Svar til Gerðar Pálmadóttur
Heil og sæl, Gerður:
Takk fyrir kveðjuna. Fæ ekki betur séð en að við séum sammála. Við verðum að semja, en – þingið þarf að ná samstöðu um að fresta afgreiðslu og reyna að fá nýtt öryggisákvæði (eins konar þak), ef greiðslubyrði reynist verða ofviða gjaldþoli eftir sjö ár. Eins, að verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómstólum (en það er forsenda fyrir því að eignir LB gangi upp í skuldina), þá verði að semja upp á nýtt í ljósi breyttra aðstæðna. Það hafa ýmsir lýst svipuðum hugmyndum. Spurningin er, hvort núverandi stjórnmálaforyta ræður við mál af þessari stærðargráðu.
Það var gaman að heyra frá þér. Með bestu kveðjum, Jón Baldvin