Græðgin, hrokinn, fallið, hefnd guðanna

Þjóðleikhúsið: HEFND GUÐANNA

VÖLVA
Eftir Pálínu Jónsdóttur og Walid Breidi
Byggt á Völuspá í endurortri gerð Þórarins Eldjárns
Tónlist: Skúli Sverrisson
Sviðsmynd og videosamsetning: Xavier Boyaud
Búningur: Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir og Filippía I. Elísdóttir
Hárgreiðsla: Guðrún Erla Sigurbjarnardóttir
Ljósastjórn: Karl Sigurðsso


Þjóðleikhúsið

Hart er í heimi
Hórdómur mikill
Skeggöld, skálmöld
Skildir eru klofnir
Vindöld, vargöld
Og veröldin steypist.
Enginn maður öðrum hlífir.

Lesa meira

Spillingin étur börnin sín í Eftirlitsmanninum

SPILLINGIN ÉTUR BÖRNIN SÍN e. Nikolaj Gogol
Eftirlitsmaðurinn
Þýðing: Bjarni Jónsson
Leikstjóri: Stefán Jónsson
Leikmynd: Móeiður Helgadóttir
Búningahönnun og leikgervi: Myrra Leifsdóttir
Lýsing: Mika Haarinen
Tónlist: Magga Stín


Eftirlitsmaðurinn

Nú eru liðnar tæpar tvær vikur síðan lokaársnemendur við Listaháskólann í Reykjavík frumsýndu Eftirlitsmanninn eftir Gogol. Þetta verk er talið skyldulesning allra þeirra sem unna góðu leikhúsi – eins konar klassík leikbókmenntanna. Gogol er settur á stall með Moliére og Shakespeare.

Lesa meira

Curriculum vitae

Bryndís er Reykvíkingur í húð og hár. Hún stundaði dansnám hjá Rigmor Hanson frá unga aldri og við Listdansskóla Þjóðleikhússins frá stofnun 1950. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1958, stundaði frönskunám í Sorbonne 1958-59, nám í tungumálum við Edinborgarháskóla 1959-60,og lauk jafnframt danskennaraprófi frá Royal Academy (RADA) vorið 1960.

Bryndís Schram

Bryndís Schram

Hún lauk brottfararprófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1964, sótti kennaranámskeið í frönsku við háskólann í Aix-en Provence sumarið 1971 og við háskólann í Nice sumarið 1975. Hún lauk BA-prófi í ensku, frönsku og latínu við HÍ 1973. Árið 2000 settist Bryndís aftur á skólabekk og lagði þá stund á spænsku og spænska málfræði við Georgetown University, í Washington D.C.,síðan í Mexico City, við háskólana í Helsinki, Sevilla og Granada.

Lesa meira

Í sól og skugga

Í sól og skugga eru endurminningar Bryndísar Schram, þar sem hún dregur upp litríkar mannlífsmyndir frá Bandaríkjunum, Kanada, Suður-Ameríku, Finnlandi, Eystrasaltslöndum, Suður-Evrópu og ekki síst frá öðrum heimkynnum sínum, Andalúsíu. Ævintýraleg tilvera, heitar tilfinningar og iðandi mannlíf – allt þetta ber hún hér fram á blómum skrýddu veisluborði minninganna.

JPV gaf bókina út 2008. Sjá hér: Í sól og skugga

Bryndís

Lífssaga Bryndísar Schram eftir Ólínu Þorvarðardóttur.

Ævi Bryndísar Schram hefur verið viðburðarík. Lýst er viðleitni þessarar fjölhæfu konu til að spila rétt úr spilunum hverju sinni. Lífið er annasamt á barnmörgu heimili og við kynnumst mikilli vinnu nútímafólks til að ná því marki sem stefnt er að. Ástin kviknaði snemma milli Bryndísar og Jóns Baldvins Hannibalssonar og glóðarinnar hafa hjónin gætt.  

Vaka-Helgafell gaf bókína út 1988.