Minning: RAGNA AÐALSTEINSDÓTTIR Á LAUGABÓLI

RAGNA Á LAUGABÓLI var eftirminnileg persóna, hverjum sem henni kynntist. Hún var einstök og engum lík. Skar sig úr hópnum, hvar sem var. Þori ég að segja það sem ég hugsa: Hún var Bjartur í Sumarhúsum í kvenkyni?

Hún er fyrirferðarmikil í minningum mínum frá uppvaxtarárunum við Djúp. Það var um miðja síðustu öld. Ég var bara sveitastrákur í Ögri, í sumarvist í sjö sumur. Ögur var samgöngumiðstöð við sunnanvert Djúpið. Þá sátu þau Hafliði, móðurbróðir minn og kona hans, Líneik, hið sögufræga stórbýli.

Lesa meira

Minning: HRAFN JÖKULSSON

Hrafn Jökulsson er nú kominn að leiðarlokum: „Þar sem vegurinn endar“.

Eftir stormasamt líf, þar sem skiptust á skin og skúrir, gat hann kvatt sína samferðarmenn með brosi á vör. Hann hefur svo sannarlega goldið fósturlaunin fullu verði. Hann hefur skilið eftir sig listaverk, sem mun halda nafni hans á loft um ókomna tíð.

„Þar sem vegurinn endar“, lífssaga Hrafns (2007) er ein af perlum íslenskra bókmennta. Hún er lífssaga gáfnaljóss, sem rekur sig snemma á harðneskju heimsins. Hún er Íslandssagan í hnotskurn. Hún er byggðasaga okkar Strandamanna, þar sem segir frá óvæginni lífsbaráttu við óblíð náttúruöfl, sem gefa engin grið. Þar sem fólk gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.

Lesa meira

Ingvar Gíslason, minning

Andlátsfregnin fór fram hjá mér, þar sem ég sit um sinn fjarri heimaslóðum. En ég get ekki látið hjá líða að kveðja þennan eftirminnilega samferðarmann. Ingvar var framsóknarmaður af hinum þingeyska skóla Jónasar frá Hriflu, meðan samvinnuhugsjónin tendraði enn vonir í brjóstum manna.

Ég þekkti nokkuð til hans fólks. Sumarið sem síldin brást 1956 smyglaði ég mér um borð í Þormóð ramma fra Siglufirði. Þar var Kristján, bróðir Ingvars, bátsmaður á minni vakt. Þar um borð sungu menn ættjarðarljóð á Grímseyjarsundi, á meðan gert var að.

Lesa meira

Um þá sem þora…

  Ein af grjótblokkunum sem hlaðið var í víggirðingu kringum þinghúsið (Seimas) í   Vilníus  í janúar 1991 bar síðar þessa áletrun: „Til Íslands sem þorði, þegar aðrir þögðu“. Heimildamynd Ólafs Rögnvaldssonar um stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltstþjóða heitir: „Þeir sem þorðu……“ Fyrirsögn greinarinnar vísar til þessa.

Í næstum hálfa öld voru Eystrasaltsþjóðirnar hinar gleymdu þjóðir Evrópu. Lönd þeirra voru þurrkuð út af landakortum heimsins.  Tungumál þeirra voru til heimabrúks, og þjóðmenningin lifði af neðanjarðar. Þessar þjóðir voru horfnar af pólitískum radarskjá umheimsins. Þegar ég ræddi um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða við starfsbróður minn, utanríkisráðherra NATO- ríkis, reyndi hann að eyða umræðuefninu með eftirfarandi ummælum: „Hafa þessar þjóðir ekki alltaf tilheyrt Rússlandi?“

Lesa meira

Bréf á ensku til forseta Eystrasaltslandanna

I write this letter to prevent any possibly harmful misunderstanding caused by your hosts´ public statement, trying to explain my absence from events during your official visit to Iceland.

Your hosts publicly claimed that I did not accept their invitation. This is wrong and cannot be allowed to stand. Because this implies that I am – for whatever reason – displeased by you visit, or even that I was protesting against it.

I assure you that nothing could be further from the truth. Like all my compatriots I welcome your visit and applaude our friendly relation.

The explanation for my absence during your visit is a simple one. I did not know of your visit beforehand andwas not invited to attend. Nowhere in the program was my presence required. Not even at Höfdi-House, where we – 31 years ago – reasserted our recognition of your reclaimed independence and established diplomatic, relations in the presence of your foreign ministers at the time: Meri, Jurkans and Saudargas.

As for attending our president´s lecture at the University Auditorium, the invitation to attend simply came too late, since I was abroad.

I hope that that I have- by this letter – prevented any  potencial harmful misunderstanding between us.

Sincerely yours,

Jón Baldvin Hannibalsson

Tilvistarvandi smáþjóða: Hver lúffaði?

Kemur fiskur í staðinnn fyrir „foreign policy“ á Íslandi? Makríll í staðinn fyrir mannréttindi? Hagsmunir í staðinn fyrir hugsjónir –  grundvallarsjónarmið?

Þetta var meðal þeirra spurninga, sem Eiríkur heitinn Guðmundsson í Víðsjá (RÚV) reifaði í þætti sínum fyrir nokkrum árum. Allt saman þýðingarmiklar spurningar – og tilefni til að leita svara –  ærin. Lífsháski Úkraínu-og Palestínumanna frammi fyrir yfirþyrmandi hervaldi; sjálfsákvörðunarréttur þjóða frammi fyrir hernaðarástandi; mannréttindi hinna varnarlausu frammi fyrir drápsmaskínum styrjalda.

Lesa meira

Árni Gunnarsson, minning

Árni Gunnarsson var maður heitra tilfinninga. Rík réttlætiskennd var honum í blóð borin. Hann vildi leggja þeim lið, sem áttu undir högg að sækja og rétta þeim hjálparhönd, sem liðsinnis þurftu við. Hann var m.ö.o. jafnaðarmaður af lífi og sál og drengur góður. Samt var hann aldrei haldinn bölmóði, eins og hendir suma þá, sem vex í augum óréttlæti heimsins. Þvert á móti. Hann trúði á hið góða í manninum. Og gekk bjartsýnn og baráttuglaður að hverju verki. Hann átti auðvelt með að laða fólk til samstarfs, enda betri samstarfsmaður vandfundinn.

Flokkurinn sem Árni aðhylltist ungur að árum hét Alþýðuflokkurinn – og var Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Enginn annar flokkur hefur hrundið í framkvæmd jafnmörgum og jafn róttækum umbótamálum, sem til samans hafa gerbreytt íslensku þjóðfélagi til hins betra.

Lesa meira

Uffe Ellemann Jensen, minning

Þegar fundum okkar Uffe Ellemann Jensen, utanríkisráðherra Dana, bar fyrst saman  haustið 1988 á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda, kom brátt á daginn, að við Uffe áttum meira sameiginlegt en við mátti búast. Við vorum allir sósíaldemókratar nema hann, sem var formaður flokks, sem kenndi sig við vinstrið, en var til hægri. Þetta hafði ekkert að gera með pólitík. Við áttum það bara  sameiginlegt að bera takmarkað umburðarlyndi fyrir leiðindum. Því fylgdi  grallaralegt skopskyn, sem þótti á köflum varla selskapshæft.

Að sögn vinar míns, Stoltenbergs  hins norska, missti  Uffe út úr sér eftirfarandi: „ Það væri nú munur fyrir okkur hin að búa við  ráðríki ykkar, krataflokkanna í Norðurlandapólitíkinni, ef þið væruð ekki flestir (alls ekki þú, þó!) svona hrútleiðinlegir.Af hverju getið þið ekki verið meira eins og þessi íslenski?“

Lesa meira

Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsþjóða og endalok Sovétríkjanna: ÞEGAR ÍSLAND LEIÐRÉTTI KÚRSINN HJÁ NATO

Þann 9.maí s.l.birti Morgunblaðið frétt af því, að skjöl þýska utanríkisráðuneytisins frá lokum Kalda stríðsins hefðu verið gerð opinber. Samkvæmt þeim hefðu leiðtogar Þýskalands, Kohl kanslari og Genscher utanríkisráðherra, beitt sér gegn endurreistu sjálfstæði Eystrasaltsþjóða og aðild hinna nýfrjálsu ríkja að varnarbandalagi lýðræðisríkjanna, NATO. Þáverandi utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, segir, að sama máli hafi gegnt um þáverandi forseta Bandaríkjanna, George H.W. Bush. Ísland hafi beitt sér gegn yfirlýstri stefnu leiðtoga NATO og hafi sú stefna orðið ofan á.Það sem hér fer á eftir er kafli úr bók Jóns Baldvins: THE BALTIC ROAD TO FREEDOM – ICELAND´S ROLE, Lambert Academic Publishing, 2017.

Lesa meira