Þetta voru mikil tímamót – og ekki bara fyir Þjóðverja, heldur líka fyrir Tékka og Slóvaka, Pólverja, Ungverja og aðra Austur-Evrópumenn. Á tímabili leit út fyrir, að Eystrasaltsþjóðirnar þrjár, Eistar, Lettar og Litháar, myndu lokast inni í Sovétríkjunum. Þeir sluppu ekki út fyrr en á seinustu stundu – þremur árum seinna.
Málfræðikverið, sem breytti mannkynssögunni
1989 – 9ndi nóvember – fall Berlínarmúrsins. Það er fjórðungur úr öld síðan. Samt finnst mér einhvern veginn, eins og þetta hafi allt gerst í gær. Ég man, að ég kom þarna með manninum mínum nokkrum vikum síðar. Það var eins og fólk væri ekki enn farið að trúa sínum eigin augum – jú, jú það sá brotin úr múrnum, allt á tjá og tundri, greið leið – en samt. Rykmökkurinn hékk í loftinu, tötralegt fólkið stóð í hópum, talaði saman í hálfum hljóðum og starði á vegsummerkin. Kannski var þetta allt draumur, sem átti eftir að snúast upp í martröð. Við hittum að máli jafnaðarmenn úr gömlu Vestur-Berlín, og þeir spáðu í framtíðina út frá orðum Willys Brandt: „Nú grær það saman, sem sprottið er af sömu rót“.