Svar til Héðins Björnssonar

Heill og sæll, Héðinn.
Takk fyrir tilskrifið

Ég ber mikla við virðingu fyrir Correa. Hann er hámenntaður maður og að því er virðist ærlegur. Hann tók við spillingardíki, rétt eins og hér.

Um erlendar skuldir er það að segja, að þegar kemur að gjaldþrotinu, eiga áhættufíklarnir, sem vonuðust eftir (og fengu yfirleitt) hávaxtagróða, að taka afleiðingum gerða sinna. Gjaldþrot er leið til að losna við að borga skuldir. Það gengur á markaðnum, en það gengur ekki í samskiptum ríkja.
Lenín neitaði að standa við skuldir keisarans. Af praktískum ástæðum hélt Stalín því ekki til streitu. Og merkilegt nokk: Stalín setti það skilyrði fyrir stuðningi við lýðveldissinna í spænsku borgarastykjöldinni, – að spænska stjórnin borgaði fyrir með gullforða Spánar.
Ég vona að Correa komist upp með sitt “game”. Að því er okkur varðar, eigum við ýmissa kosta völ. Mér þykir leiðinlegt, að það lítur út fyrir, að okkar menn hafi fellt taflið. Það er hægt að gera betur.
Lifðu heill,
Jón Baldvin