Margrét Hrafnsdóttir: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Takk fyrir að senda mér bókina þína Brosað gegnum tárin elsku Bryndis Schram mín og innilega til hamingju með hana. Ég var að ljúka við lesturinn og gat ekki lagt hana frá mér þar til yfir lauk. Þér er margt til lista lagt og einstök frásagnargáfa/gleði er þér í blóð borin.

Upplifunin við lesturinn var á köflum sem ég sæti með þér um stund í rússíbanareið þar sem skiptist á milli hláturs og gráturs og hættu og mér varð oft þungt fyrir hjarta, jafnvel illt við lesturinn en hér er líka stórskemmtileg frásögn af ævintýralegu lífi og upplifunum og hér eins og ávallt kemurðu til dyranna eins og þú ert klædd og lætur lesandanum það eftir að dæma þig.

Það er bara til ein Bryndís Schram sem langt á undan sinni samtíð hélt út í heim á vit ævintýranna, fann ástina og af einstakri athafnasemi, hugrekki, hæfileikum og breyskleika hreif fólk með sér við leik og störf. Lífshlaup þitt hefur verið öðrum leiðarljós og fyrirmynd og gefið öðrum konum (og körlum) innblástur. Einlægni þín og kjarkur er einstakur.

Farðu vel með þig fyrir mig elsku vinkona — con Bryndis Schram