Í sól og skugga

Í sól og skugga eru endurminningar Bryndísar Schram, þar sem hún dregur upp litríkar mannlífsmyndir frá Bandaríkjunum, Kanada, Suður-Ameríku, Finnlandi, Eystrasaltslöndum, Suður-Evrópu og ekki síst frá öðrum heimkynnum sínum, Andalúsíu. Ævintýraleg tilvera, heitar tilfinningar og iðandi mannlíf – allt þetta ber hún hér fram á blómum skrýddu veisluborði minninganna.

JPV gaf bókina út 2008. Sjá hér: Í sól og skugga

Bryndís

Lífssaga Bryndísar Schram eftir Ólínu Þorvarðardóttur.

Ævi Bryndísar Schram hefur verið viðburðarík. Lýst er viðleitni þessarar fjölhæfu konu til að spila rétt úr spilunum hverju sinni. Lífið er annasamt á barnmörgu heimili og við kynnumst mikilli vinnu nútímafólks til að ná því marki sem stefnt er að. Ástin kviknaði snemma milli Bryndísar og Jóns Baldvins Hannibalssonar og glóðarinnar hafa hjónin gætt.  

Vaka-Helgafell gaf bókína út 1988.