Stórkostleg bók sem er spennandi, frábærlega skrifuð og hrífandi. Hún fjallar um fjölbreytt og reynsluríkt líf Bryndísar Schram sem hún lýsir á einlægan hátt.
Bókin er einnig fræðandi um þá tíma sem hún fjallar um varðandi t.d. menntun, menningu-og listir, pólitíkina, þjóðfélagið og eigið fjölskyldulíf. Það vekur furðu hvernig Bryndís hefur komist í gegn um hryllilegar stundir og erfiðleika.
Við lestur bókarinnar gapti ég af undrun, varð spennt að halda áfram, slakaði á, hló og grét.
Já, bókin snerti allan tilfinningaskala minn og fræddi mig um leið.
Kærar kveðjur frá okkur Steina,
Fjóla.