FRÉTTATILKYNNING

Jón Baldvin boðar til borgarafundar í Norræna húsinu, laugardaginn, 7. mars, kl. 14:00.

Umræðuefni:
HVAÐ ER TIL RÁÐA EFTIR HRUN?

Þarna mun JBH fjalla um þá möguleika sem Íslendingum standa til boða eftir hrun efnahagslífsins. Hann mun fjalla um Evrópumál og upptöku evru, einkum með hliðsjón af sérkennilegum ummælum Dr. Kenneth Rogoff um upptöku evru í viðtalsþætti í sjónvarpinu hjá Boga Ágústssyni á þriðjudaginn. Þar fjallaði prófessorinn frjálslega um að evra hefði orðið okkur til trafala síðasta haust. Síðar í þættinum lýsti Dr. Rogoff hins vegar yfir að hann þekkti ekki íslenskt efnhagslíf nægjanlega vel til að geta rætt það í þaula!

Að Framsögu lokinni svarar Jón Baldvin spurningum úr sal.

Stuðningsmenn.