VELFERÐARRÍKIÐ OG ÓVINIR ÞESS, GUÐINN SEM BRÁST

Haustið 2002 sótti ég málþing í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington undir heitinu: Secretary´s Forum. Gestgjafinn var Colin Powel, utanríkisráðherra, sem kynnti gestafyrirlesarann, Dr. Jeffrey Sachs, prófessor, nokkrum vel völdum orðum. Dr. Sach hefur á s.l. 20 árum verið ráðunautur ríkisstjórna um efnahagsþróun og hagstjórn í S-Ameríku, A-Evrópu, Asíu og Afríku. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafði þá nýlega skipað Dr. Sach ráðgjafa sinn um að hrinda í framkvæmd loforðum þjóðarleiðtoga heimsins um að uppræta örbirgð í heiminum að hálfu fyrir 2015.

Þetta var rúmu ári eftir 11. september, 2001. Árás hryðjuverkamanna á tvíburaturnana í New York og Pentagon í Washington. Bush, Bandaríkjaforseti hafði lýst yfir allsherjarstríði á hendur hryðjuverkamönnum um leið og hann sagði íbúum heimsins, að annað hvort stæðu þeir með Bandaríkjamönnum, eða þeir væru með hryðjuverkamönnunum. Þar væri engin millileið. Í Bandaríkjunum ríkti óttablandið andrúmsloft. Menn kepptust hver um anna þveran að sanna þjóðhollustu og föðurlandsást; þjóðfáninn blakti við hún út úr hverjum glugga, og enginn dirfðist að gagnrýna forsetann af ótta við að vera brugðið um óþjóðhollustu, linkind eða jafnvel landráð. Það er að segja, allir nema einn: Dr. Sach.

Skömmu efitr 11. sepember skrifaði Dr. Sach grein í breska vikuritið Economist undir fyrirsögninni: “Weapons of Mass Salvation” til andsvars við frasann “Weapons of Mass Destruction”, sem þá var á allra vörum. Og til viðbótar stríðinu gegn hryðjuverkum mælti hann með stríði gegn örbirgð. Í grein sinni – og í ræðunni í State Department – benti Dr. Sach á, að sá sem vill vinna stríðið gegn hryðjuverkamönnum með árangri, verður að heyja annað stríð á öðrum vígstöðvum, nefnilega stríði gegn örbirgðinni. Hernaðaraðgerðir einar og sér duga ekki og eru dæmdar til að mistakast. Læknir sem berst gegn smitsjúkdómi lætur sér ekki nægja að skrifa lyfseðil. Alveg eins og læknir reynir að efla mótstöðukraaft líkamans með því að mæla með heilbrigðum lífsstíl og hollri fæðu, verðum við að ráðast að rótum meinsins í sjúkum þjóðfélögum, sem eru gróðrarstía hryðjuverka: örbirgð, skortur, fjöldaatvinnuleysi og ófullnægðar þarfir á öllum sviðum og vonleysi um framtíðina. Niðurlægjandi lífskjör leiða til pólitísks óstöðugleika og eldfims stjórnmálaástands. Hvort heldur einstakir hryðjuverkamenn eru sjálfir ríkir eða snauðir eða af millistéttarfólki komnir, þá þrífast þeir best í þjóðfélögum sem eru sjúk: Þar sem hlutskipti fólks einkennist af fátækt, menntunarleysi, fjöldaatvinnuleysi og brostnum vonum, þar sem frumstæð mannréttindi eru ekki virt og lýðræðislegar umbætur virðast útilokaðar. Sá sem vill stöðva malaríu verður að uppræta vaxtarskilyrði smitberans.

Kommúnistar náðu völdum í Rússlandi í október 1917 við þær kringumstæður, að keisaradæmið hrundi í kjölfar fyrra stríðs. Hitler komst til valda í Þýskalandi 1933 í heimskreppu og vegna stríðsskaðabóta langt umfram greiðslugetu Þjóðverja. Auðvitað eru til dæmi um hryðjuverk öfgahópa (í Þýskalandi, á Íatlíu, á Spáni, N-Írlandi o.s.fr.), sem þarfnast ekki slíkra skýringa. En þegar heilu þjóðfélögin snúast á band með hryðjuverkamönnum, þá er þjóðfélagið sjálft orðið sjúkt.

Leiðtogar Bbndamanna í seinni heimstyrjöld skildu vel samhengi milli örbirgðar og óstöðugleika, friðar og efnahagsframfara, þegar þeir lýstu því yfir, að “frelsi frá skorti “ væri eitt af fjórum helstu stríðsmarkmiðum þeirra. Og leiðtogar Bandaríkjamanna, þeir Truman og Marshall, eftir seinna stríð, skildu þetta mætavel, þegar þeir hrundu afstað Marshall aðstoðinni. Marshall aðstoðin var ekki gustukaverk; hún var áætlun studd verulegu framkvæmdafé um að efla efnahagsframfarir í Evrópu, hraða uppbyggingu Evrópu úr rústum stríðsins og draga þar með úr fylgisvonum öfgahópa. Efnahagsaðstoð Bandaríkjamanna við stríðshrjáðar þjóðir eftir seinna stríð nam 2% af þjóðarframleiðslu eða tuttugu sinnum hærra hlutfall af þjóðarframleiðslu en öll efnahagsaðstoð Bandaríkjanna nú (0.2).

Við aldahvörf fór íbúafjöldi jarðar yfir sex milljarðamarkið. Ef við lítum á fjölskyldumyndina út frá afkomuhorfum og lífslíkum blasir eftirfarandi mynd við:

U.þ.b. einn milljarður býr í ríkum þjóðfélögum, (ef við teljum með nokkra tugi milljóna efnafólks, sem tilheyrir yfirstétt svokallaðra miðtekjuþróunarlanda. Annar milljarður (um sjötti hluti jarðarbúa) býr við algera örbirgð. Þetta fólk dregur fram lífið á sjálfsþurftarbúskap við vaxandi skort og versnandi náttúruskilyrði. Hungur, vannæring, sjúkdómar, menntunarleysi og skortur á orku og samgöngukerfum veldur því, að þetta fólk er dæmt utanveltu við heimshagkerfið. Því er fyrirmunað að njóta í nokkru ávaxta alþjóðavædds heimshagkerfis; þetta fólk er ekki með í þróunardæminu. Þbí næst er um einn og hálfur milljarður fátækra í þróunarlöndum, þar sem tekjustigið mælist innan við tveir dollarar á dag. Þetta fólk er fátækt. Munurinn á því og hinum örsnauðu er sá, að þetta fólk eygir von um bættan hag, að svo miklu leyti sem þjóðfélögin, sem það býr, í bjóða upp á ögn þróaðri samfélagsbyggingu (orku, samgöngukerfi) og geta því notið ávaxta af milliríkjaviðskiptum og erlendri fjárfestingu.
Loks eru um tveir og hálfur milljarður íbúa hinna svokölluðu miðtekjuþróunarlanda. Tekjustigið getur náð nokkrum þúsundum dollara á ári. Flestir búa í borgum. Flestir eiga fyrir brýnustu lífsnauðsynjum, og börn ganga í skóla.

Tveir og háflur milljarður jarðarbúa býr m.ö.o. ýmist við algera örbirgð (innan við 1 dollar á dag) eða sára fátækt (2 dollarar á dag). Þetta er 40% jarðarbúa. Þannig er ástandið í heiminum ídag. En hvert stefnir? Hefur hinum snauðu ekki fækkað á áratugum alþjóðavæðingar og markaðsvæðingar, sem átti að tryggja hagvöxt og lyfta öllum bátum? Skv. tölum Alþjóðabankans hefur hinum örsnauðu (innan við 1 dollar ádag) fækkað um 400.000.000 frá árinu 1981. Þegar nánar er að gáð er þessi fækkun nær öll í Kína. Hinum fátæku (2 dollarar á dag) hefur hins vegar fjölgað á sama tíma um 300.000.000. Ef litið er á þróunarlöndin sem heild, utan Kína, stendur tala hinna fátæku í stað. Þeim hefur fækkað í Asíu en fjölgað annars staðar. Til dæmis hefur fjöldi þeirra tvöfaldast í Afríku.

Þótt þessar tölur segi fátt um raunverulegt hlutskipti þeirra 40% jarðarbúa, sem búa við örbirgð og fátækt, seegja þessar tölur samt heilmikla sögu. Hvar hefurnáðs árangur? Í Asíu, og þá sér lagi í Kína, svo um munar. Hvað svo sem segja má um stjórnarfar kommúnista í Kína er eitt víst: Kínverjar hafa ekki farið eftir allsherjarformúlu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) um að draga úr ríkisafskiptum og að markaðs- og einkavæða allt. Efnahagsþróunin í Kína samkvæmt hefðum Asíumódelsins, stýrt af öflugu miðstjórnarvaldi ríkisins. Gríðarlegum er varið til fjárfestingar á vegum ríkisins í menntun og samfélagsbyggingu (orku, samgöngukerfi). Kínverjar hafa vissulega notið góðs af erlendum fjárfestingum (um 10% af fjárfestinum yfir landamæri) og tæknitifærslum. En allt er þetta undir stjórn og eftirliti og ströngum takmörkunum, t.d. að því er varðar fjármagnsflutninga.

En hvar hefur helst mistekist að örva hagvöxt og draga úr fátækt? Það er í Afríku, þar sem fjöldi hinna örsnauðu og fátæku hefur tvöfaldast og í löndum S-Ameríku þar sem hagvöxtur hefur verið nánast enginn á s.l. áratug og ekki hefur tekist að brjóta skörð í fylkingar hinna fátæku. Og það eru einmitt þessi skuldugu þróunarríki, sem verið hafa í gjörgæslu Alþjóðagjaldeyrisstjóðsins allt tímabilið. Nauðug violjum hafa þau því orðið að fylgja fram einstrengingslegri formúlu sjóðsins um leiðina til sjálfshjálpar. Hún hefur falist í því að minnka umsvif ríkisins og draga úr ríkisútgjöldum; að opna fyrir frjáls viðskipti og fjármagnsflutninga. Og að einkavæða nánast allt, sem hægt var að koma í verð. Niðurstaðan er sú, eftir tveggja áratuga tilraunastarfsemi, að í sextíu þessara ríkja þjóðarframleiðsla á mann lægri að raungildi en hún var 1979. Þetta frjálshyggjutrúboð hefur verið keyrt út í hreinar öfgar. Jeoffrey Sach lýsir því með eftirfarandi orðum:
“Ríkisstjórnir margra Afríkuríkja hafa mátt sitja undir látlausum fyrirlestrum fulltrúa Alþjóðabankans s.l. tvo áratugi um að einkavæða heilbrigðisþjónustuna; eða a.m.k. að krefjast þjónustugjalda fyrir skólagöngu og heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir það að flest hátekjulöndin í hópi hluthafa bankans (fyrir utan Bandaríkin) tryggja öllum þegnum sínum aðgang að heibrigðisþjónustu án tillits til efnahags og bjóða upp á opinber skólakerfi, sem tryggir fólki aðgang að menntun, án gjaldtöku.” (bls. 82). Það var með valdatöku Reagans í Bandaríkjunum og Thatcher í Bretlandi, sem þetta hagfræðiheimatrúboð frjálshyggjunnar var gert að ráðandi rétttrúnaði í fjármalastofnunum heimsins, undir forystu Bandaríkjamanna. Þetta á einkum við um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann og síðar meir innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), þótt þróunarríkin hafi þar í vaxandi mæli tekið til varna á allra seinustu árum. Samkvæmt rétttrúnaðinum var boðskaður ríku þjóðanna til hinna fátæku þessi:
“Fátæktin er sjálfum ykkur að kenna. Þið eigið að vera eins og við, eða eins og við teljum að við séum – frjáls og opin markaðshagkefi, þar sem ríkið stendur ekki í vegi fyrir framrás markaðsaflanna. Ef þið gerið eins og við, þá munið þið uppskera eins og til er sáð – öran hagvöxt, sem að lokum seitlar niður til allra. Ef þið þurfið að þrengja beltin (dulmál fyrir lækkun ríkisútgjalda til menntunar, heilsugæslu og samfélagsbyggingar) þá er það verðið, eða tímabundin fórn, sem þið verðið að borga fyrir hagvöxtinn, sem einkageirinn færir öllum að lokum.” Um þetta segir Jeoffrey Sach:
“Vestrænar ríkissstjórnir þröngvuðu þessum harmkvælaáætlunum upp á ríkisstjórnir í Afríku milli 1980-2000. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn réðu efnahagsstefnu réðu efnahagsstefnu þessara landa og settu skilyrði um “kerfisbundin umbótaprógröm – SAP s). Þessar áætlanir byggðu ekki á neinum vísindarannsóknum og skiluðu litlum árangri. Í upphafi 21. aldar var Afríka fátækari en hún hafði verið á sjöunda áratugnum, þegar Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birtust fyrst á vettvangi. Síðan hafa fólksfjölgum, sjúkdómsfaraldrar og umhverfisspilling vaxið stjórnlaust.”

Eftir fall Sovétríkjanna keyrði frjálshyggjutrúboðið út í hreinar öfgar. En segir Sach:
“Frjálshyggjutrúboðarnir leiddu röksemdafærslu sína um yfirburði markaðsaflanna að lokum út í hreinar öfgar, sem studdist hvorki við dóm staðreynda né reynslu né hagfræðilega rökvísi. Þeir héldu því fram, að markaðslausnir hefðu yfirburði alls staðar, ekki bara í framleiðslugeirum hagkerfisins, svo sem í landbúnaði,verksmiðjurekstri eða þjónustu, heldur einnig þegar kæmi að heilsugæslu, menntun, félagslegu öryggi og grunnþjónustu, líkt og vatnsveitum, orkuframleiðslu og dreifingu, og samgöngukerfi. Ef vöxturinn lét á sér standa, var ríkisvaldinu um kennt; Það þurfti að afnema reglur og eftirlit og einkavæða meira. Þeir héldu því fram fullum fetum, að þróunaraðstoð væri ekki einasta óþörf heldur beinlínis skaðleg (hún gæti tafið fyrir markaðsvæðingunni). Allt sem þyrfit til að tryggja hagvöxtinn væri að opna ogeinkavæða.”( Bls. 318).

Dómur reynslunnar styður hins vegar ekki kenninguna. Samkvæmt kenningunni eiga þjóðfélög með lágmarksríkisafskipti, opin hagkerfi og víðtæka einkavæðingu að skila örum hagvexti. Hin, sem búa við öflugt ríkisvald, háa skatta og opinberar fjárfestingar í menntun, heilsugæslu og samfélagsnet, eftirlit með mörkuðum og takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns, að skila litlum hagvexti.
Reynslan segir einatt annað.

Lok á fyrri hluta spólu 1.