Það lék allt í höndunum á honum Binna. Ef hann settist við píanóið, hljómaði lagið fyrr en varði. Hann lærði aldrei að lesa nótur. Þetta var bara meðfætt. Hann var líka eini maðurinn, sem ég þekkti, sem hafði próf upp á það, að hann kynni að gera við saumavélar. Það lék sem sé allt í höndum hans.
Einhvers staðar stendur skrifað: „Vertu trúr yfir litlu, og ég mun setja þig yfir mikið“.Þannig var það með hann Binna. Allt í einu var hann floginn til Vesturheims – nánar tiltekið Tulsa, Oklahoma – til þess að læra að gera við flugvélar. Eftir það hvarf hann sjónum okkar löngum. Hans aðalstarfi var að halda risaþotum gangandi í millilandaflugi. Af því leiddi, að heimurinn varð hans vinnustaður: frá Íslandi til Ameríku (Oklahoma, Lousiana, Connecticut, Maryland, New York og víðar); til Evrópu (Belgía og Spánn), til Mið-Austurlanda og í Afríku. Þar vann hann lengst af í Nígeríu.
Lesa meira