Smá leikþáttur úr kommentakerfi fésbókar undanfarna daga:

Anna:
Bókin hennar Bryndísar er alveg yndisleg. Ég grét og ég hló, og ég var alveg lömuð af spenningi. Ég ætla að lesa hana aftur. Hvernig stendur á því að Egill Hallgrímsson hefur ekki ennþá boðið henni í Kiljuna? Gæti það verið af ótta við þessa öfgafemínista?

Egill Hallgrímsson:
Komdu sæl, Ingunn. Nafnið hér fyrir ofan hefur misritast. Það er annar Egill, – Egill Helgason – sem getur boðið henni í Kiljuna. Ég er á öðrum vettvangi. En ég hef áhuga á allri umræðu og öllu því sem mannlegt er, þannig að ég væri vís með að verða mér úti um þessa bók og lesa hana eftir að hafa lesið meðmæli þín með henni.

Anna:
Minn kæri Egill Hallgrímsson,
þarna hefur þú misskilið eitthvað. Auðvitað hefðir þú getað boðið Bryndísi í Kiljuna, ef viljinn hefði verið fyrir hendi. Ég get ekki tekið svona innantómar afsakanir alvarlega.

Egill Hallgrímsson:
Anna, ég ræð engu um Kiljuna . Það er annar Egill sem ræður þar ríkjum, sá heitir Egill Helgason.

Anna:
Egill Hallgrímsson, það þýðir ekkert að varpa ábyrgðinni á aðra. Þú áttir að bjóða henni í Kiljuna um leið og bókin kom út.

Ingi Karlsson:
Já, Anna, láttu hann fá það óþvegið.
Egill Hallgrímsson:
Þetta er svakalegt – ég er hættur að reyna að leiðrétta þetta.
Ætli ég taki ekki bara við Kiljunni af nafna mínum Helgasyni .

Ingi Karlsson:
Að sjálfsögðu ætti Egill Hallgrímsson að sjá sóma sinn í því, kæra nafna, að bjóða Bryndísi í þáttinn sinn.

Anna:
Já, ekki spurning um það.
Hann Egill kann sig ekki – það eina sem hann kann er að afneita ábyrgð!

Egill Hallgrímsson:
Eg gæti sinnt skyldu minni og sýnt ábyrgð með því að búa til nýja Kilju í samkeppni við nafna minn Helgason og boðið þeim báðum og líka ykkur, Anna og Ingi Karlsson. Það yrði góður þáttur, sem ef til vill vekti athygli og umræ ður.

Lalla frá Akureyri. !
Hvaða rugl er þetta , eiginlega?

Þetta var ekki lengra!