Þjóðhátíðardagur Litáa, 6. júlí, 2021

Þessi mynd var tekin á þjóðhátíðardegi Litáa, 6. júlí, 2021-, þar sem við erum á leið í móttöku í forsetahöllinni.

Myndin vakti óvenjulega athygli og birtist víða á forsíðum blaða. Hvað var maðurinn að gera með regnhlíf á þessum bjarta og heita sumardegi? Svarið er, að fyrr um daginn brast á með þvílíku úrhelli, að borgin var því sem næst á floti. Regnhlífin á því fremur að bera vott um forsjálni mannsins, fremur en óhæfilega bölsýni.

Elín Kristjánsdóttir, minning

Þegar við kynntumst Ellu bjuggum við öll í gamla Vesturbænum. Og Vesturbærinn var í þá daga eins og vinalegt þorp, sjálfu sér nægt. Þar var allt til alls, fiskbúð á horninu, mjólkurbúð og bakarí og sjoppa – jafnvel skósmiður. Allt í göngufæri. Við sem vorum útivinnandi tókum strætó í vinnuna, fórum inn í önnur hverfi, en hlökkuðum alltaf til að snúa aftur í Vesturbæinn að kvöldi dags.

Lesa meira