AMERÍSKT ÓJAFNAÐARÞJÓÐFÉLAG EÐA NORRÆNT VELFERÐARRÍKI?

Viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formann Alþýðuflokksins, um erindisbréf jafnaðarmanna á öld hins hnattvædda kapitalisma, og sitthvað fleira. Viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formann Alþýðuflokksins, um erindisbréf jafnaðarmanna á öld hins hnattvædda kapitalisma, og sitthvað fleira.

ENDATAFL KALDA STRÍÐSINS – HLUTUR ÍSLANDS : MÁ EITTHVAÐ AF ÞESSU LÆRA?

Við erum stödd í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardegi Dana, 6. Júní árið 1990 – fyrir næstum aldarfjórðungi síðan. Utanríkisráðherrar Evrópuríkja, sem og Bandaríkjanna og Kanada, eru hér samankomnir. Fundurinn var einn af mörgum, sem snerust um að binda endi á Kalda stríðið. Á dagskrá þessara funda voru samningar um afvopnun og samdrátt í herafla; um friðsamlega sambúð fyrrverandi fjandmanna; um virðingu fyrir almennum mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti þjóða.Við erum stödd í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardegi Dana, 6. Júní árið 1990 – fyrir næstum aldarfjórðungi síðan. Utanríkisráðherrar Evrópuríkja, sem og Bandaríkjanna og Kanada, eru hér samankomnir. Fundurinn var einn af mörgum, sem snerust um að binda endi á Kalda stríðið. Á dagskrá þessara funda voru samningar um afvopnun og samdrátt í herafla; um friðsamlega sambúð fyrrverandi fjandmanna; um virðingu fyrir almennum mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti þjóða.

Hvað sögðu nemendur um námskeið Jóns Baldvins?

Eins og vikið er að í greininni: Háskóli Íslands – Talíbanar í fílabeinsturni? hófst samstarf stjórnmálafræðideildar HÍ við mig haustið 2009. Efni námskeiðsins var: Geta smáþjóða til að gæta hagsmuna sinna og hafa áhrif í alþjóðakerfinu. – Prófessor við deildina fylgdi námskeiðinu úr hlaði með inngangserindi um ríkjandi kenningar um stöðu smáþjóða í alþjóðasamskiptum. Ég fylgdi þessu eftir með því að rekja dæmi um stöðu og áhrif smáþjóða í því kerfi alþjóðasamskipta, sem byggt hefur verið upp eftir Seinna stríð. Í mörgum tilfellum gat ég miðlað af eigin reynslu, eins og t.d.varðandi hafréttarmál og þorskastríð, samninga við Evrópusambandið (EES) og frumkvæði Íslands að stuðningi alþjóðasamfélagsins við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða.

Svipmynd: RAUÐI ÞRÁÐURINN……

Arnór elsti bróðir minn var, eftir því sem ég best veit, fyrsti maðurinn af Vesturlöndum eftir stríð til að útskrifast úr háskólanum í Moskvu. Hann stundaði þar nám á árunum 1953 (árið sem fjöldamorðinginn Stalín hrökk upp af) til 1959. Næstu tvö árin stundaði hann framhaldsnám í heimspeki (m.a. hjá Kolakowski) í Kraká og Varsjá. Báðir voru þeir Árni Bergmann og hann, en þeir voru samtímis í Moskvu, vistaðir þar fyrir milligöngu Einars Olgeirssonar gegnum flokkstengsl.

VÉLARVANA SKIP Í ÓLGUSJÓ, viðtal við JBH úr Reykjavíkurblaði

  • Minnihlutastjórn situr meðan sætt er
  • Stjórnarandstaðan fangi fortíðar sem leiddi til hruns
  • Verða skyndikosningar neyðarúrræðið

„Ég get sennilega ekki svarað því í einu orði, von eða vonbrigði,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra þegar Reykjavík spurði hann að því hvað nýtt ár boðaði þjóðinni. Þegar við setjumst inn í stofu í hlýlegu sveitasetri hans í Mosfellsbæ, á meðan vetrarkuldinn og kafsnjórinn blasa við fyrir utan, útskýrir hann hvers vegna svarið við spurningunni sé ekki einfalt.

FRÆGÐIN AÐ UTAN

Hvað getur umheimurinn lært af fordæmi Íslands um það, hvernig á að vinna sig út úr kreppu, án þess að slíta í sundur samfélagsvefinn?

Þetta var „ milljóndollaraspurningin“, sem heimsfrægir hagfræðingar voru fengnir til að svara í Hörpunni (var hún ekki annars byggð fyrir Icesave-þýfið mestan part?) um daginn í kveðjuhófi IMF (AGS). Það vakti athygli mína, að hver og einn hinna heimsfrægu fann það helst til eftirbreytni, sem féll eins og flís við rass inn í fyrirfram mótaða mynd þeirra sjálfra um það, hvað bæri að gera og hvað ætti að forðast.

Í BÁL OG BRAND Á NORÐURLANDARÁÐSÞINGI

Um daginn fékk ég netpóst frá Íslendingi í Svíþjóð, sem rifjaði upp hálfgelymda sögu af því, hvernig allt fó í uppnám á Norðurlandaráðsþingi í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík snemma árs 1985. Bréfritarinn segist hafa séð af mér mynd á netinu, og þá hafi rifjast upp fyrir honum, að ég sé trúlega sami maðurinn og olli samgönguráðherra Svíþjóðar hugarangri, þegar hann sneri heim frá Norðurlandaráðsþinginu þetta ár. Bréfritann var nefnilega einkabílstjóri ráðherrans. En hvers vegna var ráðherrann í vondu skapi? Það er saga að segja frá því. Hér kemur hún. Um daginn fékk ég netpóst frá Íslendingi í Svíþjóð, sem rifjaði upp hálfgelymda sögu af því, hvernig allt fó í uppnám á Norðurlandaráðsþingi í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík snemma árs 1985. Bréfritarinn segist hafa séð af mér mynd á netinu, og þá hafi rifjast upp fyrir honum, að ég sé trúlega sami maðurinn og olli samgönguráðherra Svíþjóðar hugarangri, þegar hann sneri heim frá Norðurlandaráðsþinginu þetta ár. Bréfritann var nefnilega einkabílstjóri ráðherrans. En hvers vegna var ráðherrann í vondu skapi? Það er saga að segja frá því. Hér kemur hún.

NÝ STEFNUSKRÁ HANDA JAFNAÐARMÖNNUM

Dagana 13. til 22. maí, 2011 komu um 370 stúdentar frá 40 þjóðum saman í Thüringen í Þýskalandi til þess að skiptast á skoðunum um frelsið. Gestgjafinn var samstarfsnet háskóla í Türingen – í borgunum Weimar, Jena, Erfurt, Ilmenau o.fl.. Þetta var í tíunda sinn, sem þessir aðilar efna til alþjóðlegs málþings af þessu tagi. Íbúar þessara háskólaborga opna heimili sín fyrir gestum þessa tíu daga, sem málþingið stendur. Við það myndast tengsl milli heimamanna og hinna erlendu gesta, sem einatt standa órofin, löngu eftir að gestirnir hafa kvatt og horfið til sinna heima.

HVAÐ HEFUR LÝÐVELDIÐ ÞEGIÐ Í ARF – FRÁ SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM?

Hugleiðingar í tilefni af bók Þórs Whitehead um “Sovét Ísland”. Grein skrifuð í febrúar 2011

Athugasemd skrifuð 17.6.2011: Jakob Ásgeirsson, ritstjóri ÞJÓÐMÁLA, sendi höfundi þessara hugleiðinga bók Þórs Whitehead, Sovét-Ísland, með beiðni um umsögn. Að fenginni eftirfarandi ritsmíð hafnaði ritstjórinn birtingu og sagði “ekki við hæfi að þetta litla tímarit mitt birti gagnrýni af þessu tagi á hægri stefnu á Íslandi. Þjóðmál voru einmitt sett á fót til að koma öndverðum sjónarmiðum á framfæri, þar sem það væri svo hressileg vinstri slagsíða á fjölmiðlum á Íslandi (Morgunblaðið var þá nánast ómengað vinstra blað). Þjóðmál er því ekki vettvangur fyrir ólík sjónarmið (leturbreyting JBH)… heldur ákveðið hægri blað, sem heldur fram hægri sjónarmiðum. Ég get því ekki birt greinina, því að hún er bein árás á hægri stefnu og á því heima á öðrum vettvangi.” – Þá vitum við það. Ég vek athygli á, að hugleiðingar mínar eru um bók sem ber heitið SOVÉT-ÍSLAND. JBH

P.s.Þessi grein hefur verið á vergangi mánuðum saman. Hún var pöntuð fyrir ÞJÓÐMÁL – en hafnað af ritstjóranum að loknum lestri, sbr. ummælin hér að ofan. Þá var hún send til birtingar í TMM. Karl Th. Birgisson vildi fá hana til birtingar í Herðubreið, en það hefur dregist, að HERÐUBREIÐ líti dagsins ljós. Þá var hún endursend til Guðmundar Andra á TMM – en um seinan. Ekki veit ég, hvers Sovét-Ísland – óskalandið hans Þórs Whitehead á að gjalda. Greinin er ekki um þá bók, heldur er hún hugleiðingar, sem vöknuðu við lestur þeirrar bókar, um íslenska valdakerfið. Hér birtist hún loksins á heimasíðu minni, eftir ómælda hrakninga, aðgengileg þeim sem áhuga hafa á efninu. – Sami