Hvað á Samfylkingin að gera til að bæta fyrir áorðin mistök og til að ávinna sér traust af verkum sínum?
Fundur var haldinn s.l. laugardag á vegum Landsfélags jafnaðarmanna, sem gengur undir nafninu Rósin, og Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, en bæði eru þessi félög í Samfylkingunni.
Fundarefnið var að leita svara við spurnigum sem umbótanefnd Samfylkingarinnar hefur beint til aðildarfélaganna. Spurningarnar snerust um, hvað það væri sérstaklega, sem SF ætti að taka til sín úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og hvaða hlut forystumenn SF ættu í hruninu.
Jón Baldvin var frummælandi á fundinum og hér er hægt að hlusta á erindi hans.