Allir sem þekkja okkur Jón Baldvin, vinir og kunningjar, vita, að við erum hvorki ruddar né dónar. Við erum mannvinir, og umgöngumst fólk af virðingu og væntumþykju – kannski forvitni, en aldrei óþarfa ágengni. Hvað þá, ef við þekkjum fólk ekki neitt og höfum aldrei séð áður.
Þannig var það með hana Carmen, sem ég hafði aðeins hitt einu sinni eða tvisvar áður og þekkti lítið. Nú var hún komin í heimsókn til okkar í Salobreña í fylgd móður sinnar, Laufeyjar. Laufeyju hef ég hins vegar þekkt í mörg ár. Ég hafði náin samskipti við hana á árunum okkar á Ísafirði i den. Þá var hún vinkona elstu dóttur okkar, Aldísar.
Lesa meira