Viðtal Sigurjóns M. Egilssonar við Jón Baldvin á Bylgjunni

Hér fer á eftir viðtal SME í morgunþætti Bylgjunnar á sunnudagsmorgni 24. okt.. Tilefnið var, að á s.l. tíu dögum eða svo hefur verið efnt til málþinga, þar sem fræðimenn lýstu reynslu Svía og Finna af veru þessara þjóða í Evrópusambandinu s.l. fimmtán ár, og Pat Kox, forseti Evrópusamtakanna og f.v. forseti Evrópuþingsins, dró saman yfirlit um reynslu Íra af Evrópusambandsaðild s.l. áratugi. Pat Kox gerði líka samanburð á því, hvernig Írum, sem eru bæði í Evrópusambandinu og með evru, og Íslendingum með sína krónu, hefur reitt af í fjármálakreppunni.

JBH útskýrir m.a., hvers vegna Samtök græningja víðast hvar í Evrópu hafa breytt afstöðu sinni til Evrópusambandsins í ljósi reynslunnar og eru nú eindregið fylgjandi aðild, sbr. yfirlýsingar Evu Joly í kveðjuorðum hennar til Íslendinga í Silfri Egils, en hún er nú forsetaframbjóðandi græningja í Frakklandi.

Sjá fyrri hluti viðtals og seinni hluti viðtals.