Panódíl handa þjóðhetjum

Ástarsaga Ormstungu. Frumsýnd í Borgarleikhúsinu 9. Febrúar.

Leikendur:
Benedikt Erlingsson
Halldóra Geirharðsdóttir
Höfundar:
Benedikt Erlingsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Peter Engkvist
Leikstjórn: Peter Engkvist
Leikmynd: Hópurinn
Búningar: Hópurinn
Lýsing: Garðar Borgþórsson og Þórður Orri Pétursson
Sýningarstjórn: Christopher Astridge

Það var gaman á þessum árum, þegar Brynja og Erlingur tóku upp á því að byggja „Skemmtihús“ inni í sínum eigin garði í hjarta borgarinnar. Ekkert var þeim ofviða, þessum glaðbeittu hjónum. Þetta skemmtihús varð eins konar ögrun við atvinnuleikhúsin tvö, upplífgandi viðbót við annars heldur fábrotið leiklistarlíf Reykjavíkur. Brynja var engum lík. Hún lét ekki auðveldlega að stjórn, og naut sín best, þegar hún vann sjálfstætt og fór sínar eigin leiðir – bæði frjó í hugsun og hugvitsöm. Gafst aldrei upp.

Lesa meira

Curriculum vitae

Bryndís er Reykvíkingur í húð og hár. Hún stundaði dansnám hjá Rigmor Hanson frá unga aldri og við Listdansskóla Þjóðleikhússins frá stofnun 1950. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1958, stundaði frönskunám í Sorbonne 1958-59, nám í tungumálum við Edinborgarháskóla 1959-60,og lauk jafnframt danskennaraprófi frá Royal Academy (RADA) vorið 1960.

Bryndís Schram

Bryndís Schram

Hún lauk brottfararprófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1964, sótti kennaranámskeið í frönsku við háskólann í Aix-en Provence sumarið 1971 og við háskólann í Nice sumarið 1975. Hún lauk BA-prófi í ensku, frönsku og latínu við HÍ 1973. Árið 2000 settist Bryndís aftur á skólabekk og lagði þá stund á spænsku og spænska málfræði við Georgetown University, í Washington D.C.,síðan í Mexico City, við háskólana í Helsinki, Sevilla og Granada.

Lesa meira

Í sól og skugga

Í sól og skugga eru endurminningar Bryndísar Schram, þar sem hún dregur upp litríkar mannlífsmyndir frá Bandaríkjunum, Kanada, Suður-Ameríku, Finnlandi, Eystrasaltslöndum, Suður-Evrópu og ekki síst frá öðrum heimkynnum sínum, Andalúsíu. Ævintýraleg tilvera, heitar tilfinningar og iðandi mannlíf – allt þetta ber hún hér fram á blómum skrýddu veisluborði minninganna.

JPV gaf bókina út 2008. Sjá hér: Í sól og skugga

Bryndís

Lífssaga Bryndísar Schram eftir Ólínu Þorvarðardóttur.

Ævi Bryndísar Schram hefur verið viðburðarík. Lýst er viðleitni þessarar fjölhæfu konu til að spila rétt úr spilunum hverju sinni. Lífið er annasamt á barnmörgu heimili og við kynnumst mikilli vinnu nútímafólks til að ná því marki sem stefnt er að. Ástin kviknaði snemma milli Bryndísar og Jóns Baldvins Hannibalssonar og glóðarinnar hafa hjónin gætt.  

Vaka-Helgafell gaf bókína út 1988.