JÓHANNESARGUÐSPJALL (hið nýja)

Lifað með öldinni, endurminningar Jóhannesar Nordal, er þrekvirki, enda þrettán ár í smíðum. Sjálfur er höfundurinn að nálgast 100 ára afmælið. Þetta er stjórnmála- og hagsaga Íslands á 20stu öld. Hvað ætli Jóhannes hafi lifað af marga forsætis- og fjármálaráðherra á sinni tíð? En alltaf blífur Jóhannes – okkar útgáfa af hinum menntaða einvalda.

Honum dvaldist við námið í London, m.a. vegna þess að hann smitaðist alvarlega af berklum og var vart hugað líf. Ætli sú lífsreynsla hafi ekki eflt hann að viti og þroska? Að lokinni þessari eldskírn lukust dyr Landsbankans upp fyrir honum. Landsbankinn var þá líka seðlabanki með einkarétt á seðlaprentun. Hann var Seðlabankastjóri á 4ða áratug – heimsmet, ekki satt?

Lesa meira

SÖGUBURÐUR II

Það sem hér fer á eftir er upptalning á kærumálum Aldísar og „grúppunnar“ í kringum hana, sem vísað var til lögreglu 2013 og áfrýjað til saksóknara, sem í báðum tilvikum vísuðu þeim frá þar sem ekki hefði verið færðar sönnur á refsiverða háttsemi.

  1. Aldís Baldvinsdóttir

Ákæran var um kynferðislega misnotkun á dætrum mínum í æsku og sifjaspell með elstu dóttur minni, þegar hún var vistuð á geðdeild. Einsog fyrr sagði voru þessar sakargiftir dæmdar „dauðar og ómerkar“ og tilhæfulausar með Héraðsdómi 12.mars 2021. Aldís treysti sér ekki til að áfrýja dómnum. Sama máli gegnir um aðra ófrægingaróra í hennar sögusafni: Kennslu í sjálfsfróun, sýningu á kynfærum, mök við tengdamóður o.s.frv. Allt er þetta að sjálfsögðu tómt bull, væntanlega sett fram í maníu.

Lesa meira

SÖGUBURÐUR I

Í blaðaviðtali fyrir mörgum árum kvaðst elsta dóttir okkar Bryndísar, Aldís, ekki þekkja þá mynd, sem fjölmiðlar hefðu dregið upp af föður sínum og spurði: Má hann þá hvergi njóta sannmælis?

Þetta var árið 1995, þegar Aldís var 36 ára gömul. Sjö árum seinna hafði gagnkvæm ástúð og viðring snúist upp í hatur og hefndarhug. Hvers vegna? Svarið við því er þetta:

Samkvæmt þágildandi lögum var það mitt hlutskipti að veita ítrekað samþykki f.h. aðstandenda við beiðni geðlækna um nauðungarvistun á geðdeild – í einu tilviki um sjálfræðissviptingu – til þess að dóttir okkar fengi notið bráðnauðsynlegrar læknishjálpar.

Lesa meira

AÐ NJÓTA SANNMÆLIS?

Fyrirsögn þessarar greinar er sótt í blaðaviðtal við þrjár dætur okkar Bryndísar í febrúar 1995. Í viðtalinu beindi blaðamaður eftirfarandi spurningum að systrunum: „Hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tíma í koddana ykkar yfir þeim sem börn?“

Svör systranna lýsa ástúðlegu sambandi þeirra við foreldra sína. Sú elsta, Aldís – þá 36 ára – kveður fastast að orði um mannkosti föður síns. Þegar sú yngsta, Kolfinna,  spyr, hvort þær séu ekki „orðnar of væmnar“, svarar Aldís:

„Má hann ekki einhvers staðar njóta sannmælis?“

Lesa meira

Um þá sem þora…

  Ein af grjótblokkunum sem hlaðið var í víggirðingu kringum þinghúsið (Seimas) í   Vilníus  í janúar 1991 bar síðar þessa áletrun: „Til Íslands sem þorði, þegar aðrir þögðu“. Heimildamynd Ólafs Rögnvaldssonar um stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltstþjóða heitir: „Þeir sem þorðu……“ Fyrirsögn greinarinnar vísar til þessa.

Í næstum hálfa öld voru Eystrasaltsþjóðirnar hinar gleymdu þjóðir Evrópu. Lönd þeirra voru þurrkuð út af landakortum heimsins.  Tungumál þeirra voru til heimabrúks, og þjóðmenningin lifði af neðanjarðar. Þessar þjóðir voru horfnar af pólitískum radarskjá umheimsins. Þegar ég ræddi um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða við starfsbróður minn, utanríkisráðherra NATO- ríkis, reyndi hann að eyða umræðuefninu með eftirfarandi ummælum: „Hafa þessar þjóðir ekki alltaf tilheyrt Rússlandi?“

Lesa meira

Tilvistarvandi smáþjóða: Hver lúffaði?

Kemur fiskur í staðinnn fyrir „foreign policy“ á Íslandi? Makríll í staðinn fyrir mannréttindi? Hagsmunir í staðinn fyrir hugsjónir –  grundvallarsjónarmið?

Þetta var meðal þeirra spurninga, sem Eiríkur heitinn Guðmundsson í Víðsjá (RÚV) reifaði í þætti sínum fyrir nokkrum árum. Allt saman þýðingarmiklar spurningar – og tilefni til að leita svara –  ærin. Lífsháski Úkraínu-og Palestínumanna frammi fyrir yfirþyrmandi hervaldi; sjálfsákvörðunarréttur þjóða frammi fyrir hernaðarástandi; mannréttindi hinna varnarlausu frammi fyrir drápsmaskínum styrjalda.

Lesa meira

Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsþjóða og endalok Sovétríkjanna: ÞEGAR ÍSLAND LEIÐRÉTTI KÚRSINN HJÁ NATO

Þann 9.maí s.l.birti Morgunblaðið frétt af því, að skjöl þýska utanríkisráðuneytisins frá lokum Kalda stríðsins hefðu verið gerð opinber. Samkvæmt þeim hefðu leiðtogar Þýskalands, Kohl kanslari og Genscher utanríkisráðherra, beitt sér gegn endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsþjóða og aðild hinna nýfrjálsu ríkja að varnarbandalagi lýðræðisríkjanna, NATO. Þáverandi utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, segir, að sama máli hafi gegnt um þáverandi forseta Bandaríkjanna, George H.W. Bush. Ísland hafi beitt sér gegn yfirlýstri stefnu leiðtoga NATO og hafi sú stefna orðið ofan á.Það sem hér fer á eftir er kafli úr bók Jóns Baldvins: THE BALTIC ROAD TO FREEDOM – ICELAND´S ROLE, Lambert Academic Publishing, 2017.

Lesa meira

UM STRÍÐ OG FRIÐ

„Án Úkraínu verður Rússland aldrei drottnandi nýlenduveldi á ný“.
Zbigniew Brzezinski

Hvers vegna eru Eystrasaltsþjóðir ævinlega þakklátar Íslendingum fyrir stuðning okkar á örlagastundu við baráttu þeirra fyrir endurheimt sjálfstæðis?

Það er ekki (bara) vegna þess að Íslendingar hafi orðið fyrstir í einhverju kapphlaupi  um viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði þessara þjóða. Það er vegna þess að við vorum eina ríkið (sér í lagi innan NATO) , sem andmæltum afstöðu leiðtoga Vesturveldanna til sjálfstæðisbaráttu þeirra.

Hver var hún? Hún var sú, að ekki mætti segja eða gera neitt, sem tefldi völdum Gorbachevs sem forseta Sovétríkjanna í hættu, því að þá myndu „harðlínumenn“  (kommúnistar) ná völdum. Þar með væri yfirstandandi samningum um endalok Kalda stríðsins, allsherjar afvopnun, frelsun þjóða Mið-og Austur Evrópu undan oki Sovétríkjanna  –  og síðast en ekki síst sameiningu Þýskalands –  teflt í tvísýnu.

Ég taldi það ekki góðri lukku stýra að binda allar vonir um árangur í þessum mikilvægu samningum við pólitísk örlög eins manns. Ég benti á, að vegna vonbrigða með lítinn árangur í reynd af umbótatali Gorbachevs, hefði hann í vaxandi mæli glatað stuðningi umbótaafla og orðið að reiða sig á stuðning harðlínumanna í Kreml, eins og síðar kom á daginn. Ég hélt því fram, að leiðtogar lýðræðisríkjanna mættu með engu móti fórna réttmætum væntingum Eystrasaltsþjóða um endurheimt sjálfstæðis, á svo hæpnum forsendum.

Lesa meira

Úkraína í herkví:

AFTURGÖNGUR SÖGUNNAR

Má rekja neyðarástandið sem umlykur Úkraínu til sögulegra mistaka leiðtoga Vesturveldanna, þegar samið var við Gorbachev um endalok Kalda stríðsins á árunum um og upp úr 1990?

Marshalláætlun/ Yavlinsky- program?

Það varð snemma ljóst, að leiðtogar Vesturveldanna – sér í lagi Bush eldri, Bandaríkjaforseti –   voru gersamlega óviðbúnir hruni Sovétríkjanna. Þeir brugðust við atburðum eftir á,  en einatt of lítið – of seint. Sovétkerfið var ekki bara hugmyndalega, heldur efnahagslega, gjaldþrota. Undir lokin birtist Gorbachev okkur í hlutverki betlarans, sem sárbændi viðsemjendursína um hjálp.  Það sem hann fékk voru smáaurar, sem dugðu til að seðja sárasta hungrið. Það sem þurfti, til að bjarga málum,  var massíf Marshall- áætlun, sambærileg að fjárhæð við áætlun Bandaríkjamanna eftir lok Seinni heimsstyrjaldar, sem kennd er við Marshall og átti stóran þátt í að hraða endurreisn Evrópu úr rústum stríðsins.

Gorbachev hafði hvorki fjármuni né framkvæmanlegar hugmyndir um, hvernig umskiptin til markaðskerfis undir lýðræðislegri stjórn gæti átt sér stað. En slík áætlun var til í tæka tíð. Hún var kennd við úkraínska hagfræðinginn Yavlinsky. Það hefði tekið að lágmarki fimm ár og 150 milljarða Bandaríkjadala að hrinda henni í framkvæmd. Ekki til þess að sökkva peningum ofan í svarthol upplausnarinnar, heldur til að byggja traustar undirstöður lýðræðislegra stofnana, blandaðs hagkerfis og réttarríkis í Rússlandi. Það var þetta sem þurfti til að hjálpa Rússum til að sá fræjum lýðræðis og mannréttinda í rússneskum jarðvegi.

Lesa meira