Kirsti Relander at 90: THE LADY FROM KARELIA

The year was 1973 – only three years short of half a century ago. The place was Joensuu, the capital city of beautiful Karelia. The Finns were at the time inviting their Nordic sister cities for a reunion. It was summertime – and the livin‘ was easy. That is when we met Kirsti – the lady from Karelia – for the first time. It was a beginning of a beautiful friendship. In my memoirs In Sun and Shadows I describe our first encounter with those words:

„Kirsti was at the time president of the Juensuu town council. As such, she was our host. She seemed to speak every language and understand every dialect. When I say „speak every language“ – it means fluently and accurately. Only Icelandic was a bit too much for her. She chaired the meetings, businesslike and efficiently.

Continue reading

KARL STEINAR GUÐNASON ÁTTRÆÐUR, síðbúin afmæliskveðja

Það eina sem ég hef mér til afbötunar fyrir að hafa misst af afmæli vinar míns er, að ég var í útlöndum.

Kannski var hann í útlöndum líka. Ég var í Washington D.C. að þrátta við talsmenn ameríska heimsveldisins. Um, að þeir hefðu glutrað niður tækifærinu eftir hrun Sovétríkjanna til að rétta lýðræðissinnum í Rússlandi trausta hjálparhönd – með Marshallaðstoð – við að byggja upp nýtt Rússland á rústunum. Ríki sem væri ekki hættulegt grannþjóðum sínum.

Þess vegna láðist mér að gá í dagbókina. Þar með fór það fram hjá mér að Kalli Steinar átti stórafmæli þann 27 maí s.l.

Ég skammast mín oní tær fyrir þetta, en vil endilega reyna að bæta fyrir glöpin með fáeinum orðum.

Karl Steinar er nefnilega með merkari samtímamönnum mínum. Hann var lengi vel fremstur meðal jafningja í vöskum hópi verkalýðssinna og jafnaðarmanna á Suðurnesjum. Þetta var hörkulið, sem kvað að, svo að eftir var tekið.

Ef við hefðum átt fleiri menn eins og Karl Steinar, hefði Alþýðuflokkurinn náð sér aftur á strik eftir endurteknar klofnings-iðju misviturra manna. Þá hefði Alþýðuflokkurinn náð því á nýjan leik að verða ráðandi afl í verkalýðshreyfingunni.

Lesa meira

Ég er einn af þeim… Afmæliskveðja frá Þresti Ólafssyni

Ég er einn af þeim sem stóð að útgáfu og söfnun afmælis heillaóska á bók um framtíð jafnaðarstefnu, aðkomu Íslands að sjálfstæðismálum Eystrasaltsríkjanna og aðild landsins að samningnum um EES. Sú bók er ekki aðeins ómissandi heimild um heimssögulega atburði heldur mikilvægt sýnishorn um stjórnmálahugsun og pólitískan feril Jóns Baldvins. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur ritað ítarlegar og skarpar um stjórnmálahugsjón sína á lýðveldistíma en Jón Baldvin.

Ég er einn af þeim sem ákváðu að hætta við og fresta útgáfu bókarinnar vegna þess að andrúmloftið í samfélaginu var lævi blandið og umræðan um höfundinn drifinn áfram af hatri sem varhugavert er að fara á fjörurnar við.

Ég er einn af þeim sem telur að nú sé komið nóg. Allt hefur sinn tíma og sín takmörk. Líka mannorðsherferð, þar sem markmiðið virðist ekki bara vera að koma höggi á viðkomandi heldur að leggja hann að velli, ræna hann ærunni. Gera hann útlægan í eigin landi. Þeir sem telja Jón Baldvin hafa brotið á sér, eiga skilyrðislaust að leita réttar síns. Við lifum enn í réttarríki – ekki lýðveldi götunnar. Hann verður að lúta niðurstöðu réttvísinnar eins og hver annar.

Lesa meira

Jón Baldvin Hannibalsson, afmælisgrein eftir Jakob Frímann Magnússon

Í dag er áttræður vinur minn og samferðamaður um langa hríð, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sjómaður, kennari, skólameistari, ritstjóri, formaður Alþýðuflokksins, fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Washington og Helsinki.

Fáa menn veit ég jafn leiftrandi greinda, litríka og skemmtilega. Sannarlega öngvan er lagt hefur jafngjörva hönd á að skapa forsendur hins auðuga íslenska velferðarsamfélags sem aldrei hefur staðið í jafnmiklum blóma og einmitt nú. Þökk sé ötulli og einbeittri baráttu hans fyrir þeim kostakjörum sem inngangan í EES, Evrópska efnahagssvæðið, færði okkur um miðjan tíunda áratug síðustu aldar.

Jóns Baldvins verður lengi minnst á Íslandi fyrir það pólitíska þrekvirki. Að sama skapi er hans hlýlega minnst í öðrum löndum sem hins djarfhuga stjórnmálamanns er fyrstur steig fram til atfylgis baltnesku þjóðunum í tvísýnni baráttu þeirra fyrir frelsi og langþráðu, endurheimtu sjálfstæði.

Lesa meira

Pabbi, grein eftir Glúm Baldvinsson

Maðurinn er með óbilandi sjálfstraust. Líklega stafar það að stórum hluta af því að hann vissi frá fjögurra ára aldri hvað hann vildi í lífinu. Pólitík. Breyta heiminum.
Hann fann ástríðuna fyrir lífinu og uppfrá því var ekki aftur snúið.

Dæmi: Hann las Marx fyrir tólf ára aldur og gerðist kommúnisti af lífi og sál. Taldi síðar að Laxness hefði blekkt sig ungan til að trúa að það væri lausnin á samvistum manna í samfélagi.

Annað dæmi: Sextán ára rak hann kosningabaráttu mömmu sinnar sem Hannibal hafði att í prófkjör gegn bróður hennar, Friðfinni Ólafssyni, krata, í einhverju kjördæmi fyrir vestan. Gekk hann svo harkalega fram að hann skrifaði fjölda kosningablöðunga fyrir mömmu í viku hverri og bar nokkuð á níði á andstæðingnum sem móðir hans þó elskaði. Hún elskaði mann sinn þó öllu meir. Eitt sinn þegar Jón Baldvin sextán ára var að skila baráttumálgagni sínu og móður hennar til prentsmiðju á Ísafirði hitti hann frænda sinn Friðfinn sem var þar í sömu erindagjörðum. Þá hafði Friðfinnur uppi þessi orð: Ill var þín fyrsta ganga frændi. Töluðust þeir svo ekki við í áratug eða meira. Seinna urðu þeir mestu mátar og segir faðir minn hann fyndnasta, skemmtilegasta mann sem uppi hafi verið á Íslandi.

Lesa meira

Á TÍMAMÓTUM: STYRMIR GUNNARSSON SJÖTUGUR. UM HÖFUÐVITNI ALDARFARSINS

Eins og alþjóð veit ekki, varð fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins 80 ára þann 27. mars, s.l. Fjölmiðlar – allavega Mogginn – hefðu einhvern tíma gert sér dagamun af minna tilefni. En Styrmir er hlédrægur maður og hefur sennilega bannað allt umstang. Spurning, hvort hann eigi að komast upp með það. Ég held ekki. Þess vegna birti ég hér fyrri part afmælisgreinar, sem ég skrifaði um Styrmi sjötugan. Umræðuefnið er verðugt.

Grein skrifuð 27.3.2017
Styrmir er sagður sjötugur í dag. Það þýðir að einn góðan veðurdag, áður en árið kveður, mun hann standa upp úr ritstjórastólnum, sem hann hefur setið 36 ár, taka hnakk sinn og hest og ríða inn í sólarlagið. Þetta munu þykja góðar fréttir á Wall Street. Verst, að ástandið á fjármálamörkuðunum leyfir varla, að þeir geri sér almennilega dagamun í tilefni dagsins. Nema hlutabréfaverðið taki upp á því að ranka við sér úr rotinu, svo að menn geti tekið gleði sína á ný.

En hvort sem mönnum þykir brottför Styrmis frá Hádegismóum góðar fréttir eða slæmar, þá táknar hún tímamót. Þegar þar að kemur. Maðurinn er búinn að vera 43 ár á Mogganum, þar af ritstjóri í 36 ár. Reyndar er liðin meira en hálf öld frá því að þeir Hörður Einarsson voru að bögga Bjarna Ben. með einhverri æskulýðssíðu í nafni SUS. Bjarna fannst þeir víst bara nokkuð efnilegir.

Lesa meira

ÞRÖSTUR ÓLAFSSON

Ég man það enn eins og það hefði gerst í gær. Inn á svart/hvítan sjónvarpsskjáinn ruddist allt í einu maður með allt fráflakandi – byltingarmaðurinn bindislausi frá Berlín – eins og Alþýðublaðið uppnefndi hann forðum daga.

Rudi Dudscke Íslands og Cohn-Bendit –muniði ennþá eftir þessum gæjum – í einni og sömu persónunni? Stúdentabyltingin holdi klædd var komin til Íslands.

Sjá roðann í Austri, hann brýtur sér braut
fram bræður – það dagar nú senn!

Það tók dolfallna áhorfendur tímakorn að átta sig á því, hvað stæði til. Því að þótt róttækni Þrastar væri þingeysk – og reyndar þýsk í aðra áttina, þá var raunsæi hans rammvestfirskt, af Ströndum og úr Jökulfjörðum.

Lesa meira

Í TILEFNI AF SJÖTUGS AFMÆLIS JÓN BALDVINS HANNIBALSSONAR. VIÐTAL KOLBRÚNAR BERGÞÓRSDÓTTUR VIÐ JBH SEM BIRTIST Í MORGUNBLAÐINU ÞANN 21. FEBRÚAR 2009.

Það vakti mikla athygli þegar Jón Baldvin Hannibalsson lýsti því yfir að hann myndi bjóða sig fram til formanns Samfylkingar viki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ekki úr sæti formanns.

Þegar Jón Baldvin er spurður hvort hann standi enn við þessa yfirlýsingu sína svarar hann: „Við skulum ræða um foringja og ábyrgð og alvöru málsins. Ég heimsótti son minn til Afríku síðastliðið sumar og fór með honum í þorp á þurrkasvæðum. Þar hitti ég særingameistara sem á að hafa ítök hið efra til að sjá um að nógu mikið rigni úr himinhvolfinu til að koma í veg fyrir að jörðin skrælni, uppskeran bregðist, búsmalinn falli og hungursneyð verði í landinu. Þarna hafa verið miklir þurrkar í tvö ár og ég sá í augum hans að hann óttaðist það að ef ekki færi að rigna þá myndi hann ekki kemba hærurnar sem trúnaðarmaður fólksins. Svona er ábyrgin í frumstæðum þjóðfélögum og svona er ábyrgðin í lýðræðinu hjá okkur. Þeir sem sækjast eftir umboði fólks til að stjórna eiga að bera ábyrgð. Ef þeir vinna verk sín vel svo fólki vegni vel þá geta þeir gert sér vonir um endurkjör. En ef þeim mistekst, ég tala ekki um mistekst hrapalega, þá eru þeir eru ekki á vetur setjandi.

Lesa meira

SJÖTUGSAFMÆLI: ATLI HEIMIR SVEINSSONÍ ANDA TÍMANS

Leiðir okkar Atla Heimis lágu fyrst saman í landsprófi í Gaggó Vest haustið 1953. Hann var þá fimmtán vetra sveinn en bráðger, andlega og líkamlega. Svo mjög að hann var þá þegar þjóðkunn persóna. Hann hafði samið lag við ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og lagið hafði verið spilað í ríkisútvarpinu fyrir fréttir (þetta var á þeim tíma þegar öll þjóðin lagði hlustir við RÚV). Rödd Péturs Péturssonar þular sagði djúpum rómi: Lagið er eftir Atla Heimi Sveinsson, tónskáld. Þar með var Atlí Heimir í augum okkar sambekkinga hans stiginn upp á Ólympstind þar sem fyrir voru höfuðsnillingar eins og Jón Leifs, Páll Ísólfsson og Sigvaldi Kaldalóns. Síðan er liðin meira en hálf öld. Á þeim tíma hefur Atli Heimir staðið við fyrirheit æskumannsins um það sem koma skyldi. Höfundarverk hans er mikið að vöxtum og svo fjölskrúðugt að eðli a og inntaki að undrum sætir. Að baki býr skapandi hugur, óbilandi viljastyrkur og sá járnagi sem við kennum við þýska tónlistaruppeldið. Mér segir svo hugur um að heimanfylgja sjósóknara og búhölda frá Flatey á Breiðafirði hafði ekki latt hann til að leggja sig allan fram.

Að loknu stúdentsprófi skildi leiðir með bekkjarfélögum. Atli Heimir hélt til tónlistarnáms til Kölnar þar sem hann nam ekki aðeins handverk tónskáldsins og hljómsveitarstjórans heldur gerðist handgenginn þýskum kúltúr. Mínar leiðir lágu til Bretlandseyja og Skandinavíu. Það gátu liðið mörg ár milli þess að við hittumst. En það var ævinlega eins og við hefðum kvaðst í gær. Svona reynast þau vináttubönd sem menn bindast á unglingsárum. Ætli ég hafi lært jafnmikið af öðrum mönnum, mér vandalausum?

Lesa meira

GUÐNI JÓHANNESSON, FERTUGUR

Þegar maður þarf að forvitnast um unglinga (fólk undir fertugu) nú til dags, spyr maður venjulega um pabba og mömmu. Nú orðið er ég jafnvel farinn að spyrja um afa og ömmu. Þegar ég hafði fyrst veður af Guðna, kom hann mér kunnuglega fyrir sjónir, því að ekki einasta mundi ég eftir pabba hans og mömmu, heldur þóttist ég líka þekkja stóra bróður hans, Patrek, handboltakempu. Ég þykist reyndar viss um, að Guðni hefði sjálfur reynst liðtækur í alls kyns mannraunum, utan vallar og innan.

Ef hann hefði ekki haft þennan ólæknandi veikleika fyrir sögunni. Söguveiran lýsir sér í óaflátanlegri bókhneigð, þaulsætni á bókasöfnum og inniveru til óbóta. Þetta er þess vegna ókarlmannlegt sport með eindæmum, og hentar því best líkamlegum væsklum eða fólki með skerta fótavist. Það kom mér því þægilega á óvart, að þessi hermannlegi útivistargarpur væri samt sem áður þungt haldinn af söguveirunni. En það er hann og sennilega á háu stigi, og vonandi ólæknandi.

Lesa meira