnum ķ stjórnarandstöšu og bošaši ķ stašinn frķverslunarsamning um fisk viš ESB, sem reyndar var ekki ķ boši. Eftir kosningar 1991 skipti flokkurinn um stefnu, en klofnaši samt ķ mįlinu viš atkvęšagreišslu į Alžingi. Samningurinn var efnislega aš mestu frįgenginn ķ rķkisstjórnartķš Steingrķms Hermannssonar (1988-91) meš samningsumboši Framsóknar og Alžżšubandalags. En fyrir Alžingiskosningarnar 1991 snerust žessir stjórnarflokkar harkalega öndveršir viš žessu stęrsta mįli rķkisstjórnarinnar. Reyndar fóru žeir hamförum ķ kosningabarįttunni gegn samningnum, sem žeir fundu allt til forįttu.Helstu talsmenn žessara flokka spįšu žvķ, aš spęnski flotinn mundi leggja undir sig Ķslandsmiš, aš landiš mundi fyllast af portśgölskum verkamönnum og aš žżskir auškżfingar mundu kaupa upp laxveišiįr og óšul fešranna. Žeir haršsvķrušustu fullyrtu jafnvel, aš landiš mundi į endanum glata nżfengnu sjįlfstęši sķnu. Žaš žótti fréttnęmt ķ śtlöndum, aš umręšur į Alžingi um EES-samninginn tóku lengri tķma en ķ žjóšžingum allra hinna ašildarrķkjanna til samans – og reyndar lengri tķma en sjįlf kristnitakan žśsund įrum įšur.

Eftir į, ķ ljósi reynslunnar, vilja fęstir kannast viš hrakspįrnar og landrįšabrigslin. Steingrķmur Hermannsson višurkennir ķ ęvisögu sinni, aš kśvendingin ķ EES-mįlinu fyrir kosningarnar 1991 hafi veriš stęrstu mistökin į stjórnmįlaferli hans. Žau mistök hafa dregiš langan slóša į eftir sér ķ ķslenskum stjórnmįlum. Alžżšuflokkurinn, sem einn flokka stóš heill og óskiptur meš EES-samningnum, taldi sig ekki geta tryggt samningnum brautargengi į Alžingi ķ įframhaldandi vinstristjórn. Žar meš var Sjįlfstęšisflokkur Davķšs Oddssonar eiddur til valda. Allir vita, hvernig žaš fór aš lokum.

Lof og last

Sś var tķš, į uppgangsįrunum fyrir og eftir aldamótin sķšustu, aš flestir lofušu og prķsušu EES-samninginn sem buršarstoš ķslensks efnahagslķfs. Žetta gilti lķka um flesta žį, sem höfšu fariš hamförum gegn samningnum. Žį vildu hins vegar gjarnan flestir žessa Lilju kvešiš hafa. Žaš gilti ekki sķst um fyrrverandi andstęšinga, sem sögšu, aš samningurinn vęri svo góšur, aš viš žyrftum ekki aš ganga ķ Evrópusambandiš.

Eftir Hruniš 2008 breyttist žetta enn ķ hugum margra. Žį sögšu menn sem svo, aš ef EES-samningurinn hefši ekki opnaš allar gįttir fyrir frjįlst flęši fjįrmagns til og frį landinu, hefšum viš kannski getaš foršast Hruniš. EES-samningurinn hefši opnaš allt upp į gįtt, įn žess aš tryggja nęgilegt eftirlit og śrręši til aš taka ķ taumana, ef śr hófi keyrši. Meš öšrum oršum, aš lög og reglugeršir Evrópusambandsins um fjįrmįlastofnanir og fjįrmįlamarkaši, sem innleiddar hefšu veriš į evrópska efnahagssvęšinu įriš 1999, hefšu ekki dugaš, žegar į reyndi.

Sömu mönnum vefst gjarnan tunga um tönn, žegar į žaš er bent, aš Noregur innleiddi sömu reglur og viš. Samt varš ekkert Hrun ķ Noregi. Sömu reglur, en ekkert Hrun. Hvers vegna ekki? M.a. vegna žess, aš norski Sešlabankinn setti žann fyrirvara varšandi lįgmarkstryggingu sparifjįreigenda, aš žęr giltu ašeins um innistęšur ķ norskum krónum. Žetta žżddi, aš norskir bankar rįku ekki śtibś ķ śtlöndum į įbyrgš norska tryggingasjóšsins, heldur dótturfyrirtęki meš bankaleyfi og undir eftirliti og į įbyrgš gistirķkja. Žess vegna var t.d. ekkert Icesave ķ Noregi. Veldur hver į heldur.

Langlķfi?

EES-samningurinn hefur reynst vera mun langlķfari en viš, sem aš honum stóšum ķ upphafi, geršum rįš fyrir. Ķ okkar hugum var hann brśarsmķš, sem įtti aš brśa bil ķ sögulegri žróun, sem viš geršum rįš fyrir, aš yrši skammvinnt. Reynslan hefur kennt okkur, rétt einu sinni enn, aš skżst žótt skżrir séu. Į 20 įra afmęlinu frį gildistöku, ž.e. į įrinu 2014, efndu stjórnvöld ķ Noregi og Lichtenstein til višamikillar rannsóknar į reynslunni af EES-samningnum. Hinum lęršu skżrsluhöfundum bar saman um, aš efnahagslegur įvinningur samningsins fyrir ašildarrķkin vęri óumdeilanlegur og ómetanlegur. Įn ašildar aš innri markaši ESB vęru EFTA-rķkin, sem eftir standa, ķ vonlķtilli stöšu. Žau ęttu žį fįrra annarra kosta völ en aš ganga ķ Evrópusambandiš.

Žaš hefur hins vegar oršiš ę ljósara į seinni įrum, aš fullri ašild fylgja alvarlegir ókostir, ekki sķst vegna skilpulagsbęklunar peningamįlasamstarfsins. Žess vegna er žaš, aš žeir sem eru af żmsum įstęšum andstęšingar Evrópusambandsašildar lķta meš velžóknun į EES-samninginn. Žaš er engin góšgį aš kalla EFTA-rķkin aukaašila aš ESB. Žau njóta kostanna, sem fylgja ašild aš innri markašnum, en eru laus viš meinta ókosti peningamįlasamstarfsins og sameiginlegu fiskveišistefnunnar, svo aš dęmi séu nefnd.

M.a. s. Bretar, verša aš ķhuga žaš vandlega eftir śtgöngu sķna śr ESB, hvort EFTA-ašild – og žar meš ašild aš innri markašnum – leysi žann efnahagsvanda, sem žeir ella standa frammi fyrir. En žaš vefst fyrir gamla stórveldinu aš sętta sig viš žį skeršingu į fullveldi, sem EFTA-ašild hefur ķ för meš sér. Žaš getur vafist fyrir gömlum nżlenduherrum aš sętta sig viš aš fį meginiš af löggjöf sinni um efnhags- og višskiptamįl ķ faxi frį śtlöndum, įn žess aš eiga žar nokkurn hlut aš mįli. En žaš hefur ekki vafist fyrir smįžjóšum eins og Noregi, Ķslandi og Lichtenstein. Kannski lķta žęr į fullveldisskeršinguna sem fórnarkostnaš fyrir ašlögun aš višskiptahįttum ķ hnattvęddum heimi. Og heimastjórnin ķ Skotlandi hefur formlega lżst žvķ yfir, aš innganga ķ EFTA, og žar meš ašild aš innri markaši ESB, sé einn žeirra valkosta, sem sjįlfstętt Skotland stęši frammi fyrir – eftir Brexit.

Evrópusambandiš er nś um stundir ķ tilvistarkreppu, sem ekki er séš fyrir endann į. Žaš er žvķ ekki ķ stakk bśiš til aš taka viš nżjum ašildarrķkjum ķ nįinni framtķš. Žaš žżšir, aš EES-rķkin žrjś, Noregur, Ķsland og Lichtenstein, munu halda daušahaldi ķ EES-samninginn. Hann mun reynast žeim haldreipi enn um hrķš. Og kannski Skotland – og jafnvel Fęreyjar og Gręnland – bętist brįtt ķ hópinn. Hver veit?

Jón Baldvin Hannibalsson Höfundur var utanrķkisrįšherra Ķslands 1988-1995