Ámi var sonur einstæðrar móður. Hann ólst upp í verkamannabústöðunum í Holtunum. Og fór að vinna fyrir sér og sínum fyrir fermingu. Hann lærði því af reynslunni að samstaða fátæks fólks skiptir sköpum í lífsbaráttunni. Þess vegna var hann „krati“ frá blautu barnsbeini.
Ámi lá aldrei á liði sínu, þegar ryðja þurfti brautina. Þegar Hljómar kvöddu sér fyrst hljóðs, kvað við nýjan tón. Það kom í hlut Áma að ryðja brautina með þeim. Og guðfaðir Stuðmanna, Jakob Frímann, minnist örlætis hans í upphafi vegferðar þeirra, sem enn er ekki lokið.
Og svo var það pólitíkin: Ástríðan, sem leiddi okkur Áma saman. Vimmi hafði vaðið eld og brennistein til að vekja flokk alþýðunnar aftur til lífsins með ungri kynslóð. Hann kvaddi mig að vestan til að ritstýra Alþýðublaðinu. Sem ritstjóri átti ég sæti í þingflokknum. Mér rann til rifja, hvernig „stóra sigrinum“ 1978 var klúðrað í aumkunarverðu ráðaleysi.
Lesa meira