

bryndis.schram@gmail.com
„Á amma alltaf að borga?“ spurði JB að lokinni þriggja rétta sjávarréttaveislu uppi á þaki á Pesetas, sem er veitingastaðurinnn fyrir ofan þorpskrána hér í Salobrena, uppi á kletti Hannibals. Þetta var á Siestunni seinasta sunnudag í júlí. Og svei mér þá, hvort þetta var ekki orðið fullmikið af því góða – 37 gráður plús. Við nenntum varla að hreyfa okkur. En fremur en að koðna alveg niður, mönnuðum við okkur upp í að taka þessi fáu skref, sem liggja til Pesetas. Þetta er elsti veitingastaðurinn a klettinum. Stofnaður 1966 á viðreisnarárunum – áratug áður en Franco skepnan hrökk upp af.
Lesa meiraHNATTVÆÐING – Hvað er nú það? Er það ekki, þegar hrægammar á Wall Street hirða allan arðinn af olíunni í Angóla og stinga honum svo undan skatti á Bermuda eða Bahamas? Eða á Kýpur – til að gera þetta svolítið kunnuglegra fyrir landann! En hnattvæðingin hefur fleiri brtingarmyndir, þegar hún er komin í bland við Covid-19. Ég held, að enginn trúi því, sem hér fer á eftir, en samt er þetta bara eitthvað, sem gerðist í hversdagslífinu í gær.
Lesa meiraÞessi mynd var tekin á þjóðhátíðardegi Litáa, 6. júlí, 2021-, þar sem við erum á leið í móttöku í forsetahöllinni.
Myndin vakti óvenjulega athygli og birtist víða á forsíðum blaða. Hvað var maðurinn að gera með regnhlíf á þessum bjarta og heita sumardegi? Svarið er, að fyrr um daginn brast á með þvílíku úrhelli, að borgin var því sem næst á floti. Regnhlífin á því fremur að bera vott um forsjálni mannsins, fremur en óhæfilega bölsýni.
Á ströndinni eru allir vinir – hundar og menn.
Háskólabíó – fyrsta – frumsýning, 2. júní
Ný íslensk gamanmynd, sem gerist í saumaklúbbnum – þessu sérstæða tilvistarrými kvenna.
Það hljómaði forvitnilega! Skyldu svoleiðis konur geta komið okkur til að hlæjá dátt og gera grín að sjálfum okkur?
Lesa meiraVið leyfðum okkur þann munað um helgina að fara í leikhús – sjálft Þjóðleikhúsið. Þetta var frumsýning á „Vertu úlfur“, sem byggt er á sjálfsævisögu Héðins Unnsteinssonar. Húsið var upptendrað sem aldrei fyrr, og gestgjafar stóðu brosandi við dyrnar. Öllum var tekið fagnandi – Jafnvel okkur.
Hvað var okkur efst í huga að sýningu lokinni? Fyrst og fremst aðdáun yfir því, hve vel var að verki staðið. Málefnið er brýnt og varðar okkur öll. Héðinn Unnsteinsson á þakkir skyldar fyrir að þora – þora að opna okkur sýn inn í hugarheim hins geðsjúka, þora að rjúfa þögnina og þora að spyrja beinskeyttra spurninga, sem afhjúpa okkar eigin fordóma.
Lesa meira