Með fangið fullt af rauðum rósum

Nei, þetta eru ekki kratarósir, þótt þær séu fallegar, heldur afmælisrósir í tilefni þess, að það er liðin hálf öld frá því við Jón Baldvin útskrifuðum fyrstu stúdentana frá MÍ.  Þeir voru þrjátíu, að mig minnir, svo að það er ein rós á mann! Hugsið ykkur, hvílíkt örlæti og hvílík gleði. Innilegar þakkir.

Jón Baldvin og Bryndís með fangið fullt af rauðum rósum

Þeir ætla að heiðra okkur með nærveru sinni hér heima á morgun.