Kannski mér leyfist að bæta ögn við frásögnina í þessari sögustund?
Að því er Ísland varðar er það upphaf þessa máls, að Efraim Zuroff sendi mér sem utanríkisráðherra Íslands fyrir hönd Simon-Wiesenthal-stofnunarinnar kröfu um framsal íslensks ríkisborgara, Eðvalds Hinrikssonar, til Ísrael. Ástæðan? Meintir stríðsglæpir Eðvalds gegn Gyðingum á stríðsárunum í Eistlandi. Sönnunargögnin? Útskrift af „sýndarréttarhöldum“, sem fram fóru í Tallinn, Eistlandi, á árunum 1960/61, yfir mönnum, sem sakaðir voru um samstarf við þýska nasista, þ.á m. um fjöldaaftökur á Gyðingum, í stríði gegn „frelsun“ Rauða hersins á Eistlandi.
Ég lét liggja milli hluta lögfræðileg álitamál eins og þau, að framsalskrafan kom ekki frá Ísraelsríki heldur umræddri stofnun. Hins vegar rannsakaði ég fylgisskjölin – hin meintu sönnunargögn – gaumgæfilega. Og þá er komið að stuttri sögustund í viðbót.