Það er nánast útgöngubann svo það er ekkert betra við tímann að gera. Ég er kominn fram á bls. 486 , þar sem Piketty fjallar um fyrirmyndarríkið Svíþjóð og hina sósíaldemókratísku gullöld í Evrópu (og Ameríku eftir New Deal) fyrstu þrjá áratugina eftir Seinna stríð. Hann lýsir því býsna vel, hvernig sænski jafnaðarmannaflokkurinn og verkalýðshreyfingin byggðu upp annars konar þjóðfélag – valkost við annars vegar ameríska óðakapítalismann ,sem hrundi og hratt af stað heimskreppunni; og hins vegar valdbeitingarsósíalismann í Sovétinu, sem hrundi fyrir eigið getuleysi til að fullægja frumþörfum fólks, eftir 70 ára tilraunastarfsemi.
Lesa meiraFYRIRMYNDARRÍKIÐ
Kosturinn við fjandans veirufaraldurinn (ef það má komast svo kaldranalega að orði) er sá, að þá gefst næði til að lesa nýjasta stórvirki franska hagfræðingsins, Tómasar Piketty: Capital et Ideologie upp á 1093 bls. Á maður ekki alltaf að líta á björtu hliðarnar?