Brynjólfur Jónsson, minning

Það lék allt í höndunum á honum Binna. Ef hann settist við píanóið, hljómaði lagið fyrr en varði. Hann lærði aldrei að lesa nótur. Þetta var bara meðfætt. Hann var líka eini maðurinn, sem ég þekkti, sem hafði próf upp á það, að hann kynni að gera við saumavélar. Það lék sem sé allt í höndum hans.

Einhvers staðar stendur skrifað: „Vertu trúr yfir litlu, og ég mun setja þig yfir mikið“.Þannig var það með hann Binna. Allt í einu var hann floginn til Vesturheims – nánar tiltekið Tulsa, Oklahoma – til þess að læra að gera við flugvélar. Eftir það hvarf hann sjónum okkar löngum. Hans aðalstarfi var að halda risaþotum gangandi í millilandaflugi. Af því leiddi, að heimurinn varð hans vinnustaður: frá Íslandi til Ameríku (Oklahoma, Lousiana, Connecticut, Maryland, New York og víðar); til Evrópu (Belgía og Spánn), til Mið-Austurlanda og í Afríku. Þar vann hann lengst af í Nígeríu.

Lesa meira

Ámundi Ámundason, minning

Ámi var sonur einstæðrar móður.  Hann ólst upp í verkamannabústöðunum í Holtunum. Og fór að vinna fyrir sér og sínum fyrir fermingu. Hann lærði því af reynslunni  að samstaða fátæks fólks skiptir sköpum í lífsbaráttunni.  Þess vegna var hann „krati“ frá blautu barnsbeini.

Ámi lá aldrei á liði sínu, þegar ryðja þurfti brautina. Þegar Hljómar kvöddu sér fyrst hljóðs, kvað við nýjan tón. Það kom í hlut Áma að ryðja brautina með þeim.  Og guðfaðir Stuðmanna, Jakob Frímann, minnist örlætis hans í upphafi vegferðar þeirra, sem enn er ekki lokið.

Og svo var það pólitíkin: Ástríðan, sem leiddi okkur Áma saman. Vimmi hafði vaðið eld og brennistein til að vekja flokk alþýðunnar aftur til lífsins með ungri kynslóð. Hann kvaddi mig að vestan til að ritstýra Alþýðublaðinu. Sem ritstjóri átti ég sæti  í þingflokknum. Mér rann til rifja, hvernig  „stóra sigrinum“ 1978 var klúðrað í aumkunarverðu ráðaleysi.

Lesa meira

BREIÐFYLKING UMBÓTAAFLA

Það skýtur skökku við, að prófessor úr fílabeinsturni  akademíunnar (Háskóla Íslands) skuli þurfa til að minna okkur á, að pólitík er ekki samkvæmisleikur og sýndarmennska, eins og sumir virðast halda.Pólítík snýst um völd. Það er kjarni málsins í nýjustu bók Dr. Stefáns Ólafssonar, sem hann nefnir: Baráttan um bjargirnar – stjórnmál og stéttabarátta í mótun íslensks samfélags. Þessi bók ætti að vera skyldulesning allra þeirra sem sitja á Alþingi, í sveitarstjórnum eða í stjórnum stéttarfélaga og hagsmunasamtaka. Allavega, allra þeirra sem vilja gæta almannahagsmuna.

Hingað – en ekki lengra

Núna er rétti tíminn til að byrja að undirbúa meiriháttar þjóðfélagsbreytingar. Við stöndum á tímamótum. Á undanförnum áratugum hafa fulltrúar fjármagnseigenda í Sjálfstæðisflokknum verið að þoka þjóðfélaginu smám saman, skref fyrir skref, í átt að óbeisluðum kapítalisma af því tagi, sem náð hefur að festa sig í sessi í Bandaríkjunum. Að sama skapi höfum við verið að fjarlægjast hið norræna samfélagsmódel. Í næstu kosningum eigum við tveggja kosta völ: Viljum við halda áfram á sömu braut? Eða, ætlum við að segja: Hingað – en ekki lengra?

Lesa meira

JÓHANNESARGUÐSPJALL (hið nýja)

Lifað með öldinni, endurminningar Jóhannesar Nordal, er þrekvirki, enda þrettán ár í smíðum. Sjálfur er höfundurinn að nálgast 100 ára afmælið. Þetta er stjórnmála- og hagsaga Íslands á 20stu öld. Hvað ætli Jóhannes hafi lifað af marga forsætis- og fjármálaráðherra á sinni tíð? En alltaf blífur Jóhannes – okkar útgáfa af hinum menntaða einvalda.

Honum dvaldist við námið í London, m.a. vegna þess að hann smitaðist alvarlega af berklum og var vart hugað líf. Ætli sú lífsreynsla hafi ekki eflt hann að viti og þroska? Að lokinni þessari eldskírn lukust dyr Landsbankans upp fyrir honum. Landsbankinn var þá líka seðlabanki með einkarétt á seðlaprentun. Hann var Seðlabankastjóri á 4ða áratug – heimsmet, ekki satt?

Lesa meira

SÖGUBURÐUR II

Það sem hér fer á eftir er upptalning á kærumálum Aldísar og „grúppunnar“ í kringum hana, sem vísað var til lögreglu 2013 og áfrýjað til saksóknara, sem í báðum tilvikum vísuðu þeim frá þar sem ekki hefði verið færðar sönnur á refsiverða háttsemi.

  1. Aldís Baldvinsdóttir

Ákæran var um kynferðislega misnotkun á dætrum mínum í æsku og sifjaspell með elstu dóttur minni, þegar hún var vistuð á geðdeild. Einsog fyrr sagði voru þessar sakargiftir dæmdar „dauðar og ómerkar“ og tilhæfulausar með Héraðsdómi 12.mars 2021. Aldís treysti sér ekki til að áfrýja dómnum. Sama máli gegnir um aðra ófrægingaróra í hennar sögusafni: Kennslu í sjálfsfróun, sýningu á kynfærum, mök við tengdamóður o.s.frv. Allt er þetta að sjálfsögðu tómt bull, væntanlega sett fram í maníu.

Lesa meira

SÖGUBURÐUR I

Í blaðaviðtali fyrir mörgum árum kvaðst elsta dóttir okkar Bryndísar, Aldís, ekki þekkja þá mynd, sem fjölmiðlar hefðu dregið upp af föður sínum og spurði: Má hann þá hvergi njóta sannmælis?

Þetta var árið 1995, þegar Aldís var 36 ára gömul. Sjö árum seinna hafði gagnkvæm ástúð og viðring snúist upp í hatur og hefndarhug. Hvers vegna? Svarið við því er þetta:

Samkvæmt þágildandi lögum var það mitt hlutskipti að veita ítrekað samþykki f.h. aðstandenda við beiðni geðlækna um nauðungarvistun á geðdeild – í einu tilviki um sjálfræðissviptingu – til þess að dóttir okkar fengi notið bráðnauðsynlegrar læknishjálpar.

Lesa meira

AÐ NJÓTA SANNMÆLIS?

Fyrirsögn þessarar greinar er sótt í blaðaviðtal við þrjár dætur okkar Bryndísar í febrúar 1995. Í viðtalinu beindi blaðamaður eftirfarandi spurningum að systrunum: „Hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tíma í koddana ykkar yfir þeim sem börn?“

Svör systranna lýsa ástúðlegu sambandi þeirra við foreldra sína. Sú elsta, Aldís – þá 36 ára – kveður fastast að orði um mannkosti föður síns. Þegar sú yngsta, Kolfinna,  spyr, hvort þær séu ekki „orðnar of væmnar“, svarar Aldís:

„Má hann ekki einhvers staðar njóta sannmælis?“

Lesa meira

Minning: RAGNA AÐALSTEINSDÓTTIR Á LAUGABÓLI

RAGNA Á LAUGABÓLI var eftirminnileg persóna, hverjum sem henni kynntist. Hún var einstök og engum lík. Skar sig úr hópnum, hvar sem var. Þori ég að segja það sem ég hugsa: Hún var Bjartur í Sumarhúsum í kvenkyni?

Hún er fyrirferðarmikil í minningum mínum frá uppvaxtarárunum við Djúp. Það var um miðja síðustu öld. Ég var bara sveitastrákur í Ögri, í sumarvist í sjö sumur. Ögur var samgöngumiðstöð við sunnanvert Djúpið. Þá sátu þau Hafliði, móðurbróðir minn og kona hans, Líneik, hið sögufræga stórbýli.

Lesa meira

Minning: HRAFN JÖKULSSON

Hrafn Jökulsson er nú kominn að leiðarlokum: „Þar sem vegurinn endar“.

Eftir stormasamt líf, þar sem skiptust á skin og skúrir, gat hann kvatt sína samferðarmenn með brosi á vör. Hann hefur svo sannarlega goldið fósturlaunin fullu verði. Hann hefur skilið eftir sig listaverk, sem mun halda nafni hans á loft um ókomna tíð.

„Þar sem vegurinn endar“, lífssaga Hrafns (2007) er ein af perlum íslenskra bókmennta. Hún er lífssaga gáfnaljóss, sem rekur sig snemma á harðneskju heimsins. Hún er Íslandssagan í hnotskurn. Hún er byggðasaga okkar Strandamanna, þar sem segir frá óvæginni lífsbaráttu við óblíð náttúruöfl, sem gefa engin grið. Þar sem fólk gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.

Lesa meira