Úkraína í herkví:

AFTURGÖNGUR SÖGUNNAR Má rekja neyðarástandið sem umlykur Úkraínu til sögulegra mistaka leiðtoga Vesturveldanna, þegar samið var við Gorbachev um endalok Kalda stríðsins á árunum um og upp úr 1990? Marshalláætlun/ Yavlinsky- program? Það varð snemma ljóst, að leiðtogar Vesturveldanna – sér í lagi Bush eldri, Bandaríkjaforseti –   voru gersamlega óviðbúnir hruni Sovétríkjanna. Þeir brugðust við … Continue reading “Úkraína í herkví:”

Fiskveiðiheimildir  og framsal: 30 ÁRA STRÍÐIÐ- MÁL AÐ LINNI?                      

Eignarréttur og nýtingarréttur. Þessi tvö lykilhugtök nálgast kjarna málsins, þegar að því kemur að öðlast skilning á því,  um hvað yfirstandandi 30 ára stríð um fiskveiðistjórnun Íslendinga snýst. Sjónvarpsþættir Vesturports um verbúðina Ísland hafa vakið þjóðarathygli. En þar sem stríðinu er hvergi nærri lokið gefur nývakinn áhugi tilefni til að draga aðalatriðin fram í dagsljósið … Continue reading “Fiskveiðiheimildir  og framsal: 30 ÁRA STRÍÐIÐ- MÁL AÐ LINNI?                      “

LAND TÆKIFÆRANNA

Það fer vart fram hjá neinum, að nýfrjálshyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum heyr nú kosningabaráttu sína undir kjörorðinu: „Land tækifæranna“. Það rifjar upp fyrir mér, að fyrir nokkrum árum birti tímaritið Economist sérstaka skýrslu um norræna módelið. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu, að norræna módelið væri „the most successful socio-economic model on the planet“, á öld hnattvæðingar.Í … Continue reading “LAND TÆKIFÆRANNA”

Ingibjörg Björnsdóttir, minning

Ég var fjarri fósturjarðarströndum þann 19. ágúst s.l., þegar Ingibjörg Björnsdóttir var kvödd hinstu kveðju. En mér rennur bóðið til skyldunnar að minnast hennar fáeinum vel völdum orðum,  því að hún var eftirminnilegur samstarfsmaður minn þann skamma tíma,  sem ég gegndi embætti fjármálaráðherra (1987-88). Það var stuttur tími, en við bættum það upp með því … Continue reading “Ingibjörg Björnsdóttir, minning”

AÐGERÐIR GEGN SÍVAXANDI ÓJÖFNUÐI. Hagfræðingaseminar í Vilníus í leit að lausnum

Þann 21. júní s.l. bauð deildarforseti Hagfræðideildar Háskólans í Vilníus mér að vera málshefjandi á málþingi með nokkrum hagfræðingum  þjóðhagfræðideildarinnar um ofangreint efni. Meðal þátttakenda voru prófessorar, sem verið hafa ráðgjafar ríkisstjórna og aðrir, sem fjölmiðlar leita helst í smiðju til, í umsögnum um stefnumótun í efnahagsmálum. Deildarforsetinn, Aida Macerinskiene, stýrði fundi. Ég hóf málþingið … Continue reading “AÐGERÐIR GEGN SÍVAXANDI ÓJÖFNUÐI. Hagfræðingaseminar í Vilníus í leit að lausnum”

“Endurreist sjálfstæði Eystrasaltsþjóða var upphafið að endalokum Sovétríkjanna”

segir Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðaherra Íslands í viðtali við ríkissjónvarpið í Litáen „Ég verð aldrei svo gamall, að ég geti gleymt þeirri lífsreynslu að vera með ykkur í Vilníus þessa örlagaríku daga og nætur í janúar 1991, þegar Rauði herinn hafði fengið fyrirmæli um að brjóta sjálfstæðisbaráttu ykkar á bak aftur með valdi. Þarna … Continue reading ““Endurreist sjálfstæði Eystrasaltsþjóða var upphafið að endalokum Sovétríkjanna””

Sáttur við niðurstöðuna

Jón Baldvin kveðst aðspurður ekki ætla að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í meiðyrðamáli hans gegn RÚV og heimildarmanni þess (til vara). Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið er – og það er langmikilvægast – að svívirðulegustu ásakanirnar, bæði ósannar og gróflega ærumeiðandi, voru afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Það skiptir sköpum.

Fjórða dómstigið

Jón Baldvin kveðst aðspurður ekki ætla að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í meiðyrðamáli hans gegn RÚV og heimildarmanni þess. Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið er – og það er langmikilvægast – að svívirðulegustu ásakanirnar, bæði ósannar og gróflega ærumeiðandi, voru afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Það skiptir sköpum. Hitt skiptir minna … Continue reading “Fjórða dómstigið”

Norræna módelið vísar veginn

1. Pólitík snýst um völd og áhrif Það fer ekki á milli mála, að vald eigenda fjármagns og fyrirtækja er gríðarlegt í kapítalísku hagkerfi. Ákvörðunarvaldið um fjárfestingar og framkvæmdir, sem afkoma okkar allra byggir á, er að stærstum hluta í þeirra höndum. Valdið á vinnumarkaðnum til að ráða og reka er í höndum þeirra. Ef … Continue reading “Norræna módelið vísar veginn”

Söguburður

Haustið 2013 birti DV (helgarblað 27.-29. sept) kæru Aldísar Schram á hendur JBH til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er að finna allar sömu sögurnar sem Stundin og aðrir fjölmiðlar hafa nú rifjað upp sex árum síðar. Sömu nöfn – sömu sögur. Eina undantekningin er sviðsetning Carmenar Jóhannsdóttur „á þakinu“ sem fjallað er um í … Continue reading “Söguburður”