SAGAN ENDURTEKUR SIG

Ritað dagana sem heimsókn forseta, ráðherra og borgarstjóra Eystrasaltríkjanna stóð yfir í Reykjavík, þann 25.8. – 27.8.2022

  • Jón Baldvin var hunsaður frá upphafi.

Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Þetta var um miðja nótt í janúar 1991. Niðamyrkur allt um kring. Og síminn hringdi. Kunnugleg rödd sagði: „Jón Baldvin, nú er stundin runnin upp. Þetta er neyðarkall frá Vilníus.“ Þessa rödd átti Vytautas Landsbergis, forseti Þjóðþingsins í Vilníus. Honum var mikið niðri fyrir. Ég heyrði hvert orð sem hann sagði: „Rússarnir hafa ákveðið að láta til skarar skríða“. Ég man, að það fór um mig hrollur við tilhugsunina – Rússarnir – til skarar skríða!

„Þú verður að koma strax – nærvera NATO-ráðherra skiptir máli.  En enginn þeirra hefur svarað ákalli mínu“.

Þessir örlagaríku dagar í Litáen í janúar 1991, þegar farsímar og tölvur voru enn óþekkt fyrirbæri, heyrði ég ekkert í manninum mínum, frá því hann kvaddi mig með kossi um niðdimma nótt og þar til hann sneri til baka –  heill á húfi – sjö dögum seinna.

Lesa meira

Á amma alltaf að borga?

„Á amma alltaf að borga?“ spurði JB að lokinni þriggja rétta sjávarréttaveislu uppi á þaki á Pesetas, sem er veitingastaðurinnn fyrir ofan þorpskrána hér í Salobrena, uppi á kletti Hannibals. Þetta var á Siestunni seinasta sunnudag í júlí. Og svei mér þá, hvort þetta var ekki orðið fullmikið af því góða – 37 gráður plús. Við nenntum varla að hreyfa okkur. En fremur en að koðna alveg niður, mönnuðum við okkur upp í að taka þessi fáu skref, sem liggja til Pesetas. Þetta er elsti veitingastaðurinn a klettinum. Stofnaður 1966 á viðreisnarárunum – áratug áður en Franco skepnan hrökk upp af.

Lesa meira

Hnattvæðing

HNATTVÆÐING – Hvað er nú það? Er það ekki, þegar hrægammar á Wall Street hirða allan arðinn af olíunni í Angóla og stinga honum svo undan skatti á Bermuda eða Bahamas? Eða á Kýpur  – til að gera þetta svolítið kunnuglegra fyrir landann! En hnattvæðingin hefur fleiri brtingarmyndir, þegar hún er komin í bland við Covid-19. Ég held, að enginn trúi því, sem hér fer á eftir, en samt er þetta bara eitthvað, sem gerðist í hversdagslífinu í gær.

Lesa meira

Síðbúinn sannleikur

Þessi grein eftir mig birtist í BB á Ísafirði, mánudaginn 25.jan.

Innst inni er ég einhvern veginn sannfærð um það, að enginn maður á Íslandi – né kona – trúi því í alvöru, að maðurinn minn sé ofstopafullur kynferðisglæpamaður, sem níðist bæði á konum og börnum. Í öllu okkar stríði á undanförnum sextíu árum í sambúð, bæði í pólitíkinni og á vinnumarkaðnum almennt, var það aldrei inni í myndinni. Við vorum að vísu stöðugt sökuð um alls konar glæpi – svo sem smygl, þjófnað og drykkjuskap – nefndu það – en aldrei um ógeðslegt ofbeldi gagnvart konum eða börnum. Hugarflugið var ekki búið að ná þeim hæðum á þessum árum.

Lesa meira

Með kveðju til Menntaskólans a Ísafirði

Þann 6. október voru liðin 50 ár – hálf öld – frá því að Menntaskólinn á Ísafirði var stofnaður. Fyrsti skólameistarinn var Jón Baldvin Hannibalsson, eiginmaður minn. Þetta haust fyrir 50 árum höfðum við verið lengi fjarri hvort öðru – hann fyrir vestan að undirbúa skólastarfið, og ég ólétt fyrir sunnan að lesa undir BA-próf í HÍ. Ég ætlaði að tryggja, að ég gæti að minnsta kosti orðið að einhverju gagni þarna úti á hjara veraldar. Hann sagði mér sigri hrósandi frá því eitt kvöldið í símann, að hans fyrsta verk hefði verið að kaupa skúringafötu og handy-andy, svo að allt yrði hreint og fínt í gamla barnaskólahúsinu, þegar fyrstu nemendur streymdu að. Þar átti að kenna fyrst um sinn. Ég held meira að segja, að hann hafi skúrað sjálfur, því að enn vantaði bæði ræstitækna og kennara. En hann var alsæll, aftur kominn á sínar heimaslóðir, og allt hafðist þetta að lokum. Ég sá mest eftir því að geta ekki verið viðstödd skólasetningu – en þar sem yngsta dóttir mín, hún Kolfinna, kaus að koma í heiminn í framhaldi af skólasetningu – átti ég ekki heimangengt. Ég var því víðs fjarri, og það leið heil vika, áður en ég komst vestur með börnin í farangrinum  –  og mömmu, mér til halds og trausts.

Lesa meira

Ógleymanleg veisla

Var það ekki Kiljan sem sagði, að fegursta bókarheiti á íslensku væri: „Frá Djúpi og Ströndum“? Þetta rifjaðist upp fyrir mér um seinustu helgi, þegar við leituðum aftur á fornar slóðir. Við, þ.e.a.s. við Kolfinna, Jón Baldvin og bróðursonur hans, Ari – og Urður Ólafsdóttir vinkona okkar.

Og fornar slóðir? Jú – Jón Baldvin sem segist vera fæddur í Alþýðuhúsinu á Ísafirði, var vistaður í sveit hjá móðurbróður sínum, Hafliða í Ögri, fram undir fermingu. Móðurfrændur hans kenna sig við Strandsel, þar sem fyrsti formaður Alþýðuflokks og forseti ASÍ, Jón Baldvinsson, var fæddur. Hannibal faðir hans, er hins vegar ættaður af Norðurströndum en fæddur í Arnardal við Skutulsfjörð. Sumir segja, að Jón Baldvin sé seinasti maðurinn sem enn talar vestfirsku. Þetta er að vísu ekki rétt, því að ég heyri ekki betur en að Kolfinna, dóttir okkar, tali líka óforbetranlega vestfirsku; hún ólst reyndar upp á Ísafirði og er upp á dag jafnaldri Menntaskólans á Ísafirði.

Lesa meira

Viðar Ingason: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Skemmtilegt. Keypti nýju bókina þína í Forlaginu í gær og lagði hana ekki frá mér fyrr en henni var lokið. Einlæg og ljúfsár lesning; kjörkuð saga heimskonu sem þorir að afhjúpa einlæglega varnarleysi sitt í aðstæðum sem hún mætti af auðmýkt. Minnisstæðar eru lýsingarnar af samfundum við kynsystur þínar – þjóðhöfðingja Íslands og Danmerkur.

Einungis fólk sem ekkert hefur að fela þorir að leggja spilin á borðin á þennan hátt.

Áðdáunarverð nálgun í frásögn.

Þröstur Ólafsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Bryndís hefur skrifað bók. Bryndís Schram. Nafn bókarinna: Brosað gegnum tárin. Þetta er litskrúðug bók. Vel skrifuð, frásögnin lifandi og fjölbreytt.Svið atburðanna og tími á reiki. Skyndilega ertu þátttakandi í átökum á Balkanskaga rétt stiginn útúr dyrunum á Vesturgötu. Glefsur úr ferðalögum og frásagnir af atburðum úr viðburðaríku lífi Bryndísar og Jóns Baldvins (JBH) eru viðlag bókarinnar. Þar er ýmislegt nýtt að finna.

Bókin er blanda upprifjana sælla minninga og sársaukafull frásögn af hatri, illmælgi og loks útskúfun. Þetta er bók um harmsöguleg örlög sem eru ofin inn í gleði og ástríður. Bókin fjallar um harmleik.

Lesa meira

Þráinn Hallgrímsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Bryndís Schram, umsögn um bókina hennar 070920lokaskj

Óður til lífsins

Bréf til Bryndísar Schram um Brosað gegnum tárin

 -eftir Þráin Hallgrímsson

Ég ætla að hafa þann háttinn á að senda þér lítið letters bréf í tilefni bókar þinnar sem nú er að koma út. Mér finnst það við hæfi. Sendibréf hafa gegnt sérstöku hlutverki allt þitt líf. Frásögn þín byggir oftar en ekki á efni bréfanna.  Það að eiga þessi gömlu samskipti „skjalfest“ í gamaldags sendibréfum er eimitt öryggið fyrir því að það eru þínar tilfinningar og þinn veruleiki sem er dreginn fram og endurspeglar síðan atburðarás og samskipti þín við þína nánustu.

Þetta leiðir mig að öðrum sannindum.  Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þeir sem ætla segja sögu sína, eigi fyrir alla muni að gera það sjálf/ir. Ekki fá öðrum efnið eða handritið í hendur. Gera þetta sjálf.Brosað gegnum táriner góð bók. Ég hef ýmislegt lesið frá þér á lífsleiðinni en fullyrði nú að þérhefur aldrei tekist betur upp.

Lesa meira

Sigríður Jóhannesdóttir: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Einar Benediksson, fyrrverandi sendiherra í Bandaríkjunum, sagði við mig þegar hann fór frá Washington og vitað var að Jón Baldvin myndi verða næsti sendiherra:„Bryndís þarf að kynnast þér“. Ég varð furðu lostin, Bryndís þessi fræga kona, af hverju þurfti hún að kynnast mér, stelpu úr Keflavík sem enginn þekkti. „Jú af því að hún þarf einhvern sem hún getur treyst og þekkir alla staðhætti hér í Washington“. Ég lofaði honum að ég skyldi gera það og þegar þau komu gerði ég boð á undan mér í sendiráðið og tilkynnti að ég vildi eiga fund með þeim.

Ég hitti þau í sendiráðinu einn morgun í nóvember og við áttum góðan fund þar sem við ákváðum að hittast fljótlega. Á þessum tíma átti ég heima í næsta nágrenni við þau og ég varð eins og sagt er „heimilisköttur“ á Kalorama (sendiráðsbústaðnum) og tók virkan þátt í mörgu sem átti sér stað þar næstu fimm árin. Það sem mér er minnistæðast er að frá upphafi tók listunnandinn Bryndís, þá ákvörðun að hún skyldi reyna allt sem í hennar valdi stæði til að kynna íslenska listamenn fyrir Bandaríkjamönnum, listamenn sem bæði voru búsettir á Íslandi, Bandaríkjunum og annars staðar. Hún stóð fyrir uppákomum í bústaðnum fyrir rithöfunda, tónlistarfólk, myndlistamenn og m.a.s. fatahönnuði svo eitthvað sé nefnt.

Lesa meira