ÓJÖFNUÐUR – ANDHVERFA LÝÐRÆÐIS

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson

THOMAS PIKETTY, franski hagfræðingurinn víðfrægi, hefur svarað spurningunni: Hvers vegna hefur hinn hnattvæddi kapitalismi valdið sívaxandi ójöfnuði innan hinna þróuðu samfélaga samtímans? Hann hefur birt niðurstöðurnar í tveimur öndvegisritum: Capital in the 21st Century  og Capital and ideology. Hann og samstarfsmenn hans hafa rannsakað fjallháa bunka af upplýsingum um efnið,sem leynast í hagtölum hinna þróuðu ríkja Evrópu og Ameríku seinustu tvær aldir. Svarið er að finna í eftirfarandi jöfnu: 

                                                              r > g

Þetta þýðir í mæltu máli: Fjármagnstekjur – hagnaður, arður,  vextir, leigutekjur o.s.frv. eru hærri en hagvöxtur til lengri tíma. Þetta þýðir, að kapitalisminn hefur innbyggða tilhneigingu til að safna auði á fáar hendur. Staðreyndir sýna, að samþjöppun auðs og fjármagnstekna  í höndum fámennrar elítu fjármagnseigenda hefur aftur náð himinhæðum til jafns við það sem var upp úr fyrra stríði, í aðdraganda heimskreppunnar miklu milli 1930-40. Þetta hefur gerst í kjölfar valdatöku Reagans/Thatchers um 1980, á  tímabili nýfrjálshyggjunnar, sem kennd er við Hayek/Friedman. Á þessu tímabili leysti nýfrjálshyggjan hið félagslega markaðskerfi af hólmi, en gullöld þess var upp úr seinna stríði fram undir 1980. Það var líka gullöld jafnaðarstefnunnar, því að lífskjör almennings fóru ört batnandi, hagvöxtur var ör, kreppur heyrðu til undantekninga og jöfnuður eigna- og tekjuskiptingar fór vaxandi.

Lesa meira

NORRÆNA MÓDELIÐ OG FRAMTÍÐ LÝÐRÆÐIS

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson

„Það sem við nú erum vitni að er ekki bara endalok Kalda stríðsins eða kaflaskipti í eftir-stríðs sögunni, heldur endalok sögunnar sem slíkrar; þ.e.a.s. endapunkturinn á hugmyndafræðilegri þróun mannkyns, þar sem vestrænt lýðræði ríkir sem hið endanlega form mannlegra stjórnarhátta“.
Francis Fukuyama: End of Ideology (1991).

Þessi tilvitnun lýsir betur en flest annað þeirri útbreiddu bjartsýni um framtíð mannkynsins, sem ríkti við upplausn Sovétríkjanna og endalok Kalda stríðsins. Núna – meira en 30 árum síðar –  hefur þessi bjartsýni vikið fyrir sívaxandi svartsýni – bölmóði.        Við höfum sívaxandi áhyggjur af því, að sjálft lýðræði Vesturlanda standi höllum fæti. Við erum jafnvel full efasemda um, að það sér eigi sér framtíð.

Hvernig brugðust Vesturlönd við hruni Sovetríkjanna á sínum til ? Satt að segja voru viðbrögðin næsta fálmkennd. Annars vega vildu leiðtogar lýðræðisríkjanna festa Gorbachev ísessisem samstarfsaðila í samningum um endalok Kalda stríðsins. Hins vegar  var Bush Bandaríkjaforseta þvert um geð að láta lýðræðisöflum Rússlans í té fjárhagsaðstoð, sem þó var forsenda þess, að nokkur umbótaáætlun skilaði árangri. Og sjokk-þerapían, sem troðið  var upp á Rússa leiddi af sér eitt mesta ójafnaðarþjóðfélag í heimi. Hinar ríkulegu náttúruauðlindir Rússlands – olía, gas og eðalmálmar – voru seldar skjólstæðingum valdsins fyrir slikk. Rússland samtímans er ekki bara auðræði – heldur beinlínis þjófræði (e. kleptocrasy).

Lesa meira

BARÁTTA EYSTRASALTSÞJÓÐA: SÖGULEG UPPRIFJUN

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson

Sjálfstæðisbarátta ykkar á seinustu áratugum seinustu aldar var þjóðarvakning: syngjandi byltingin. En hún var líka pólitísk grasrótarhreyfing – fyrir lýðræðið: Mannlega keðjan (e. Human chain). Þetta tvennt: Byltingin syngjandi og mannlega keðjan, þar sem meira en milljón manns héldust í hendur frá Tallinn í norðri til Vilníusar í suðri, varð táknmynd hreyfingarinnar. Og vakti athygli um gervallan heim.

Fyrstu talsmenn hreyfingarinnar til að heimsækja Ísland, flytja mál sitt og leita eftir stuðningi við málstaðinn – innan NATO, voru Endel Lippmaa, þjóðkunnur vísindamaður, Edgar Savisaar, fyrsti forsætisráðherra Eistlands og Lennart Meri, fyrsti utanríkisráðherrann og seinna forseti Eistlands (1902-2000). Þeir spurðu bara einnar spurningar: Gætu þeir treyst því, að leiðtogar vestrænna lýðræðisríkja byðu þá velkomna í hóp lýðræðisríkja?

VONBRIGÐI

Annað átti eftir að koma á daginn. Frelsishetjunum var tekið eins og hverjum öðrum boðflennum, – jafnvel „friðarspillum“. Þeir voru beðnir um að hafa hægt um sig, leita samninga – án fyrirframskilyrða – um aukna sjálfstjórn. Hvers vegna? Vegna þess að ef þessar þjóðir slyppu út úr þjóðafangelsi Sovétríkjanna gæti það hrint af stað óæskilegri atburðarás. Gorbachev var samstarfsaðili í samningum um endalok Kalda stríðsins. Hann var ekki bara aðalritari Kommúnistaflokksins heldur forseti Sovétríkjanna. Ef Sovétríkin leystust upp, myndi hann hrökklast frá völdum. Harðlínumenn kæmust aftur til valda. Það gæti leitt af sér nýtt Kalt stríð og jafnvel styrjaldarátök í Mið- og Austur Evrópu.

Lesa meira

SÁLUMESSA UM SPILLINGUNA

„Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta“.

(Úr skýrslu Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis, 1. okt., 2 009)

Þorvaldur Logason: EIMREIÐARELÍTAN – SPILLINGARSAGA, 464 BLS.

Árið 1979 gaf Kjartan Gunnarsson út lítið rit, sem nefndist: Uppreisn frjálshyggjunnar. Þetta  var eins konar stefnuskrá. Það átti að rísa upp gegn böli ríkisforsjárinnar. Það átti að leysa úr læðingi atorku og framtak einstaklingsins. Þeir sem að baki stóðu, eru þekktir undir nafninu Eimreiðarhópurinn,  eftir tímariti sem þeir gáfu út á árunum 1972-75.

Lesa meira

JÓHANNESARGUÐSPJALL (hið nýja)

Lifað með öldinni, endurminningar Jóhannesar Nordal, er þrekvirki, enda þrettán ár í smíðum. Sjálfur er höfundurinn að nálgast 100 ára afmælið. Þetta er stjórnmála- og hagsaga Íslands á 20stu öld. Hvað ætli Jóhannes hafi lifað af marga forsætis- og fjármálaráðherra á sinni tíð? En alltaf blífur Jóhannes – okkar útgáfa af hinum menntaða einvalda.

Honum dvaldist við námið í London, m.a. vegna þess að hann smitaðist alvarlega af berklum og var vart hugað líf. Ætli sú lífsreynsla hafi ekki eflt hann að viti og þroska? Að lokinni þessari eldskírn lukust dyr Landsbankans upp fyrir honum. Landsbankinn var þá líka seðlabanki með einkarétt á seðlaprentun. Hann var Seðlabankastjóri á 4ða áratug – heimsmet, ekki satt?

Lesa meira

SÖGUBURÐUR II

Það sem hér fer á eftir er upptalning á kærumálum Aldísar og „grúppunnar“ í kringum hana, sem vísað var til lögreglu 2013 og áfrýjað til saksóknara, sem í báðum tilvikum vísuðu þeim frá þar sem ekki hefði verið færðar sönnur á refsiverða háttsemi.

  1. Aldís Baldvinsdóttir

Ákæran var um kynferðislega misnotkun á dætrum mínum í æsku og sifjaspell með elstu dóttur minni, þegar hún var vistuð á geðdeild. Einsog fyrr sagði voru þessar sakargiftir dæmdar „dauðar og ómerkar“ og tilhæfulausar með Héraðsdómi 12.mars 2021. Aldís treysti sér ekki til að áfrýja dómnum. Sama máli gegnir um aðra ófrægingaróra í hennar sögusafni: Kennslu í sjálfsfróun, sýningu á kynfærum, mök við tengdamóður o.s.frv. Allt er þetta að sjálfsögðu tómt bull, væntanlega sett fram í maníu.

Lesa meira

SÖGUBURÐUR I

Í blaðaviðtali fyrir mörgum árum kvaðst elsta dóttir okkar Bryndísar, Aldís, ekki þekkja þá mynd, sem fjölmiðlar hefðu dregið upp af föður sínum og spurði: Má hann þá hvergi njóta sannmælis?

Þetta var árið 1995, þegar Aldís var 36 ára gömul. Sjö árum seinna hafði gagnkvæm ástúð og viðring snúist upp í hatur og hefndarhug. Hvers vegna? Svarið við því er þetta:

Samkvæmt þágildandi lögum var það mitt hlutskipti að veita ítrekað samþykki f.h. aðstandenda við beiðni geðlækna um nauðungarvistun á geðdeild – í einu tilviki um sjálfræðissviptingu – til þess að dóttir okkar fengi notið bráðnauðsynlegrar læknishjálpar.

Lesa meira

AÐ NJÓTA SANNMÆLIS?

Fyrirsögn þessarar greinar er sótt í blaðaviðtal við þrjár dætur okkar Bryndísar í febrúar 1995. Í viðtalinu beindi blaðamaður eftirfarandi spurningum að systrunum: „Hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tíma í koddana ykkar yfir þeim sem börn?“

Svör systranna lýsa ástúðlegu sambandi þeirra við foreldra sína. Sú elsta, Aldís – þá 36 ára – kveður fastast að orði um mannkosti föður síns. Þegar sú yngsta, Kolfinna,  spyr, hvort þær séu ekki „orðnar of væmnar“, svarar Aldís:

„Má hann ekki einhvers staðar njóta sannmælis?“

Lesa meira

Um þá sem þora…

  Ein af grjótblokkunum sem hlaðið var í víggirðingu kringum þinghúsið (Seimas) í   Vilníus  í janúar 1991 bar síðar þessa áletrun: „Til Íslands sem þorði, þegar aðrir þögðu“. Heimildamynd Ólafs Rögnvaldssonar um stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltstþjóða heitir: „Þeir sem þorðu……“ Fyrirsögn greinarinnar vísar til þessa.

Í næstum hálfa öld voru Eystrasaltsþjóðirnar hinar gleymdu þjóðir Evrópu. Lönd þeirra voru þurrkuð út af landakortum heimsins.  Tungumál þeirra voru til heimabrúks, og þjóðmenningin lifði af neðanjarðar. Þessar þjóðir voru horfnar af pólitískum radarskjá umheimsins. Þegar ég ræddi um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða við starfsbróður minn, utanríkisráðherra NATO- ríkis, reyndi hann að eyða umræðuefninu með eftirfarandi ummælum: „Hafa þessar þjóðir ekki alltaf tilheyrt Rússlandi?“

Lesa meira