Það skýtur skökku við, að prófessor úr fílabeinsturni akademíunnar (Háskóla Íslands) skuli þurfa til að minna okkur á, að pólitík er ekki samkvæmisleikur og sýndarmennska, eins og sumir virðast halda.Pólítík snýst um völd. Það er kjarni málsins í nýjustu bók Dr. Stefáns Ólafssonar, sem hann nefnir: Baráttan um bjargirnar – stjórnmál og stéttabarátta í mótun íslensks samfélags. Þessi bók ætti að vera skyldulesning allra þeirra sem sitja á Alþingi, í sveitarstjórnum eða í stjórnum stéttarfélaga og hagsmunasamtaka. Allavega, allra þeirra sem vilja gæta almannahagsmuna.
Hingað – en ekki lengra
Núna er rétti tíminn til að byrja að undirbúa meiriháttar þjóðfélagsbreytingar. Við stöndum á tímamótum. Á undanförnum áratugum hafa fulltrúar fjármagnseigenda í Sjálfstæðisflokknum verið að þoka þjóðfélaginu smám saman, skref fyrir skref, í átt að óbeisluðum kapítalisma af því tagi, sem náð hefur að festa sig í sessi í Bandaríkjunum. Að sama skapi höfum við verið að fjarlægjast hið norræna samfélagsmódel. Í næstu kosningum eigum við tveggja kosta völ: Viljum við halda áfram á sömu braut? Eða, ætlum við að segja: Hingað – en ekki lengra?
Lesa meira