Aleg er ótrúlegt hvernig fólk nennir að fara eftir lygasögum um Jón Baldvin Hannibalsson. Bæði hann sjálfur og hans frú, hún Bryndís. Þau hafa alla tíð sýnt það besta sem í þeim býr. Það er enginn leikur að vera sendiherra og -frú svo áratugum skiptir.
Hvað sem pólitík ræður þá er varla spurning um það að JBH hefur verið hæfastur ræðumanna fyrir Íslands hönd bæði hér heima og erlendis. Held að fólk ætti að gleyma öfundinni um stund og standa með þessum mikla stjórnmálamanni, á áttræðu, og þá frekar að hjálpa þeim hjónum upp upp upp úr þessu kviksyndi sem þau virðast hafa lent í. Upp upp mín sál….
Elsku Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram – ykkar mun ætíð verða heiðurinn.