Að hlusta á þessa manneskju er eins og að krjúpa við fætur meistara sem maður treystir 100%. Ef að ég væri dómari og ætti að dæma í málefnum Bryndísar yrði hún fundin sek um eitt atriði:”kærleika”. Á sama tíma og hún segir á umburðarlyndan hátt hvernig við getum verið miskunnarlaus í að rífa í okkur fólk þá segir hún um leið hvernig hægt er að taka á því og snúa vörn í sókn.
Elsku Bryndis Schram þú ert frábær og takk fyrir að koma alltaf til dyranna eins og þú ert klædd og lýsa upp dimma veröld með öllum þínum elegance.