RAGNA Á LAUGABÓLI var eftirminnileg persóna, hverjum sem henni kynntist. Hún var einstök og engum lík. Skar sig úr hópnum, hvar sem var. Þori ég að segja það sem ég hugsa: Hún var Bjartur í Sumarhúsum í kvenkyni?
Hún er fyrirferðarmikil í minningum mínum frá uppvaxtarárunum við Djúp. Það var um miðja síðustu öld. Ég var bara sveitastrákur í Ögri, í sumarvist í sjö sumur. Ögur var samgöngumiðstöð við sunnanvert Djúpið. Þá sátu þau Hafliði, móðurbróðir minn og kona hans, Líneik, hið sögufræga stórbýli.
Lesa meira