Hugmyndin er engan veginn ný af nálinni. En það eru ýmsar veigamiklar ástæður fyrir því að áhugi á þessari hugmynd hefur vaknað á ný, svo mjög að til er orðin alþjóðleg hreyfing til að vinna hugmyndinni framgang, einnig með félag hér á landi. Veirufaraldurinn sem nú herjar á mannkyn hefur afhjúpað hversu innbyrðis tengt og brothætt heimskerfið er. Það hefur vakið marga til umhugsunar um, hvort almenn borgaralaun séu hugmynd, hvers tími er nú í nánd. En meginástæðurnar eru eftirfarandi:
Lesa meiraRökræða um framtíðina
ALÞJÓÐLEG SAMTÖK áhugafólks um borgaralaun (Basic Income Earth Network – BIEN) skilgreina almenn borgaralaun með eftirfarandi hætti: Borgaralaun eru tiltekin fjárupphæð greidd reglulega (mánaðarlega) öllum á einstaklingsgrundvelli, án tillits til efnahags og án skilyrða (t.d. tekjutenginga) og vinnukvaðar. Áherslan er m.ö.o. á sameiginleg borgaraleg réttindi til aðgreiningar frá styrkjum eða bótum, sem eru greiddar þeim sem sannanlega eru þurfandi.