Elsku Bryndís mín,
Var að ljúka við þína dýrmætu, Brosað gegn um tárin, fyrir stuttu, gat ekki lesið nema lítið í einu, annars hefði ég klárað hana í einni lotu.
Ástarþakkir Bryndís mín fyrir yndislega áritun til mín, og takk elskurnar fyrir að koma með hana til mín. Það var ljúft að sjá ykkur, og það er lítið annað sem kemst að í mínum kolli þessa daganna en þið þrjú.
Þú Bryndís mín,Jón Baldvin og Kolla mín,þessi elska. Ég er með tárin í augunum þegar ég hugsa um það sem hún gerði fyrir mömmu og pabba. Hún á skilið heiðursorðu fallega, hugrakka snjalla hetjan ykkar hún Kolla. Þið eruð reyndar öll meiriháttar hetjur elskurnar, og ég er svo sannarlega djúpt snortin. Það er mín staðfasta trú og fullvissa að þið þrjú með Kærleikann og heilindin í farteskinu ,ásamt, brosað gegnum tárin, hún á eftir að snerta við fólki og skapa Frið.
Já, þið eigið eftir að vinna þetta stríð ,sigra þetta hræðilega hatur með GUÐS hjálp, því að hann er sjálfur Kærleikurinn, sterkasta aflið og það er svo gott að vera í liði með Guði, hafa hann í hjartanu og spjalla við hann í dagsins önn, Hann er alltaf til staðar.
Já, eins og ég vissi Bryndís mín, þá er bókin þín hreinasta unun aflestrar,sagan ykkar er yndislega falleg og æfintyri líkust.
Þessi mikla náðargáfa þín að geta tjáð þig svna skemmtilega á þennan einlæga kærleiksríka hátt er einstakt. Ástríða þín fyrir lífinu og náunga kærleikurinn sem þú hefur í ríkum mæli gerir skrifin svo ekta og auðveld. Ég er líka djúpt sortin yfir hvernig þið Jón Baldvin hafið náð að rækta ást ykkar í 60 ár,með því að vökva kærleiksblómið ykkar og bera virðingu hvort fyrir öðru,það er svo fallegt.
Þið hafið svo sannarlega líka mátt reyna mikið elsku Bryndís mín, það versta sem hægt er að hugsa sér, að missa Snæfríði, ykkar yndislegu dóttir í blóma lífsins. Síðan þessi hatursfulla árás á ykkur. Ekki skrítið að fyllast reiði og missa trúna á Guð.
En lífið heldur áfram,og ekkert annað í boði, og þú kannt svo sannarlega að lifa lífinu Bryndís mín,gefa af þér, og njóta líðandi stundar af ástríðu og gleði, með opinn huga, sem er mikil gjöf. Ég bið fyrir friði og kærleika inn í þessar kringumstæður allar,og að réttlætið nái fram að ganga. Það er sorglegt að allt þetta hatur skuli vera ríkjandi í okkar þjóðfélagi. Þið eigið það allra síst skilið. Jón Baldvin sem hefur haft brennandi hjarta til góðra verka fyrir þessa þjóð. Okkar besti stjórnmálaskörungur í gegnum tíðina,það er ómetanlegt allt það sem hann hefur gert fyrir Landið sitt.
Ekki má ég gleyma þér fagra kona,þú sem hefur verið þjóðargersemi í gegn um tíðina,glatt þjóðarsálina og gefið af þér, í öllum þínum hlutverkum, alltaf glaðleg og hlý,glæsileg og heillandi. Við megum skammast okkar að sýna þakklæti okkar á þennan hátt. En mig langar að þakka ykkur báðum af öllu hjarta elsku vinir. Já, og ástarþakkir til Kollu fyrir alla hjálpina.þú gerðir kraftaverk, þjóðin á eftir að þakka þér. Guð blessi þig elskan.
Vona svo að afmælisferðin hennar Kollu minnar hafi heppnast vel, og Ísafjörður tekið vel á móti ykkur.
Kossar og knús blessi ykkur elskurnar.
Ykkar Konný.