Hann var sunnlenskur að ætt og uppruna – kenndi sig gjarnan við Tryggvaskála á bökkum Ölfusár – þar sem rísandi höfuðborg Suðurlands er nú að taka á sig mynd.
Hann var líka óforbetranlegur hestamaður. Honum dvaldist löngum í hesthúsunum í Víðidal og var ómissandi forsöngvari á hestamannamótum. Og í Landmannaafrétt og Biskupstungna með frændum sínum frá Skarði og Hvammi í Landssveit.
Því að Guðlaugur Tryggvi var tær og bjartur tenor. Söngurinn var hans líf og yndi. Hvar sem hann var á ferð – og hann fór víða úr alfaraleið á hestbaki – var stutt í lofsönginn um tign og fegurð íslenskrar náttúru.
Lesa meira