„Albert Guðmundsson ekki valinn í íslenska landsliðið“!

Svona hljóðar fréttin.  Og hver er ástæðan? Jú, að hann hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni!!! Það þarf sem sagt ekki meira til!! Drottinn minn dýri! Ákæra segir ekkert um, hvort ákærandinn – líklega kona – er að ljúga eða segja sannleikann. Hvað vitum við um það? Ég hef sjálf reynsluna af slíkri framkomu  – af slíkum lygum. Kona nokkur kærði manninn minn fyrir  „kynferðislega áreitni“ –  svokallaða „rasstroku utan klæða“  – og það um miðjan dag við matarborðið heima hjá mér. Sú tilhæfulausa ákæra hafði þegar í stað þær afleiðingar, að við – ég og maðurinn minn – vorum samstundis „slaufuð“ eins og það heitir  – útilokuð, hunsuð, „ignoreruð“. Alein, jafnvel vinirnir horfnir.

En „rassstrokumálið“  fór þó fyrir rétt, jú, jú. Og við vorum sannfærð um, að nú myndi sannleikurinn koma fram og við yrðum laus allra mála. En þrátt fyrir að kærandinn hafi orðið margsaga fyrir rétti  –  og hvað eftir annað viðurkennt, að hún hefði yfirgefið borðhaldið án þess að vera snert, þá töpuðum við málinu. Lygin hafði betur. Og við erum hunsuð að eilífu, slaufuð forever!

Hinn ungi maður, Albert Guðmundsson,  gæti hugsanlega verið alsaklaus, og auðvitað verður hann að leita réttar síns, ef svo er. En að hann skuli vera dæmdur fyrirfram og útskúfaður samstundis, er hneyksli og þjóðinni til skammar.

p.s. Mig hefur lengi langað til að heyra frá þeim Íslendingum, sem hafa hlotið rangan dóm – verið dæmd sek en eru saklausir.