Brynjólfur Jónsson, Binni frændi: Brosað gegnum tárin, ritdómur

BROSAÐ Í GEGNUM T’ÁRIN
Ég hef alltaf dáðst að hæfni Bryndísar Schram, að setja á blað, hvort sem er gagnrýni, frásagnir, eða lýsingar af hinu atburðaríka lífi sem hún hefur lifað, en ég held að þessi bók slái öllu við.

Skemmtilegar sögur úr hennar lífi verða lifandi og taka hug manns hertaki.
Síðan tekur við hinn dramatíski þáttur, sem hefur einkennt part af sögunni, og hann er erfitt að lesa þó svo að Bryndís taki frekar veikara til orða en hún hefði kannski getað.

Þar koma fram ýmsar skýringar á aðdraganda atburða sem gjarnan hefðu mátt koma fram fyrr, það hefði kannski breytt viðhorfi og hugsun fólks sem gjarnan blaðrar án þess að vita hvað um er að ræða.

Við hjónin höfum bæði lesið bókina í sitt hvoru lagi, og erum sammála að þessa bók ættu allir að lesa.
Til hamingju Bryndís.