Fiskveiðiheimildir  og framsal: 30 ÁRA STRÍÐIÐ- MÁL AÐ LINNI?                      

Eignarréttur og nýtingarréttur. Þessi tvö lykilhugtök nálgast kjarna málsins, þegar að því kemur að öðlast skilning á því,  um hvað yfirstandandi 30 ára stríð um fiskveiðistjórnun Íslendinga snýst. Sjónvarpsþættir Vesturports um verbúðina Ísland hafa vakið þjóðarathygli. En þar sem stríðinu er hvergi nærri lokið gefur nývakinn áhugi tilefni til að draga aðalatriðin fram í dagsljósið og leita lausna.    

  1. gr. gildandi laga um stjórn fiskveiða hljóðar svo:

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“.

Lesa meira

LAND TÆKIFÆRANNA

Það fer vart fram hjá neinum, að nýfrjálshyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum heyr nú kosningabaráttu sína undir kjörorðinu: „Land tækifæranna“. Það rifjar upp fyrir mér, að fyrir nokkrum árum birti tímaritið Economist sérstaka skýrslu um norræna módelið. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu, að norræna módelið væri „the most successful socio-economic model on the planet“, á öld hnattvæðingar.Í því hefði tekist að sameina andstæðurnar „hagkvæmni og jöfnuð“. Norræna módelið væri hvort tveggja í senn, samkeppnishæfasta og mesta jafnaðarþjóðfélag á jarðríki. Það hefði afdráttrlaust leyst Ameríku af hólmi sem „land tækifæranna“.

En höfundur skýrslunnar, hr. Wooldridge, reyndist vera illa smitaður af bakteríu nýfrjálshyggjunnar eins og fleiri. Hann reyndi því að gera sitt besta til að þakka sænskum íhaldsmönnum, sem hafa verið við völd skamma hríð á seinustu árum, fyrir þennan óviðjafnanlega árangur. Sannleikurinn er hins vegar sá, að sænska velferðarríkið, þessi völundarsmíð sænskra jafnaðarmanna, stendur óhögguð. Sænskir íhaldsmenn hafa ekki dirfst að hagga við undirstöðunum, heldur orðið að láta sér nægja að fitla við smábreytingar á jaðrinum.

Ég sendi því bréf til ritstjórans með rökstuddri gagnrýni á þessi áróðrsbrögð. Það segir sína sögu um ritstjórnarstefnu Economist, að þrátt fyrir að þeir hafi óskað sérstaklega eftir viðbrögðum lesenda sinna, stungu þeir athugasasemdum mínum undir stól. Ég þykist vita, að Kjarninn þori að birta það sem ritstjóri Economist þorði ekki að trúa lesendum sínum fyrir. Hér kemur það:

Lesa meira

GREININGIN Á BANAMEINI SOVÉTRÍKJANNA REYNDIST RÉTT

Eftirfarandi viðtal við Jón Baldvin birtist í helgarblaði (Sestdiena) í Riga (september, 10-16, 2021), í tilefni af því, að 30 ár eru liðin frá því að Lettar endurheimtu sjálfstæði sitt frá Sovétríkjunum.

Q To what extent were you familiar with the internal situation of the Soviet Union and behind the iron curtain?

A. I stem from a very political clan in Iceland. My grand cousin was the founder and leader of the Trade Union movement and the Socialdemocratic Party for more than 20 years (1916-38). My father was leader of the Trade Union Movement for 20 years (1954-74), and briefly leader of the Socialdemocratic Party. My uncle studied in Paris, Berlin and Rome after WW1 and worked for the League of Nations. My oldest brother was the first person from Western Europe after WW-ll to graduate from Moscow University and did postgraduate work in Poland (1954-61).

Continue reading “GREININGIN Á BANAMEINI SOVÉTRÍKJANNA REYNDIST RÉTT”

Styrmir Gunnarsson, minning

Hann var sjálfum sér líkur til hinsta dags. Þrátt fyrir heilsuáfall, sem hefði knúið flesta menn til að biðjast vægðar, neitaði hann að gefast upp  fyrr en í fulla hnefana. Hann neytti sinna seinustu krafta til að ljúka við laugardagsgreinina, sem birtist að honum látnum. Þannig var hann allt sitt líf, skyldurækinn og  kröfuharður – en fyrst og fremst við sjálfan sig.

Okkar kynni hófust í öðrum bekk í gaggó, nánar tiltekið í hinum alræmda Skeggjabekk í Laugarnesskólanum. Ég kom að vestan og frá vinstri. Hann kom úr Vesturbænum og lengst til hægri. Okkur lenti saman á fyrsta degi. Sú rökræða hefur senn staðið, með hléum,  í meira en hálfa öld. Henni var enn ekki lokið, þegar fundum okkar bar seinast saman.  Hann var stríðinn og rökfastur,  en hlustaði á mótrök og tók rökum – oftast nær.  Það var ekki til í honum snobb. Uppskafning og yfirborðsmennska var eitur í hans beinum, sem og hégómaskapur og látalæti. Hann var hreinskilinn og hreinskiptinn og fór ekki í manngreinarálit.

Lesa meira

Ingibjörg Björnsdóttir, minning

Ég var fjarri fósturjarðarströndum þann 19. ágúst s.l., þegar Ingibjörg Björnsdóttir var kvödd hinstu kveðju. En mér rennur bóðið til skyldunnar að minnast hennar fáeinum vel völdum orðum,  því að hún var eftirminnilegur samstarfsmaður minn þann skamma tíma,  sem ég gegndi embætti fjármálaráðherra (1987-88).

Það var stuttur tími, en við bættum það upp með því að koma gríðarlega miklu í verk. Orðið „skattkerfisbylting“ er ekki fjarri sanni. Seinna, þegar ég lýsti þessari kerfisbreytingu á fundi fjármálaráðherra Norðurlanda, sagði sænskur starfsbróðir, Kjell-Olov Feldt, að í Svíþjóð hefðu svo umfangsmiklar breytingar í ríkisfjármálum tekið a.m.k. 9 ár.

Lesa meira

GREETINGS FROM REYKJAVÍK TO RIGA

From Reykjavík to Riga – Greetings and congratulations on the occasion of Latvia´s independence celebration.

Let us ask ourselves a simple question: Have the expectations of  the pioneers  of the independence movement been realized? Observed from afar, the answer to these questions seems in the main to be a positive one.

You have certainly consolidated your democratic institutions.

You have integrated your economy with the internal market of the EU- the largest free trade area in the world – and with the international commercial system.  And, last but not least, you have taken out an insurance policy against potential future agression by joining both NATO and  The European Union. Those are no mean achievements.

Continue reading

AÐGERÐIR GEGN SÍVAXANDI ÓJÖFNUÐI. Hagfræðingaseminar í Vilníus í leit að lausnum

Þann 21. júní s.l. bauð deildarforseti Hagfræðideildar Háskólans í Vilníus mér að vera málshefjandi á málþingi með nokkrum hagfræðingum  þjóðhagfræðideildarinnar um ofangreint efni. Meðal þátttakenda voru prófessorar, sem verið hafa ráðgjafar ríkisstjórna og aðrir, sem fjölmiðlar leita helst í smiðju til, í umsögnum um stefnumótun í efnahagsmálum. Deildarforsetinn, Aida Macerinskiene, stýrði fundi.

Ég hóf málþingið með því að kynna sjálfan mig, eins og aðrir þátttakendur höfðu áður gert. Ég sagði m.a.:

„Frá ungum aldri hefur mér verið hugleikið að leita svara við eftirfarandi spurningu:    Hvernig getum við útrýmt fátækt? Ég tel það eiga að vera meginviðfangsefni þjóðhagfræðinnar ( e. politial economy) að leita haldbærra svara við þessari spurningu.

Lesa meira

THE GLOBAL (DIS)ORDER IS UNSUSTAINABLE

Jón Baldvin Hannibalsson, the former Foreign Minister of Iceland, in an interview with Taavi Minnik on the failure of Western leadership to establish a sustainable global order.

  1. When did you hear the news of the Coup d´état in Moscow in August 1991? How did you react?
  2. In the news, like everybody else. Two days later I was on my way to a NATO foreign ministers´meeting in Brussels. At that time, noone knew yet who was in charge in the Kremlin.  NATO-secretary general, Manfred Woerner, was asked to contact Yeltsin directly through his secret channels. An hour later, Woerner reported back to us.
  3. Yeltsin had assured him that the coup had failed.  The democratic forces within Russia were now in charge. He, Boris Yeltsin, was now the leader of the democratic forces. He appealed to the NATO foreign ministers assembled in Brussels to give all the support they could muster for the democratic forces.
Continue reading

“Endurreist sjálfstæði Eystrasaltsþjóða var upphafið að endalokum Sovétríkjanna”

segir Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðaherra Íslands í viðtali við ríkissjónvarpið í Litáen

„Ég verð aldrei svo gamall, að ég geti gleymt þeirri lífsreynslu að vera með ykkur í Vilníus þessa örlagaríku daga og nætur í janúar 1991, þegar Rauði herinn hafði fengið fyrirmæli um að brjóta sjálfstæðisbaráttu ykkar á bak aftur með valdi. Þarna varð ég vitni að því, hvernig vopnlaus þjóð gat með viljastyrk og æðruleysi knúið ofbeldið til að láta undan síga á seinustu stundu. Það var ekki fyrr en síðar, sem við skildum til fulls,  að við vorum þarna vitni að sögulegum tímamótum. Þegar lögregluríkið heykist á því að beita valdi af ótta við blóðbaðið, eru dagar þess taldir“ – segir Jón Baldvin, sem var eini erlendi stjórnmálamaðurinn, sem brást við kalli Landsbergis um að sýna samstöðu í verki með nærveru sinni.

Lesa meira