Eftir Jón Baldvin Hannibalsson
Sjálfstæðisbarátta ykkar á seinustu áratugum seinustu aldar var þjóðarvakning: syngjandi byltingin. En hún var líka pólitísk grasrótarhreyfing – fyrir lýðræðið: Mannlega keðjan (e. Human chain). Þetta tvennt: Byltingin syngjandi og mannlega keðjan, þar sem meira en milljón manns héldust í hendur frá Tallinn í norðri til Vilníusar í suðri, varð táknmynd hreyfingarinnar. Og vakti athygli um gervallan heim.
Fyrstu talsmenn hreyfingarinnar til að heimsækja Ísland, flytja mál sitt og leita eftir stuðningi við málstaðinn – innan NATO, voru Endel Lippmaa, þjóðkunnur vísindamaður, Edgar Savisaar, fyrsti forsætisráðherra Eistlands og Lennart Meri, fyrsti utanríkisráðherrann og seinna forseti Eistlands (1902-2000). Þeir spurðu bara einnar spurningar: Gætu þeir treyst því, að leiðtogar vestrænna lýðræðisríkja byðu þá velkomna í hóp lýðræðisríkja?
VONBRIGÐI
Annað átti eftir að koma á daginn. Frelsishetjunum var tekið eins og hverjum öðrum boðflennum, – jafnvel „friðarspillum“. Þeir voru beðnir um að hafa hægt um sig, leita samninga – án fyrirframskilyrða – um aukna sjálfstjórn. Hvers vegna? Vegna þess að ef þessar þjóðir slyppu út úr þjóðafangelsi Sovétríkjanna gæti það hrint af stað óæskilegri atburðarás. Gorbachev var samstarfsaðili í samningum um endalok Kalda stríðsins. Hann var ekki bara aðalritari Kommúnistaflokksins heldur forseti Sovétríkjanna. Ef Sovétríkin leystust upp, myndi hann hrökklast frá völdum. Harðlínumenn kæmust aftur til valda. Það gæti leitt af sér nýtt Kalt stríð og jafnvel styrjaldarátök í Mið- og Austur Evrópu.
Lesa meira