Ég var fjarri fósturjarðarströndum þann 19. ágúst s.l., þegar Ingibjörg Björnsdóttir var kvödd hinstu kveðju. En mér rennur bóðið til skyldunnar að minnast hennar fáeinum vel völdum orðum, því að hún var eftirminnilegur samstarfsmaður minn þann skamma tíma, sem ég gegndi embætti fjármálaráðherra (1987-88).
Það var stuttur tími, en við bættum það upp með því að koma gríðarlega miklu í verk. Orðið „skattkerfisbylting“ er ekki fjarri sanni. Seinna, þegar ég lýsti þessari kerfisbreytingu á fundi fjármálaráðherra Norðurlanda, sagði sænskur starfsbróðir, Kjell-Olov Feldt, að í Svíþjóð hefðu svo umfangsmiklar breytingar í ríkisfjármálum tekið a.m.k. 9 ár.
Lesa meira