52 MILLJARÐAR/ÁRI X 30 ÁR=EES
EES er 30 ára í ár.
Milljarðarnir í fyrirsögninni eru niðurstaða þýskrar rannsóknarstofnunar á því, hvað EE-samningurinn hafi reynst vera Íslendingum mikil búbót á þessum 30 árum.
Og Háskóli Íslands taldi þetta nægilegt tilefni til að bjóða í partý, afmælisbarninu til heiðurs. Það var vel til fundið. Þó ekki væri nema vegna þess að ætla má, að meira en helmingur núlifandi Íslendinga muni ekki það Ísland, sem einu sinni var – fyrir EES. Og þakkarvert, að háskólinn leitaði til hins virta álitsgjafa Morgunblaðsins, Björns Bjarnasonar, fv. ráðherra, til að hressa upp á þjóðarminnið. Og hann fékk m.a.s. einn fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu – og það er nóg til af þeim – í lið með sér. Og tvær konur – aðra norska – sem vonandi höfðu báðar náð lögaldri, þegar EES leit dagsins ljós. Norska, þó ekki væri nema vegna þess, að Norðmenn borga reikninginn að mestu.
Lesa meira