Þó Bryndís Schram brosi gegnum tárin er hún miklu meira en fegurðardrottning, hvað þá ballerína og mun meira en aðeins eiginkona eins af okkar svipmestu stjórnmálamönnum.
Það sem gerir þessa bók skemmtilega er að hún er svo full af lífi að það hálfa væri nóg. Reyndar sáum við þessa forvitni og lífsneista á skjánum, enda er hún ein af okkar allra besta sjónvarpsfólki, en það var engin tilgerð því sama lífsins libidó færir líf í tilveruna hvert sem hún fer, hvort sem það er vestur á fjörðum, í fjölmiðlafansinum fyrir sunnan eða í kalklituðum fjallahúsunum í Salobreña.
Og allir verða fyrir þessu fjöri, hvort sem það eru aðsópsmiklir stjórnamálamenn eða innflytjendur á Spánarströndum, nágrannar í kalklituðu húsunum (sem eru kannski að skipta um konu) eða hvað sem er. Þessir titlar einsog ráðherra- eða sendiherrafrú er eins og hver önnur flík sem hún hefur farið í, en innst inni er hún alþýðukona með listamannsinnsæi, reyndar svo að í viðkynningu greinir hún vart á milli Gorbasievs og innflytjenda á götunni. Tragedíur hennar gefa þeim grísku heldur ekkert eftir og ferðalögin verða oft að “odiseum”.
En það er reið Bryndís sem lítur hér um öxl, svo það kveður líka við nýja tón og kemur stundum á óvart hvert honum er beint. Henni er heldur ekki stirt um stef svo frásögnin er leiftrandi skemmtileg og lifandi eins og höfurndurinn. Bók full af lífi nema hvað.
Til hamingju með hana, Bryndís.