„Þetta er þvílík skíta framkoma [ESB]“

Viðtal sem Útvarp saga og Silfur Egils hafa átt við Jón Baldvin Hannibalsson, um evrópumál og þriðja orkupakkann, hljóta að teljast mjög merkileg og söguleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem þessi forgöngumaður fyrir því að við gegnum í EES og lengi vel talsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið, hefur að segja núna um þriðja orkupakkann og inngöngu í ESB. Jón Baldvin var í viðtali í Silfri Egils í dag, sunnudag, og óhætt er að segja að svo virðist sem talsmenn þess að við innleiðum þriðja orkupakka ESB séu lamaðir eins og er. Sérstaklega er eftir því tekið að fréttastofa Ríkisútvarpið / sjónvarp, fréttastofa Stöðvar2 og Fréttablaðsins, sem hingað til hafa verið mjög hliðhollar þeim sem boða aðild að Evrópusambandinu og því að við samþykkjum þriðja orkupakkann, hvað þessir miðlar eru þöglir yfir þessu merkilega viðtali við Jón Baldvin. Sömu fjölmiðlar höfðu líka uppi áróður um að Íslendingar ættu að samþykkja ice-save samningana á sínum tíma.

Í þessum viðtölum, á Sögu og í dag í Silfri Egils, talar Jón alveg skýrt, að ef við höfnum þriðja orkupakkanum þá hefur það engar afleiðingar fyrir Íslendinga því það er skrifað inn í samninginn að Íslendingar hafi fullan rétt til að hafna tilskipunum ESB. Þetta er alveg kristaltært í svari Jóns Baldvins við spurningunni um hvort höfnun muni leiða til þess að ESB segi upp EES samningnum, þá er svar Jóns stutt og lag gott: „NEI!“…

Sjá nánar á skinna.is.