Á amma alltaf að borga?

„Á amma alltaf að borga?“ spurði JB að lokinni þriggja rétta sjávarréttaveislu uppi á þaki á Pesetas, sem er veitingastaðurinnn fyrir ofan þorpskrána hér í Salobrena, uppi á kletti Hannibals. Þetta var á Siestunni seinasta sunnudag í júlí. Og svei mér þá, hvort þetta var ekki orðið fullmikið af því góða – 37 gráður plús. Við nenntum varla að hreyfa okkur. En fremur en að koðna alveg niður, mönnuðum við okkur upp í að taka þessi fáu skref, sem liggja til Pesetas. Þetta er elsti veitingastaðurinn a klettinum. Stofnaður 1966 á viðreisnarárunum – áratug áður en Franco skepnan hrökk upp af.

Lesa meira

Hnattvæðing

HNATTVÆÐING – Hvað er nú það? Er það ekki, þegar hrægammar á Wall Street hirða allan arðinn af olíunni í Angóla og stinga honum svo undan skatti á Bermuda eða Bahamas? Eða á Kýpur  – til að gera þetta svolítið kunnuglegra fyrir landann! En hnattvæðingin hefur fleiri brtingarmyndir, þegar hún er komin í bland við Covid-19. Ég held, að enginn trúi því, sem hér fer á eftir, en samt er þetta bara eitthvað, sem gerðist í hversdagslífinu í gær.

Lesa meira

Þjóðhátíðardagur Litáa, 6. júlí, 2021

Þessi mynd var tekin á þjóðhátíðardegi Litáa, 6. júlí, 2021-, þar sem við erum á leið í móttöku í forsetahöllinni.

Myndin vakti óvenjulega athygli og birtist víða á forsíðum blaða. Hvað var maðurinn að gera með regnhlíf á þessum bjarta og heita sumardegi? Svarið er, að fyrr um daginn brast á með þvílíku úrhelli, að borgin var því sem næst á floti. Regnhlífin á því fremur að bera vott um forsjálni mannsins, fremur en óhæfilega bölsýni.

Mögnuð upplifun

Við leyfðum okkur þann munað um helgina að fara í leikhús  – sjálft Þjóðleikhúsið. Þetta var frumsýning á „Vertu úlfur“,  sem byggt er á sjálfsævisögu Héðins Unnsteinssonar. Húsið var upptendrað sem aldrei fyrr, og gestgjafar stóðu brosandi við dyrnar. Öllum var tekið fagnandi – Jafnvel okkur.

Hvað var okkur efst í huga að sýningu lokinni? Fyrst og fremst aðdáun yfir því, hve vel var að verki staðið. Málefnið er brýnt og varðar okkur öll. Héðinn Unnsteinsson á þakkir skyldar fyrir að þora – þora að opna okkur sýn inn í hugarheim hins geðsjúka, þora að rjúfa þögnina og þora að spyrja beinskeyttra spurninga, sem afhjúpa okkar eigin fordóma.

Lesa meira