AÐ GANGA HREINT TIL VERKS

Þegar það kom á daginn, við réttarhöld sem kennd voru við “hreinar hendur” að Kristilegi demókrataflokkurinn á Ítalíu var maðksmoginn af mafíunni, gengu ítalskir kjósendur hreint til verks í næstu kosningum og þurrkuðu flokkinn út af þingi.

Nú er komið á daginn, hverjir gerðu Sjálfstæðisflokkinn út í seinustu kosningum. Það voru eigendur Glitnis og Landsbankans. Þá er loksins komin fram haldbær skýring á því, hvers vegna ríkisstjórn Geirs H. Haarde aðhafðist ekkert í tæka tíð til að koma í veg fyrir ofvöxt bankanna og þar með bankahrunið.

Nú reynir á lýðræðisþroska þeirra Íslendinga sem hingað til hafa léð Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt. Eru þeir reiðubúnir að taka flokksforystuna á orðinu og ganga hreint til verks? Og þurrka þennan smánarblett út af alþingi Íslendinga í næstu kosningum?