Ég var berfætt í nýjum skóm, sem ég hafði keypt til fararinnar, og var svo sár fyrsta kvöldið, að ég vafði blautum handklæðum um fæturna, svo að ég gæti sofnað eftir langar göngur og skáldlegar lýsingar á leyndardómum þessarar höfuðborgar heimsins.
Minning: Guðmunda Elíasdóttir
Þegar ég lít til baka finnst mér, að ég hafi verið hálfgert barn. Fylgdarsveinn minn – skáldið – var að vísu af barnsaldri, en engu að síður unglingslegur og óreyndur. Hann tók starf sitt mjög alvarlega, gætti mín af stakri samviskusemi og hvorki gantaðist við mig né áreitti. Engu að síður villtumst við af leið – og í heilan dag vorum við strandaglópar í New York. Þar hafði skáldið setið á skólabekk nokkrum árum fyrr.