Eins og enginn sé morgundagurinn

Frumsýning í Tjarnabíói Kæra manneskja

Dansverk undir handleiðslu Valgerðar Rúnarsdóttur – Flytjendur: Ragnar Ísleifur Bragason, Snædís Lilja Ingadóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Védís Kjartansdóttir Tónlist: Áskell Harðarson Leikmyndir og búningar: Ragnheiður Maísól Sturludóttir Ljósahönnun: Kristján Darri Kristjánsson

Við höldum áfram að umgangast móður jörð eins og enginn sé morgundagurinn.

Enn segjum við bara takk, þegar strákurinn á kassanum í Bónus spyr: Má bjóða þér poka? Einn eða tvo? Hring eftir hring. Við komum aftur í búðina, dag eftir dag – og alltaf þiggjum við plastpoka. Alveg hugsunarlaust.

Lesa meira

Hann kom fyrir tæplega sextán árum

Í gærkvöld fórum við að sjá heimildarmynd Jóns Karls Helgasonar í Bíó Paradís um tælenska fjölskyldu á Íslandi. Troðfullt hús, fjölmenningarsamfélagið á staðnum – frábær mynd.

Hversu margir í kringum okkur hafa ekki farið til Taílands? Tælandi! Karlar í leit að einhverju, sem þeir finna ekki heima hjá sér. Sól og sumar, sjór og seiður. Massatúrismi.

Í gærkvöld fórum við að sjá heimildarmynd Jóns Karls Helgasonar í Bíó Paradís um tælenska fjölskyldu á Íslandi. Troðfullt hús, fjölmenningarsamfélagið á staðnum – frábær mynd

Hversu margir í kringum okkur hafa ekki farið til Taílands? Tælandi! Karlar í leit að einhverju, sem þeir finna ekki heima hjá sér. Sól og sumar, sjór og seiður. Massatúrismi.

Lesa meira

Að vera – ekki leika. Meistari Bergmann í nýju ljósi í Eistlandi

„Uppsala er best“ segja Svíar. Háskólabærinn Tartu er Uppsalir Eista. Og meira en það. Tartu er eiginlega sænsk í aðra röndina. Það var Gustaf Vasa, Svíakóngur, sem stofnaði háskólann þar í borg árið 1632. Það var á sænska tímabilinu í sögu Eista, sem stóð upp úr miðri 16du öld, langt fram á þá 18du. Miðað við þau hernámslið, sem á undan fóru – þeirra á meðal Danir – og á eftir komu – Rússar – var sænska yfirstéttin tiltölulega mannúðleg – jafnvel uppbyggileg og menningarlega sinnuð.

Þess vegna fannst okkur vel til fundið að þiggja boð um að mæta á frumsýningu á Fanny og Alexander eftir meistara Bergmann á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu í Tartu, sem var í göngufæri frá íbúðinni okkar.

Lesa meira

DÝRSLEGT EÐA ÓMENNSKT? REFURINN

Eftir Dawn King í þýðingu Jóns Atla Jónassonar

Leikstjórn: Vignir Þór Valþórsson
Leikmynd og búningar: Systa Björnsdóttir
Lýsing: Garðar Borgþórsson/Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist: Frank Hall
Hljóðmynd: Baldvin Þór Magnússon
Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir
Aðstoðarleikstjóri: Pétur Ármannsson

“Við vildum gleðja fólkið meira!” Þessi orð Eiðs Smára eftir jafnteflisleik Íslendinga við Króata á föstudagskvöldið komu mér í hug, þegar ég stóð upp að lokinni sýningu í Borgarleikhúsinu kvöldið eftir. Ég veit ekki alveg af hverju, en í báðum tilvikum var um ungt og hæfileikaríkt fólk að ræða, fólk,sem lifir og hrærist í sinni veröld, hvort sem það er listum eða íþróttum, og á þann draum heitastan að gleðja – gefa, miðla. Það er í rauninni ekki svo langt þarna á milli. Báðir hópar þurfa að leggja allt í sölurnar til að ná settu marki, temja sér aga, bæði til sálar og líkama. Bæði íþróttamennirnir á Laugardalsvellinum og listafólkið í Borgarleikhúsinu stóðu sig frábærlega. Allir voru glaðir og fögnuðu ákaft í lokin. En samt var eitthvað, sem vantaði upp á. Það vantaði mörkin á föstudagskvöldið. En hvað vantaði á laugardagskvöldið? Ég er ekki alveg með það á hreinu – kannski bara af því að mér var hálfgerður beygur í brjósti, þegar ég hélt aftur út í náttmyrkrið að sýningu lokinni. Hrollurinn sat eftir, án þess að ég áttaði mig á því samstundis, hvað var að. Fyrir hvað stóð refurinn?

Lesa meira

KARLMANNSLAUSAR KONUR! í Gamla bíói Hús Bernhörðu Alba

Leikrit um konur í bæjum Spánar
Höfundur: Federico Garcia Lorca

Þýðandi: Jón Hallur Stefánsson
Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Kórstjórn: Margrét Jóhanna Pálmadóttir
Sviðshreyfingar: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen
Lekgervi: Ásdís Bjarnþórsdóttir

Lorca – listaskáldið spænska – er undrabarn ljóðsins. Innsæi hans í mannlegt eðli er gegnumlýsandi. Ljóðmál hans er töfraveröld út af fyrir sig. Framan af stuttum ferli varð þetta innblásna ljóðskáld beinlínis til trafala fyrir leikritasmiðinn, Lorca. Hann var hrópaður niður á fyrstu sýningu, sem hann efndi til, kornungur, í Madrid. Og ef þeir hefðu myrt hann þrítugan, lægi hann sennilega enn, gleymdur og grafinn, í óþekktri fjöldagröf. En á seinasta áratug ævinnar fékk náðargáfan að blómstra – allt gekk upp. Hugmyndaauðgin var ótæmandi. Ljóðaperlurnar glitruðu eins og flugeldasýning á næturhimni. Sviðsverkin – þessi voldugu prósaljóð um mennska tilveru – gegnumlýstu tíðarandann.

Lesa meira

VEISLA MINNINGANNA í 40 ÁR. Afmælishátíð Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu

Sentimental, Again
Höfundur: Jo Strömgren
Tónlist Pjotr Leschenko
Ljósahönnun: Dusan Loki Markovic
Búningar: Elín Edda Árnadóttir

Tímar 2013
Danshöfundur: Helena Jónsdóttir
Samsetning tónlistar: Helena Jónsdóttir
Frumsamin tónlist: Biggi Hilmars
Búningahönnun: Helena Jónsdóttir

Ég skynjaði einhvers konar fortíðarþrá meðal spariklæddra gesta, sem hópuðust í leikhúsið til að halda upp á 40 ára afmæli Íslenska dansflokksins á föstudagskvöldið. Helena hafði lofað að tína sitt af hverju upp úr kistu minninganna og rekja sögu flokksins með kunnuglegum tónum, litum og efnum úr fortíðinni og skírskota til sögunnar í tjáningarforminu – og enn fremur til þrældómsins að baki tjáningunni.

Lesa meira

Draumur á Jónsmessunótt – eftir William Shakespeare

Útskriftarverk Nemendaleikhússins
Leikstjóri: Stefán Jónsson
Búningar: Agnieszka Baranowska
Tónlist: Úlfur Hansson
Leikmynd, lýsing og myndvinnsla: Egill Ingibergsson

Hvað er í gangi eiginlega? Ég sé ekki betur en, að lokaprófsnemendur í leiklistarakademíunni verði æ fallegri með hverjum nýjum hópi, sem bætist við (þessir ættu eiginlega að taka stefnuna beint á Hollywood – þeir gerast ekki fallegri í henni Amríku).


Draumur á Jónsmessunóstt

Lesa meira

Hundalógík

Fullt hús í Þjóðleikhúskjallaranum sýnir Hundalógík
Leikstjórn: Bjartmar Þórðarson
Þýðing: Jón Stefán Sigurðsson og hópurinn
Ljósahönnun: Lárus Björnsson
Hljóðhönnun: Bjartmar Þórðarson
Sviðsmynd og búningar: Hópurinn

Hundalógík – er það ekki samheiti yfir tómt rugl (svona eins og íslensk pólitík er nú til dags)? Mér finnst þessi samlíking, satt að segja, ekki sanngjörn gagnvart hundum. Hundar eru einmitt mjög „lógískir“ – sjálfum sér samkvæmir. Það er eiginlega þeirra eðli– og líklega það sem gerir mennina svo hænda að þeim. Sér um líkir sækjast þeir, einfeldningslegir og útreiknanlegir.

Tveir litlir hundar hafa orðið innilyksa á okkar heimili. Þeir sáu bara enga ástæðu til að fylgja eigendum sínum, þegar þeir höfðu vistaskipti – og sitja sem fastast. Þeir eru alveg ótrúlega klárir. Oftast liggja þeir eins og dauðir í þægilegasta stólnum , þ.e.a.s. svo lengi sem ég er í morgunkjólnum, ótilhöfð, með úfið hár og tebolla í hendinni. En um leið og ég tek fram varalitinn og greiðuna, rísa þeir upp við „dogg“ eða rjúka upp til „handa“ og fóta, titrandi af spenningi. – Æ, Æ, hún ætlar að yfirgefa okkur, skilja okkur eftir aleina. Það má ekki verða. – Og þeir þjóta fram í forstofu og standa þar bísperrtir með tilhlökkun í augnaráðinu, staðráðnir í að láta mig ekki sleppa – eða fá að slást í för, ella. Hundarnir hegða sér nákvæmlega eins og mín eigin börn gerðu fram að þriggja ára aldri – sams konar lógík. – Sams konar viðbrögð og sams konar vonbrigði.

Lesa meira

Tamam Shud – Endalok

Leikverk, sem flutt var í Leikhúsinu í Kópavogi
Höfundar og leikendur: Áslaug Torfadóttir, Ingi Hrafn Hilmarsson og Tryggvi Rafnsson
Leikstjórn: Ingi Hrafn Hilmarsso


Tamam Shud – Endalok

Einhver sagði mér, að þessi líkfundur í suðurhluta Ástralíu árið 1948 – sem leikritið Taman Shud fjallar um – hefði vakið heimsathygli á sínum tíma, en að aldrei hefði fengist botn í það mál. Sönnunargögnin hefðu verið látin hverfa, og að málið hefði að lokum gufað upp í kerfinu.

Lesa meira

Mary Poppins: Áhorfendur blístruðu – görguðu bókstaflega – af hrifningu

Söngleikur byggður á sögum P.L. Travers og kvikmynd frá Walt Disney
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson
Leikmynd og myndband: Petr Hlousek
Hljóðhönnun: Thorbjörn Knudsen
Sýningarstjórn: Pála Kristjánsdóttir
Danshöfundur: Lee Proud
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir
Aðstoðarmaður danshöfundar: Anthony Whiteman
Tónlsitarstjórn: Agnar Már Magnússon
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson
Aðstoð við leikgervi: Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir


Mary Poppins

Ég er af þeirri kynslóð dansara, sem var upp á sitt besta á sjötta og sjöunda áratugnum (þann áttunda var ég flutt vestur á Ísafjörð). Guðlaugur Rósinkranz, (Vestfirðingur með meiru og hið mesta ljúfmenni), réð ríkjum í Þjóðleikhúsinu, og það var hann sem fann upp það snjallræði að setja á svið amríska söngleiki og laufléttar óperettur í lok hvers leikárs – sem gerðu slíka lukku, að fjárhag hússins var borgið langt fram í tímann. Ég man þær varla upp að telja – Nitouche, Káta ekkjan, Sumar í Tyrol, Kysstu mig Kata, My Fair Lady, Stöðvið heiminn, Táningaástir… Gleymi ég kannski einhverri? En þetta var dásamlegur tími (þrátt fyrir prófannir í MR og víðar). Fullt hús á hverju kvöldi.

Lesa meira