Norræna módelið gegn ögrun nýfrjálshyggjunnar

„The Nordic model vs. the neoliberal challenge“ er heiti nýrrar bókar á ensku eftir Jón Baldvin Hannibalsson,
fyrrverandi formann Alþýðuflokksins. Útgefandi bókarinnar, sem er 343 bls., er Lambert Academic Publishing (LAP) í Þýskalandi.

Bókin um norræna módelið skiptist í þrjá meginkafla:

Í fyrsta kafla fjallar höfundur um Hrunið, orsakir þess og afleiðingar. Hann útskýrir, hvers vegna Ísland náði sér fyrr og betur á strik en flestar aðrar þjóðir, sérstaklega jaðarþjóðir evru-svæðisins, sem sjá á bak glötuðum áratug eftir hrun.

Í öðrum kafla er fjallað um Ísland og Evrópusambandið. Getuleysi stjórnmálaforystu ESB til að ráða bót á tæknilegum ágöllum evrusamstarfsins og afleiðingum fjármálakreppunnar, sem lýsa sér m.a. í hraðvaxandi ójöfnuði, valda því, að aðild Íslands að ESB er ekki fýsilegur kostur í fyrirsjáanlegri framtíð, að mati höfundar.

Í þriðja kafla er sýnt fram á yfirburði Norræna módelsins umfram óbeislað markaðskerfi í anda nýfrjálshyggju. Norræna módelinu er lýst sem eina raunhæfa valkostinum við martröð nýfrjálshyggjunnar á öld alþjóðavæðingar.

Árið 2017 gaf sama forlag út ritið: „The Baltic road to Freedom – Iceland´s role“, eftir Jón Baldvin. Báðar bækurnar má nálgast á netinu eða panta í kilju hjá: www.morebooks.de.

Bækurnar fást einnig á Amazon:

The Nordic model vs. the neoliberal challenge

The Baltic road to freedom – Iceland’s role