SAMKOMULAG hefur tekist, fyrir milligöngu lögmanna aðila, milli rektors f.h. Háskóla Íslands og Jóns Baldvins Hannibalssonar, fv. Ráðherra, um lausn ágreiningsmála, sem risu haustið 2013.
Aðalatriði samkomulagsins eru eftirfarandi:
- Rektor biður Jón Baldvin afsökunar á, að málsmeðferð hafi verið ábótavant og bitnað að ósekju á honum.
- Rektor staðfestir, að Jón Baldvin uppfylli allmenn hæfisskilyrði, sem gerð eru til stundakennara við Háskóla Íslands.
- Rektor staðfestir, að Háskóli Íslands muni í framtíðinni leitast í hvívetna við að fara að lögum í tilvikum, sem tengjast Jóni Baldvini.
- Háskóli Íslands greiðir Jóni Baldvini bætur að fjárhæð 500 þúsund kr., en hann hafði lýst kröfum á hendur háskólanum um miskabætur, auk greiðslu fyrir töpuð laun og áfallinn kostnað.
- Með vísan til ofanritaðs samkomulag féllst Jón Baldvin á að falla frá málshöfðun á hendur háskólanum og einstökum starfsmönnum hans.
Það skal tekið fram, að háskólinn viðurkennir ekki bótaskyldu í samkomulaginu. Af því tilefni skal eftirfarandi áréttað:
- Málsmeðferðin, sem rektor biðst afsökunar á, fólst m.a. í því, að prófessor við Stjórnmálafræðideild hafði falast eftir starfskröfum Jóns Baldvins án heimildar í lögum og reglum, að sögn háskólans. Í kjölfarið höfðu einstakir kennarar við háskólann uppi mótmæli gegn ráðningu Jóns Baldvins, en mótmælin voru talin geta ógnað starfsfriði við deildina.
- Með staðfestingu sinni á hæfi Jóns Baldvins viðurkennir rektor, að mótmælin séu tilhæfulaus að því leyti, að hann uppfyllir tilskilin hæfisskilyrði til starfa við háskólann.
- Laun og orlof fyrir kennslu á umræddu námskeiði hefðu reiknast einungis sem ca. 190 þús. Kr. Með því að greiða Jóni Baldvini hálfa milljón króna, greiðir háskólinn þar með bætur umfram áætlað fjárhagslegt tjón.
Salobrena, 29. jan., 2014