AF FRÉTTUM RÚV OG FRÉTTATENGDU EFNI UM VEIÐILEYFA FRUMVARP RÍKISSTJÓRNARINNAR má ráða, að máttarstólpar þjóðfélagsins – okkar nýríku milljarðamæringar – sæti ómaklegum ofsóknum af hálfu stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin sé á góðri leið með að „slátra mjólkurkúnni“, sem hingað til hafi fært okkur björg í bú.
RÚV flytur okkur þennan hræðsluáróður kvölds og morgna, án þess að reyna að bjóða uppá gagnrýnar fréttaskýringar, byggðar á staðreyndum. Við vitum ekki, hvort þessi dapurlega vanræksla stjórnast fremur af hræðslugæðum eða vangetu.
Um Moggann þarf ekki að spyrja. Hann er beinlínis gerður út af milljarðamæringunum. Þeir borga árlegan hallarekstur blaðsins með glöðu geði, enda munar þá ekkert um slíkt smáræði. Öðruvísi mér áður brá, þegar Matthías og Styrmir réðu húsum í Hádegismóum.
Lesa meira